Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 58
58 – Sjómannablaðið Víkingur „Og er þetta þitt yngsta barn?“ Baldur Jónsson, læknir á Akureyri, við konu sem kom á læknastofuna til hans með þriggja mánaða gamlan son sinn. * Kakó var mjög umdeildur drykkur fyrst eftir að það tók að berast til Evrópu. Markgreifafrú de Sévigné skrifaði dóttur sinni bréf árið 1671 þar sem hún varaði hana við kakói; „ ... það valdi langvarandi sótthita, sem leiði til dauða ... “ Og markgreifafrúin bætti við að vinkona hennar „ ... sem þótti gott súkkulaði, eignaðist dreng sem var svartur eins og kölski en sem betur fer dó hann rétt eftir fæðinguna.“ * „Og svo er það Jóhann Gunnar Sigurðsson, hann hefur verið fjarverandi í fi mm vikur samtals en það er nú alvarlegt með hann, sem betur fer.“ Björn M. Olsen rektor þegar hann las upp fjarvistir þeirra nemenda er mest höfðu skrópað um veturinn en Jóhann Gunnar skáld hafði tekið berklaveiki sem leiddi hann til dauða. * „Mig hlustar í boruna,“ sagði karlinn. „Ég heyri bráðum manns- lát. Kannski það verði látið mitt.“ * „Ég hef svo lengst lifað að ég hef ekki lifað á mat,“ svaraði stúlkan þegar henni var boðið að borða. * „Ég vil ekki tala illa um hann Sigurð, en satt að segja held ég, að það sé leitun á verri manni.“ Guðmundur Guðmundsson - Jagtar-Gvöndur - í Borgarhöfn í Suðursveit um Sigurð bónda í Skálafelli. * „Ef ég fæ ekki að eiga hana, þá drep ég mig, sel húsið og fl yt til Ameríku.“ Ísfi rðingur einn við móður sína sem lagðist gegn því að hann trúlofaðist stúlku sem hann elskaði heitar en lífi ð sjálft – eða hvað? * „Hefði Rafn á Landamóti farið að mínum ráðum þá hefði ekki farið eins og fór, gekk hérna suður í bæjarlækinn og drap sig, hét Ólafur og var brúnn, ættaður sunnan af landi, teymdur neðan úr Höfðahverfi .“ Sveitamaður útskýrir heilræði. * „Þetta var ljóta ferðin. Ég var boðinn að Holti og átti að vera þar skírnarfontur en þegar ég kom þangað var búið að matselda barnið.“ Flaumósa bóndi. * „Förum nú út og horfum á sólarniðurganginn.“ Óþekktur. * „Og hugsið ykkur, hvað það er nú gott að vera á skíðum úti í guðsgrænni náttúrunni.“ Guðlaugur Tryggvi Karlsson, viðskiptafræðingur, í ræðu sem hann hélt á námsárum sínum Menntaskólanum í Reykjavík um nauðsyn útivistar. * Winston Churchill var eitt sinn spurður af því hvaða hæfi leika hann teldi stjórnmálamönnum nauðsynlegast að búa yfi r. Án þess að hika svaraði hann: „Það er hæfi leikinn til að segja fyrir um hvað gerast muni á morgun, í næsta mánuði og næsta ár – og til að skýra eftir á hvers vegna það gerðist ekki.“ * Að lokum þetta heilræði frá bandarísku blaðakonunni og dálkahöfundinum Elizabeth Meriwether Gilmer (18861-1951). Hún skrifaði undir nafninu Dorothy Dix og var brautryðjandi kvennanna í Sex and the City eins og sjá má á þessu heilræði hennar: „Ekkert starf er mönnum eins hættulegt og að þerra tár ekkjunnar.“ Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Legur og leguhús Við verðum í bás H51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.