Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 2
Efnis- Lagarfoss undir vopnum. Spjallað við skipstjórann, Guðmund Haraldsson. „Þá hefði verið gott að hafa hann í landi.“ Loft- hildur Kristín Loftsdóttir varpar ljósi á hlutskipti sjómannskonunnar. Af hverju er svona erfi tt að fi nna kjölsvínið? Helgi Laxdal svarar. Fingraförin vildu ekki af – fi ngrunum. Á því brenndi John Dillinger sig. Getum stórbætt afköst íslenska fl otans, fullyrðir Gunnar Ingi Halldórsson, en kjánalegt bann stendur í veginum. „Djöfulsins fífl að varðveita ekki Ingólf Arnarson.“ Ólafur Grímur Björnsson slær botn í viðtal sitt við togarasjómanninn, Guðmund Heimi Pálmason. Ljósmyndakeppni sjómanna 2014. Skilafrestur er til 30. nóvember. Gamla myndin. Breytti nafni sínu til að komast hjá fangavist. Muninn og Eyland. Fyrsta ráðstefnan tileinkuð fl utningum hér á landi í Hörpu 6. október næstkomandi. Fyrsti íslenski skipakóngurinn var Jens Jacob Benedictsen. Jón Þ. Þór bregður upp mynd af manninum. Hvað er Capto? Því svarar Jógvan S. Jacobsen. Björgunarskipin hafa löngu sannað tilvist sína. Sigurður Viðarsson hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg segir undan og ofan af skipunum. „Tuddinn frá Skalpafl óa.“ Kafl i úr væntanlegri bók eftir Magnús Þór Hafsteinsson. Ögn af Nóbelsskáldi. Sér í myrkri jafnt og um hábjartan dag. Galdra- tækið sem Ísmar selur. Mútur á Súezskurði. Hilmar Snorrason litast um í veröldinni. Þessir Danir! Ritstjóri vor heimsækir freigátuna Peder Skram. Liggur bölvun á konum? Konur um karla. Raddir af sjónum – og harða landinu. Ragnar Elísson skrifar og Örnólfur Thorlacíus bregst við með snúnum ráðgátum. Drukkinn og vitlaus. Bernharð Haraldsson skrif- ar pistilinn. Frívaktin. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings. Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn- rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó- menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þætt- inum: Raddir af sjónum. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumyndina tók Jón Kr. Friðgeirsson í nóvember 2013 af varðskipinu Þór í Hafn- arfjarðarhöfn. Hann hafði þá dregið brenn- andi skip, Fernöndu, drjúgar 200 sjómílur til Hafnarfjarðar. Á myndinni er Þór gerð- ur klár fyrir frekari átök – Fernöndu skyldi komið á Grundartanga. 4 8 12 12 14 26 16 32 36 38 40 41 Útgefandi: Völuspá útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fi skimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. ISSN 1021-7231 28 30 Hverjar eru líkurnar á endurnýjun kjara- samninga sjómanna? Neðst á kápu kjarasamnings LÍÚ og Farmanna-og fi skimannasambands Íslands má lesa eftirfarandi texta: Gildir frá 1. janúar 2009 til 1. janúar 2011. „Síðan eru liðin mörg ár“, eins og segir í textanum. Allir sem til þekkja vita að meginástæða þessa dráttar er yfi rlýst stefna fyrrverandi stjórnvalda sem gekk út á að umbylta stjórnkerfi fi sk- veiða. Meðal þess sem ætlunin var að koma á koppinn var að innkalla allar veiðiheimildir og endurúthluta síðan ár hvert í framtíðinni eftir einhverri aðferðafræði sem enginn botnaði í. Þau frumvörp um stjórn fi skveiða sem samin voru og lögð fram af hálfu stjórnvalda féllu al- mennt í grýttan jarðveg hjá hagsmunaaðilum og fengu þar falleinkun. Þegar hvorki gekk né rak að koma þessum lagasmíðum í gegn um þingið var áherslan lögð á verulega hækkun veiðigjalda sem að mati ýmissa sérfræðinga kom með gríðarlega mismunandi þunga við út- gerðarfyrirtækin. Við þessar aðstæður sömdu forsvarsmenn LÍÚ kröfu- gerð sína á hendur sjómönnum. Við blasir að kröfur útgerðarmanna í 24 liðum, upp á tugmilljarða kjaraskerðingu á hendur sjómönnum, dag- settar 13. janúar 2010 endurspegla hörð viðbrögð útgerðarmanna gagn- vart þeirri óvissu sem ríkti um framtíðarskipan sjávarútvegs á Íslandi. Óvissunni hvergi nærri lokið Þótt ný ríkisstjórn hafi tekið við stjórnartaumunum þá er fjarri því að óvissu innan greinarinnar sé lokið. Nýtt kvótaár er gengið í garð og það mun væntanlega renna sitt skeið eftir þeim leikreglum sem nú gilda. Ljóst er þó að algjör umskipti hafa orðið innan greinarinnar síðustu misseri sem kristallast í hrinu samninga útgerða um nýsmíði auk þess sem gömlum skipum er skip út fyrir nýrri. Yfi rlýsing stjórnvalda um að unnið sé að frumvarpi sem lagt verði fram á Alþingi í vetur og byggi á starfi Sáttanefndarinnar sálugu virðist hafa stóraukið kjark útgerðar- manna til fjárfestinga. Algjör þversögn Það er því í raun fáránlegt að horfa upp á þessa næstum því fi mm ára gömlu kröfugerð LÍÚ sem er algjörlega á skjön við góða afkomu grein- arinnar. Þessi kröfugerð er barn síns tíma og getur vart lengur verið skilgreind sem umræðugrundvöllur. Útgerðarmönnum hlýtur að vera ljóst að íslenskir fi skimenn munu aldrei undirgangast kjaraskerðingu sem engin rök eru fyrir. Hafi forsvarsmenn LÍÚ áhuga á að endurnýja kjarasamning fi skimanna hljóta þeir að verða að endurskoða og endur- semja sína kröfugerð sem er eins og áður sagði ekki í neinum takti við stöðu íslensks sjávarútvegs. Það er grunnskylda fulltrúa atvinnurekenda og launþega allra at- vinnugreina að komast að samkomulagi um endurnýjun kjarasamninga. Að óbreyttu eru að mati undirritaðs því miður engar líkur á að það takist. Árni Bjarnason ÍKINGURV 3. tbl. 2014 · 76. árgangur · Verð í lausasölu kr. 980 S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð Lagarfoss undir vopnum Hlutskipti sjómannskonunnar Í myrkrinu erum við öll svört Slysavarnarfélagið Landsbjörg 46 50 54 53 56 58 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.