Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Side 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur V íkingurinn getur illa á sér setið þegar honum er bent á eitthvað sem virðist á skjön við heilbrigða skynsemi. Lesendur Víkings muna vafa- laust eftir honum Gunnar Inga Halldórs- syni sem sagði okkur – í 4. tbl. 2011 – af Krill-veiðum á dýrasta fi skveiðiskipi heims, Juvel. Sannarlega skemmtileg og fróðleg frásögn. Fundum okkar Gunnars Inga bar saman nýlega og hann spurði mig. Veistu hvað Frakkar hafa með fi sk- veiðar Íslendinga að gera? Nei, ég hafði ekki hugmynd um það. Fylgstu nú með, sagði Gunnar Ingi. Til að verja sig gegn innflutningi á kjúkl- ingum frá Bandaríkjunum fengu þeir Evrópusambandið til að banna notkun sodium chlorite í matvælabransanum. Bandaríkjamenn nota það nefnilega til að eyða sýkingum úr kjúklinga- og svína- kjöti held ég líka. Þar með voru Frakk- arnir lausir við kjúklingana að vestan En hvað hefur þetta með fiskveiðar okkar að gera, vildi Víkingur fá að vita. Jú, sjáðu til. Allur fiskur sem er geymdur í sjó eða vatni skemmist. Og því meira sem bakteríuflóra vatnsins er öflugri. Með því að sótthreinsa vinnslu- vatnið með sodium chlorite verður geymslan á við vakúmpökkun. Engin baktería herjar á fiskinn. Hann skemmist síður og heldur þyngd sinni lengur í gegnum allt vinnslukerfið. Þar með fjölg- ar tonnunum sem landað er. Sama hefur verið upp á teningnum þegar menn hafa prófað að dýfa fiskinum í slíka lausn áður en honum er pakkað í flug og gáma. Oftast eru um 3 til 8% af- föll af slíkum fiski í flutningum en sé hann rétt meðhöndlaður eru afföllin nánast engin. Getur þetta verið rétt, hugsar Víking- ur, en upphátt segir hann: Ert þú sölu- maður þessa efnis? Er þá nokkuð að marka þig? Gunnar Ingi glottir: Jú ég rek Seafresh sem er umboðsaðili Xyrex p3+ sjá www. seafresh.is sem inniheldur sodium chlorite og hefur þessa verkan sem ég hef lýst. Þú getur til dæmis kíkt á þessa síðu hérna, segir hann og bendir mér á: - http://www.xyrex.com/content/ uploads/2010/10/p3-case-study-rsw- systems.pdf. Hér má sjá það svart á hvítu að til dæmis flökun úti á sjó skilar miklu betri nýtingu ef notað er Xyrex p3+. Og hvað varðar skaðsemina þá get ég sagt þér sem dæmi að í Kópavogi er Xyrex p3+ notað til að hreinsa gerfigras- vellina og það er ekki eins og þurfi að loka völlunum og meina mönnum að spila í einhverja daga á eftir. Nei, það er haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þó er Xyrex p3+ fimm sinnum sterkara en klór og bæði drepur bakteríur og hreinsar á meðan klórinn gerir aðeins hið fyrrnefnda. Og það sem meira er, ég get drukkið blönduna sem þeir nota í Kópa- vogi án þess að verða meint af. Sumir nota sodium chlorite beinlínis til að bæta sína eigin magaflóru. En það er nú önnur saga. Þetta er sem sagt skaðlaust efni, segir Víkingurinn hikandi. Já, alveg og ef þú ekki trúir mér, svar- ar Gunnar, vil ég benda þér á rannsókn sem Norðmenn stóðu fyrir – Viten- skapskomiteen for mattrygghet, VKM. Þeir staðfestu skaðleysi Xyrex. Þetta get- urðu skoðað sjálfur á slóðinni, http:// www.vkm.no/dav/47f018e0c2.pdf. Og hver er svo niðurstaðan, vildi Vík- ingur fá að vita. Einfaldlega sú að vegna franskra kjúklingabænda eru til dæmis íslensk uppsjávarskip að koma að landi með 3% minni nýtanlegan afla en ella, svarar Gunnar Ingi. Skipstjórum þeirra er bann- að að nota sodium chlorite. En þeir þekkja vel til þessa efnis því að það eru ekki svo mörg ár síðan bannið gekk í gildi. Þetta er þeim mun kjánalegra þegar þess er gætt að til dæmis um 80% af makrílnum okkar fer alls ekki inn á evrópska efnahagssvæðið. Það má stórbæta afköst íslenska fl otans með notkun sodium chlorite, segir Gunnar Ingi. Afföllin á uppsjáv- arskipunum eru kannski 3% og jafnvel upp í 8% af fi ski sem fer í fl ug og gáma. Notum Xyrex p3+ og þá munu þessi afföll heyra sögunni til. Mynd: Hlynur Ágústsson Kjánalegt bann – eða hvað?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.