Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Qupperneq 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Qupperneq 47
Sjómannablaðið Víkingur – 47 verið unnar á skipi og búnaði. Ráðleggja þeir skipstjórum og áhöfnum að gera ráðstafanir sem meðal annars fjalla um strangari landgangs- vaktir. Það þótti þó sérkennilegt að í ráðleggingum MARLO var ekki lagt til að gefa sígarettur. Þar fauk kallinn Það er ekki orðið auðvelt að sinni almennu viðhaldi á útliti kaupskipa nú til dags. Til að vel sé unnið þýðir lítið að mála saltstorkin skip og því nauðsynlegt að ferskvatna áður en málað er. Tíminn til þess í höfn- um er nánast enginn og þrátt fyrr að viljinn sé mikill endar það oft svo að menn eru farnir að mála yfir sjávarseltu á skipum sem leiðir til þess eins að ryð mun fljótt láta til sín taka. Á ónefndu gámaskipi höfðu menn fengið þá ósk að dreifa ösku af fyrrum skipstjóra skipsins í sjó á ákveðnum stað. Þegar komið var á staðinn var öskunni hellt út fyrir borðstokk en vindgustur feykti öskunni aftur um borð og lagðist hún á nýmálaða yfirbyggingu skipsins. Margra tíma viðhaldsverk skipverja leit því ekki vel út með ösku gamla skipstjórans í málningunni. Urðu þeir að skafa málninguna af ásamt öskunni og síðan koma karlinum enn á ný fyrir borð. Má segja að skipstjórinn hafi því farið nýmálaður fyrir borð og áhöfnin búin að eyðileggja nýmálaða yfirbygginguna. Upp komst um svik Fillippínskur sjómaður varð nýlega af bótum sem hann hafði fengið dæmdar í undirrétti upp á 60 þúsund dollara. Útgerðin var ekki ánægð með þennan dóm og áfrýjaði honum til æðra dómstigs þar sem dómn- um var snúið útgerðinni í hag. Sjómaðurinn hafði fengið brunasár sem urðu þess valdandi að hann reyndist óvinnufær. Það sem gerði útgerð- ina ósátta við fyrri dóminn var að skipstjórinn hafði skömmu áður rek- ið skipverjann fyrir þjófnað og var veru hans að ljúka um borð þegar atvikið gerðist. Með aðstoð vitna kom í ljós að skipverjinn hugðist ná sér niðri á útgerðinni og ná sér í bætur fyrir lífstíð með því að hella yfir sig þynni og útbjó síðan sprengingu til að kveikja í henni. Honum varð sem sagt ekki kápan úr því klæðinu. Vatn er gott Stöðugt fleiri sjómenn gefa heilsu sinni meiri gætur. Eitt af því sem skipshöndlarar í Bretlandi hafa tekið eftir er að skipverjar kaupa í miklu meira mæli vatn í flöskum þegar verið er að kaupa inn birgðir fyrir skipin. Segja þeir að sala á átöppuðu vatni til skipa hafi aukist um 30% á einu ári en í janúar seldust hvorki meira né minna en 40.000 stórar og 20.000 litlar vatnsflöskur til skipa. Þá er kolsýrt vatn einnig farið að seljast vel og þá sérstaklega til sjómanna frá Austur-Evrópu. Telja skipshöndlararnir að rekja megi ástæður þessarar miklu aukn- ingar til tveggja þátta, vaxandi umhyggju fyrir eigin heilsu og strangara banni við áfengi um borð í skipum. Hér gætu íslenskir vatnsútflytjend- ur haslað sér völl. Vinsælasta heimasíðan Nýlega var gerð könnun meðal 30.000 sjómanna á hver væri vinsæl- asta heimasíða sem þeir heimsóttu. Í ljós kom heimasíðan Crewtoo. com. Síðan bar langt yfir aðrar síður í kosningu sjómanna en á henni má fá bæði fréttir sem og upplýsingar um laus störf. Slapp frá sekt Nýlega slapp yfirvélstjóri á hollensku flutningaskipi, Fluvius