Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Side 50
50 – Sjómannablaðið Víkingur E itt sinn var danski flotinn með aðsetur á Brimarhólmi, lítilli eyju út af Kaupmannahöfn. Tímar liðu og fyllt var upp í sundið á milli lands og eyjar, flotinn óx og umsvifin urðu sí- fellt meiri. Þar kom að ráðamönnum þótti ekki lengur verjandi að hafa her- skipastöð nánast í miðri borginni. Var þá gripið til þess ráðs að búa til nýja eyju á sundinu, en miklu utar. Þá varð Nýhólminn til. Og í kjölfarið fleiri eyjar er teygðu sig inn að borginni og gamla Brimarhólmi þar sem mörlandar guldu forðum fyrir syndir sínar. Sjóherinn hafði yfir nýju eyjunum að segja en á öndverðri 21. öld ræður hann aðeins yfir Nýhólma og þangað er för okkar heitið að skoða freigátuna Peter Skram sem Danir hafa breytt í safn, rétt eins og við varðskipinu Óðni. Vatnabússinn Ferðinni er heitið út í eyju og því réttast að taka vatnastrætóinn. Ég er búinn að kaupa tveggja sóna klippikort er gildir í öll almenningsfarartæki í borginni, líka það er fer eftir sundinu, er mér sagt. Ég þykist því fær í flestan sjó. Á kortinu stendur að vatna-strætó-báturinn stoppi bæði við Svarta demantinn og Nýhöfn svo það er ekki eftir neinu að bíða. Allt stendur heima. Ég stekk um borð, vil samt vera viss og spyr sjókapteininn út í leiðina. – Nei, við siglum ekki á þurru landi, segir hann alvarlegur í bragði. Ég set vafning á tunguna og reyni aftur. – Nei, því miður, engir vængir hér, þetta er bara bátur. Dananum stekkur ekki bros. Mér ekki heldur. Þessir andsk... Danir. Skilja ekki mælt orð. Einu sinni töluðu þeir ís- lensku, svo þótti þeim það ekki nógu fínt og ætluðu að verða þýskir en höfðu ekki getuna, misstu móðinn og tungu- málið í leiðinni. Og nú skilja þeir ekki einu sinni dönsku. Ég er fúll. Svo lyftir Daninn höndum og segir: – Nú skal mann síge hopp og hí. – Af hverju? – Dú brúgar ikke at klippe, apparatið er knústað. Svo glottir hann skelmislega og segir: – Jæg skal godt sigla med dæ til Nyholm. Danskur húmor og fúll Íslendingur. Óþolandi að þessir Danir skuli hafa týnt niður íslenskunni og breytt henni í þetta ótrúlega hrognamál – sem þeir eru jafn- vel sjálfir hættir að botna í. Flotahöfn Ég fæ mér sæti og grufla í löngu ræð- unni sem kom á eftir stríðnis-brosinu. Brátt rennur innihald ræðunnar upp fyrir mér. Við stefnum nefnilega ekki út í Ný- hólma heldur í öfuga átt. Suður í staðinn fyrir norður. Jæja, mér liggur ekkert á. Báturinn siglir fram og til baka eftir sundinu, alltaf sömu leið, og þarna fæ ég óvænta en ódýra skoðunarferð. Mæli með þessari siglingu. Stökkvið um borð í bátinn þegar hann snýr stefni frá Ný- hólma, hann mun á endanum snúa við og skila ykkur á réttan stað. Þegar kemur út í Nýhólma fer ekkert á milli mála að þar er aðsetur sjóhers. Svæðið er girt og tekið fram að þegar kvöldar er óbreyttum bannað að vera innan girðingar. Rammgerð loftvarnarbyrgi verða á leið minni, trukkar bera merki sjóhersins og gamlar minjar frá seglskipaöldinni eru víða. Á kajanum er stráheill kafbátur. Rétt við er lítill varðbátur. Fjær er tundur- skeytabátur tjóðraður undir hafnar- krananum. Framundan er Elefanten, bryggjan þar sem Dannebrog, skip drottningar, liggur vanalega þegar það er í heimahöfn. Sem er ekki núna. En þarna er líka freigátan Tundurskeyti á bryggjunni. Annað um borð. Texti og myndir: Jón Hjaltason Freigátan Peder Skram heimsótt

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.