Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Side 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Side 52
52 – Sjómannablaðið Víkingur skipinu, hin eru styttri. Freigátan er 2.755 tonn, 112 metra löng en tólf metr- ar breiðust, hámarkshraði 32,5 sjómílur á klukkustund, búin fallbyssum og eld- flaugabyssum, auk tækjum og tólum til að granda kafbátum. Já, Peter Skram var sannarlega alvöru innlegg í kalda stríðið. Það vekur athygli mína hversu stýris- húsið er lítið, já raunar varla meira en kamarhús samanborið við togara nútím- ans – mig vantar samanburðinn við nú- tíma herskip. Svo átta ég mig á því að í skuggsælum bakrýmum, þaðan sem ber- ast torkennileg hljóð og tilkynningar, hefur verið þéttsetinn bekkurinn við alls- konar græjur sem þar eru. Vitaskuld fylgdi fullkominn tækjabúnaður gjöfinni svo fylgjast mætti grannt með óvininum og granda honum slægi í harðbakkann. Annað sem vekur athygli mína er bar- inn sem offisérarnir höfðu fyrir sig. Að vísu ekki stór en alvöru með barstólum og tilheyrandi. Ósjálfrátt tengi ég saman barinn og óhappið sem varð í septem- ber 1982 þegar flugskeyti sagði skilið við skipið út af norðurenda Jótlands og sprakk í sumarhúsabyggð, einum 34 kílómetrum fjær. Fjórir sumarbústaðir gjöreyðilögðust og 130 urðu fyrir meiri eða minni skemmdum. Sem betur fer voru sumarfrí að baki þegar þetta gerðist og fátt fólk á staðnum. Enginn meiddist. Það mega Danirnir eiga að þeir gera ekki minnstu tilraun til að draga fjöður yfir þennan atburð, þvert á móti er vakin sérstök athygli á honum um borð í Peter Skram. Það má hins vegar efast um gott innræti höfundar að tengja árásina á sumarbústaðina við barinn um borð. Auðvitað fór fram ítarleg rannsókn á óhappinu og niðurstaðan varð sú að enda þótt gera mætti alvarlegar athuga- semdir við offisérana er ollu skotárásinni var þó fyrst og fremst um að kenna galla í hönnun Harpoon-skotflauga-kerfisins. Enginn kafbátur í dag Það fór eins og hin danski vinur minn í miðasölunni sagði. Mér dugði ekki dag- urinn til að skoða skipið. Þegar ég steig á Fílinn aftur, en bryggjan er nefnd svo eftir skipi er þarna var sökkt og varð uppistaðan í bryggjunni, var hætt að rigna en aðeins tekið að bregða birtu. Ég ákvað því að tefla ekki á neina tví- sýnu en hraðaði mér út úr herstöðinni. Framhjá tundurskeytabátnum og kaf- bátnum. Ég skoða þá næst. Káetur yfi rmanna. Í brúnni. MHV 907 Hvidsten er danskur varðbátur, smíðaður 2008. Kafbáturinn er fjær. Í fjarskiptaklefanum var Villy Nielsen á vaktinni. – Við erum hér í sambandi við allan heiminn. Líka Ísland, segir hann brosandi og hvetur íslenska radíóamatöra til að hafa samband. Morsið OZ1RDN. Í þessu sé ég að Villy hefur skrifað á blað er hann lætur mig hafa: Home Call, OZ1AAR. Nú ef þetta dugar ekki þá er net- fangið, oz1rdn@pederskramsvenner.dk – Villy, ég vona að ég hafi ekki klúðrað þessu alveg.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.