Taw, við að vera sektaður fyrir að vera fullur við stjórn í vélarúmi skipsins á þremur dögum. Skipið, sem er tæplega 3.000 tonn að stærð, var að koma til hafnar í Belfast á Norður-Írlandi þegar drapst á vélum og kom þá ölvun yfirvélstjórans til kasta yfirvalda. Lögfræðingur vélstjórans, Mikhail Irusglotovs, tókst að telja dómara á að refsa ekki yfirvélstjór- anum meira en orðið var þar sem hann hafði verið rekinn af skipinu og var því félaus. Hann hefði því orðið að fara í fangelsi til að geta greitt sektina þar sem þau laun sem hann átti inni hjá útgerð skipsins fóru til að greiða fyrir heimferð hans til Rússlands. Hann missti þó réttindi sín í 12 mánuði. Dýrt að tilkynna ekki Fillippínski skipstjórinn, Rolando Legaspi, slapp ekki við sekt eftir að hafa dregið á frest að segja frá því að hann hefði strandað skipi sínu við Nýja Sjáland. Hið 177 metra langa skip Lake Triview strandaði undan Nýja Plymouth á Nýja Sjálandi eftir að hafa dregið akkeri þann 24. maí s.l. en hann tilkynnti ekki strandið fyrr en fjórum dögum síð- ar. Skipið losnaði reyndar fljótlega en það dugði ekki yfirvöldum þar sem skylda kveður á um tafarlausa tilkynningaskyldu eða eins fljótt og framkvæmanlegt er. Dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að fjögurra daga frestun félli langt utan við þessa skilgreiningu og því varð budda Rolando um 200 þúsund krónum léttari eða sem nam 2.000 nýsjálenskum dollurum. Framtíðaröryggi Hyundai Heavy Industries (HHI) tilkynnti í júlí s.l. að þeir hefðu hannað árekstrarvarnarkerfi fyrir skip sem sjálfvirkt greinir hindranir eins og skip eða sker í 25 mílna fjarlægð frá skipi. Framkvæmdu þeir prófanir á þessu nýja kerfi, sem þeir kalla Hyundai Intelligent Colli- sion Avoidance Support System (HiCASS), um borð í 13.800 TEU gámaskipi í maí og aftur í júní og þá um borð í 162,000 m³ LNG gas- flutningaskipi. Búnaðinum er ætlað að velja örugga siglingaleið og koma í veg fyrir árekstur. Getur búnaðurinn greint hættur byggðar á tegundum skipa, veðurfari og öldum svo dæmi séu tekin. Er því ætlað að aðvara skipstjórnarmenn tímanlega hvort þeir þurfi að sýna aðgæslu eða yfirvofandi hætta sé á ferðum. Þetta nýja kerfi tengir saman upp- lýsingar frá ARPA, ECDIS og AIS. Með samtengingunni greinir það hættur í samræmi við alþjóðasiglingareglurnar. Frekari prófanir munu fara fram á kerfinu þar sem stöðugleiki þess á löngum leiðum verður prófaður en stefnt er að því að hefja sölu á kerfinu árið 2016. Þreyttir á vaktinni Rannsóknarnefnd sjóslysa á Möltu gaf nýlega út skýrslu um árekstur tveggja lítilla kaupskipa, maltneska Katre og hollenska Statengracht. Þeir álykta að vaktakerfi maltneska skipsins hafi leitt til mikillar þreytu skipstjórnarmanna en yfirstýrimaðurinn hafði ekki náð 77 tíma hvíld vikuna fyrir áreksturinn. Um borð í Katre stóð skipstjórinn og stýri- maðurinn 6 tíma vaktir hvor auk þess sem þeir þurftu að sinna ýmsum öðrum verkefnum eftir að siglingavaktinni lauk. Á það var einnig bent að ómögulegt væri að halda hvíldartímaákvæðum svo vel væri og að Vatn á fl öskum er orðið vinsælt meðal sjómanna. Hér er skemmtiferðaskip að lesta íslenskt fl öskuvatn í Sundahöfn. Mynd: Hilmar Snorrason

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.