Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur H já Ísmar selja þeir hitamynda- vélar sem Víkingur er búinn að heyra miklar sögur af. Hann ákvað því að forvitnast nánur um þessi undratæki. Fyrir svörum varð Gísli Svanur Eiríksson, sölustjóri hjá Ísmar. „Við erum með umboð fyrir FLIR sem er alger frumkvöðull í hitamyndavélum, þróun þeirra og framleiðslu. Og tæknin er sannarlega göldrum líkust. Já, það má kalla hitamyndavélarnar galdratæki án þess að ýkja mikið. Með þeim má sjá jafnt að degi sem nótti. Þannig eru þær mikilvægt öryggistæki. Falli til dæmis maður útbyrðis og dimmt er yfir, jafnvel biksvart vetrarmyrkur eins og það gerist svartast við Íslandsstrendur, þá sést við- komandi engu að síður í hitamyndavél- inni, rétt eins og væri hábjartur dagur. Þessu til staðfestingar get ég nefnt að björgunarsveitir um allt land eru nú komnar með slíkan búnað. En það var haustið 2011 sem við seldum fyrstu hita- myndavélarnar til sveitanna þegar Björg- unarfélag Ísafjarðar og Björgunarsveitin í Búðardal keyptu af okkur litlar hand- hægar vélar sem má þess vegna ganga með í vasanum. Stærri hitamyndavélarn- ar eru festar, til dæmis í brúna, rafdrifnar og má velta þeim á alla kanta, snúa og halla. Landhelgisgæslan er með stærri græju og úr því ég minnist á Gæsluna þá kom hitamyndavélin að góðum notum þegar Fernanda brann í fyrra en þá gátu varðskipsmenn fylgst með þróun eldsins með hjálp hitamyndavélarinnar. Sannleikurinn er nefnilega sá að hita- myndavélin er ekki aðeins öflugt björg- unatæki heldur er gagnsemi hennar ansi miklu meira, og réttlætir þó björgunar- þátturinn einn og sér að útgerðir kaupi hana. Og vissulega hafa útgerðarmenn áttað sig á þessu undratæki og víðtækri gagnsemi þess. Til dæmis hafa Síldar- vinnslan, Brim og Gjögur – já og Hafró – öll fjárfest hitamyndavélum. Það er til dæmis fínt fyrir uppsjávar- skipin og líka minni bátana að hafa þær við höndina þegar þarf að finna nóta- hringi eða bauju í svarta myrkri – eða að hitta í höfn þegar ekki sér úr augum eins og þeir gera á Herjólfi í Landeyjarhöfn – og þegar siglt er í ís. Í vélarrúmin má nota þær til að fyrirbyggja tjón og þar af leiðandi mikinn kostnað og ef grunur leikur á að ísklefinn sé orðinn óþéttur er ákaflega fljótlegt með hitamyndavélinni að ganga úr skugga um hvort það sé rétt og þá hvar hitainnstreymið er. Við hjá Ísmar bjóðum auðvitað upp á námskeið í notkun hitamyndavélanna, hvort sem nota á þær á sjó eða landi – þar sem þær geta líka komið að marg- háttuðum notum .“ Hitamyndavélar - sannkölluð galdratæki Fernanda brennur. Hitamyndavél hjálpaði varðskipsmönnum að fylgjast með útbreiðslu eldsins. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson Framundan er ís sem ekki sést í radar. Þá kemur hitamyndavélin í góðar þarfi r.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.