Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur S ennilega hafa allflestir sem hafa einhvern tímann verið til sjós heyrt minnst á ,,kjölsvínið“ og trúlega verið beðnir um að gefa því í fyrstu sjóferðinni blautir á bak við bæði eyrun eins og gjarnan er sagt um byrj- endur til sjós. Flestir taka beiðni af þessu tagi þegjandi, kunna ekki við að spyrja frekar til þess nú að opinbera ekki vanþekkinguna. Það skrítna við beiðni af þessu tagi er að henni er ekki fylgt eftir með því t.d. að spyrja hvað svínið eti, nú hvar sé það að finna um borð. Og ef viðkomandi leggur af stað með mat af einhverju tagi að þá sé spurt hvernig blessuðu svíninu hafi líkað fóðrið. Nei, ég hef a.m.k. aldrei heyrt um eftirfylgni af þessu tagi í þeim frásögnum af blessuðu svíninu sem ég hef kynnt mér, en það kemur víða við sögu í frásögn- um sjómanna. Ekki svín? Hvaða fyrirbæri er nú þetta kjölsvín sem við erum alltaf að tönglast á. Hvað er þetta kjölsvín. Eftirfarandi lýsingu á kjöl- svíninu er að finna í Víkingnum, 5-6 tbl. frá 1983. ,,Ofan á böndin eftir endilöngu skipinu var tré, sem kallast kjölsvín. Það er boltað gegnum bönd og niður í kjöl. Lestin er þiljuð innan og kallast það gannering. En kjölsvínið stendur upp úr henni, því að það var svert tré“. Af lýsingunni verður ekki annað ráðið en að kjölsvínið sé ekki svín í þeirri merkingu orðsins sem við leggjum í það held- ur þess í stað ein af burðareiningum skipsins. Í þeirri merkingu orðsins er þess getið í dómi nr. 26/1897: Rjettvísin gegn Sigur- birni Sveinssyni en þar er Halldóri Bjarnasyni prófasti á Prest- hólum Suður-Þingeyjarsýslu ætlað að hafa tekið ófrjálsri hendi kjalsvín úr flaki skipsins ,,Ida“ sem strandaði árið 1887. Trúlega nálægt Presthólum, en þeir félagar Sigurbjörn og Þórarinn virð- ast hafa keypt flakið saman á uppboði en síðan ekki orðið alveg sammála um hvernig skipta bæri. Um ástæðu deilunnar um kjölsvínið kemur eftirfarandi fram í dóminum: ,,fjégirnd hefur knúð þá til yfirgangs og hvor þeirra fram- fylgir svo freklega sínum meinta rjétti, sem hann ítrast getur, svo sem komið hefur fram um áðurnefnt kjölsvín og stefn- ispart“. Af þessu má ljóst vera að fégirndin er búin að fylgja okkur mannabörnum býsna lengi. Nú lyktir málsins virðast hafa orðið þær að prófasturinn Halldór Björnsson á Presthólum var hreins- aður af áburði Sigurbjarnar um stuld á kjalsvíni úr flaki Idu. Aftur á móti var honum gert að greiða 10 kr. sekt vegna ósæmi- legs ritháttar í varnarskjali sínu í héraði. Þá er spurningin, af hverju er þessi burðarbiti nefndur kjal- svín? Illa gekk að fá svar. Ég hélt að nafnið tengdist með ein- hverjum hætti okkar velþekkta húsdýri svíni en við eftirgrennslan kom í ljós að svo er ekki en svar fékkst ekki fyrr en leitað var til Riksarkivet í Kaupmanna- höfn. Þar kom fram að uppruni orðsins væri norska orðið svill sem í áranna rás breyttist í orðið syld sem þýðir funda- ment eða undirstaða með uppruna í orðinu bjælke, bræt, sem svarar til orðsins kølsvin eða undirstaða sem virð- ist rökrétt heiti þessa burðarbita tréskipa. Niðurstaðan er því klár og kvitt. Títt- nefnt orð hefur augljóslega ekkert með orðið svín að gera og þar af leiðandi ekki lengur við hæfi að senda nýliða með mat handa kjölsvíninu. Helgi Laxdal Hvað er kjölsvín, hvaðan kemur nafnið? Teikning af kjölsvíni. Fingraförin af en ... Hinn alræmdi glæpamaður, John Dillinger, hélt sig hafa fundið upp skothelda aðferð til að forðast handtöku lögreglunnar. Fingraför hans voru til í opinberum skrám svo hann ákvað að eyða frumút- gáfunni með því að dýfa fingrum sínum í sýru. Dillinger lét ekki sitja við orðin tóm en hafði ekki annað upp úr krafsinu en ómældar þjáningar. Það kom nefnilega í ljós þegar fingurnir voru grónir sára sinna eftir sýrubaðið að fingraför hans voru nákvæmlega hin sömu og áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.