Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Page 10
tíma í Reykjavíkurhöfn áður en haldið var til Esbjerg og þá bætt- ust við þrjár vikur. Þegar stunduð voru fjarlæg mið var ekkert talstöðvarsam- band við skipin svo að við sjó- mannskonurnar gátum ekki ráð- fært okkur við mennina okkar þegar eitthvað alvarlegt kom fyr- ir. Við urðum oft að ráða fram úr ýmsu einar þegar hefði verið betra að hafa eiginmanninn með í ráðum. Mér eru minnisstæð tvö mjög erfið atvik sem ég ætla að segja frá. Þegar það fyrra gerðist bjuggum við í lítilli ris- íbúð í Bólstaðarhlíð 13. Við átt- um þá tvo drengi, sá eldri var 6 ára en hinn einu og hálfu ári yngri. Sunnudag einn í góðu veðri var systir mín hjá mér. Við höfð- um klætt okkur og strákana og ætluðum í bíó. Þá gerðist það að yngsti drengurinn fór á undan mér út og þegar ég kem í úti- dyrnar heyri ég skelfingaróp frá honum. Átta ára strákur sem átti heima á hæðinni fyrir neðan okkur hafði þá skotið ör í augað á drengnum mínum. Ég var skelfingu lostin. Á meðan ég stumraði yfir honum hringdi ein- hver á leigubíl og við brunuðum á Landsspítalann. Um tíma var óttast að hann missti sjón á hinu auganu llíka því það kom svo slæm sýking í það. Eftir að hann kom af spítalanum varð ég að fara daglega til augnlæknis. Þarna kynntist ég manni sem á engan sinn líka. Það var öðlingurinn Kristján Sveinsson augn- læknir. Þegar þetta gerðist var maðurinn minn á Jóni Baldvinssyni. Þeir voru að veiða í salt í Barentshafi við Norður-Noreg. Þarna hefði verið gott að hafa hann í landi. Þegar fjórði drengurinn minn var tveggja mánaða veiktist hann mikið og var lagður inn á Landakotsspítala og hafður í súrefniskassa. Þá skeði það að hann dó en sem betur fer var vakthafandi læknir viðstaddur og gat endurlífgað hann. Í fram- haldi af því var hann skírður skemmri skírn og fékk nafn pabba síns. Það varð að vaka yfir honum fyrstu vikuna. Systir mín, hún Eyrún Lára, sem var hjúkrunarkona, var þá sannarlega betri en engin. Hún vakti yfir honum og réði aðra sem vakti yfir honum á móti henni. Þarna hefði verið gott að hafa mann- inn minn í landi. Fyrstu tíu árin var viðburður ef maðurinn minn gat farið í frí, bæði vegna þess að við höfðum ekki efni á því og svo var mikil mannekla á togurunum. Á þessum tíu fyrstu árum var hann aðeins tvenn jól heima en það voru jólin þegar hann var í Stýrimannaskólanum. Það var yfirleitt svo að togararnir voru úti um jólin, útgerð- armenn virtust sjá rautt ef skip lá inni yfir jól og áramót. Þegar maðurinn minn komst í frí eða skipið fór í slipp var hátíð hjá fjölskyldunni. Ég reikna með að eitthvað þessu líkt hafi það verið hjá öðrum eiginkonum farmanna, togarasjó- manna og þeirra sem stunduðu veiðar á fjarlægum miðum með hringnót. Móðir Lofthildar, Laufey Einarsdóttir Guðmundssonar útvegsbónda að Bjargi í Grindavík, með tvíbura- og dóttur- dætur sínar, Helgu (til vinstri) og Rannveigu Ragnarsdætur. 10 – Sjómannablaðið Víkingur Skrúfupressur og stimpilpressur Lofthreinsibúnaður Loftkútar - Loftsíur Lofttengibúnaður Loftþurrkarar Ýmsar stærðir og gerðir Einstaklega hljóðlátar Þýsk gæði Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.