Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur 18 ára. Engar grímur. Voru mikið með lakkmálningu, leysiefni. Bobbí er núna með hrörnunarsjúkdóm. Hver veit af hverju; prentarar og málarar voru sagðir blautir, lá í vissum stéttum. En þeir drukku ekki eins og við. Stefán Finnbogi: Gunni glæpur. Gunnar var með læti í Bremerhaven, og lögreglan sigaði á hann Schäferhundi. Gunnar tók upp hníf og drap hundinn. Stakk hann í hjartað. Fékk svaka dóm og mátti aldrei koma til Þýzkalands aftur. Jón glæpur var annar, og Hermann gaberdín var ekki Hemmi froskur. Bátsmenn voru klárustu mennirnir um borð í togara. Sáu um allt viðkom- andi veiðunum. Þannig var það á Geir. Ég var þar kokkur og lítið á dekki. En sló eitt sinn úr blökkinni og gleymdi að taka keðjuna af; kallað að slá í græjuna. Vírarnir lentu í henni. Það varð að setja messeserakrókinn aftur á og taka í blökkina. Skammaðist mín mikið, en Gunnar Auðuns sagði ekkert. Þetta getur alltaf komið fyrir. Guðlaugur Sveinsson: Var með Svani Þorvarðarsyni í Laugarnesskólanum og á Ægi, varðskipinu. Magnús Sveinsson var mikið á Fossunum hjá Eimskip. Snyrti- menni, smart klæddur, skemmti sér mik- ið. Ég hef heyrt, að Gvendur Tarsan og Óli langi hafi verið sjanghæjaðir í þenn- an síðasta túr á Júlí. Skúli var kallaður tappi. Spilaði billi- ard og tappa, dúbblaði á tappanum, sem var á fimmunni; skjóta varð fyrst í batt- ann. Billiardstofa var á Klapparstíg og í Einholti. Viðar var lærður kokkur, og hefur skroppið í túrinn fyrir vin sinn Kristján hefði eins getað verið 1. kokkur. Sagði við Tarsan, að það væri ekki hæðin og massinn, sem gilti, heldur snerpan. Allir fórust þeir með Júlí. Palli krani var til og Jón í Mýrinni, frá Mýrarhúsum á Akranesi. Lágur mað- ur, skemmtilegur, allra manna dugleg- astur, lærður stýrimaður og málarameist- ari. Hét Jón Ólafsson. Hann var sjang- hæjaður og gerður að bátsmanni úti á sjó. Þegar hann rankaði við sér, var hann ekki aðeins kominn út á sjó, heldur orð- inn yfirmaður á dekki! Hann var bráð- fær, gat þetta allt saman. Jói keisari, það var Jóhann Guðmundsson. Reynir Sigurðsson, skipstjóri á Skúla Magnússyni, hreinsaði Síðumúlann, Gunnar Miðilsson (Láru miðils), Óli Al- exanders, Filibomm; þeir voru inni, af því að þeir höfðu verið teknir á almanna- færi vegna ölvunar. Ekki annað gert af sér. Það var öll sökin gagnvart þjóð- félaginu. Ludwig: Guðlaugur Karlsson, vélstjóri á Júlí. Gulli bjó með móður sinni, Stínu Sam, Kristínu Samúelsdóttur. Og Addi bílstjóri, bróðir hans, var þarna, Adolf Sigurðsson eða Karlsson. Ég átti þá heima á Garðavegi nr. 4, en þau á nr. 10. Man vel eftir honum. Prúður, hljóð- látur, talaði oft við hann, en ég var 8 ára krakki. Bjuggu í litlu húsi, sem nú hefur verið rifið. Nokkuð fyrir flöskuna eins og þá gekk með togarasjómenn í landi, en ekkert meira. Guðlaugur sagður fæddur 28. marz 1928 og þrítugur, þegar hann fórst. Ég ferðaðist ásamt móður minni á bv. Júlí frá Bremerhaven til Íslands. Bjuggum í annarri kojunni í skipstjórakáetunni. Einn af hásetunum, Fúsi Borgþórs, flutti heim í þessari ferð nýtt reiðhjól, þýzkt hjól, og geymdi það frammi í lúkar. Grænt með sverum, hvítum dekkjum og hjálparhjólum. Var að stelast frameftir til þess að hjóla á því einn og einn hring í lúkarnum, í kringum súluna. Þeir skömmuðu mig fyrir að stelast fram eftir, já skipstjórinn. Þeir vildu ekki, karlarnir, að 8–9 ára polli væri að trítla á dekkinu. Of hættulegt fyrir hann á siglingunni. Þetta hefur verið 1954– 1955. Guðmundur Hallgrímsson: Veiddi kolatogari lítið, eyddust kolin, án þess að nokkuð kæmi á móti til að viðhalda stöðugleika skipsins. Þeim hvolfdi því í Hvítahafinu, brezku togurunum. Útgerðarmenn voru sagðir láta togara liggja bundna til þess að mýkja mann- skapinn. Hæfilegt atvinnuleysi var hollt samkvæmt þeirra hagfræði. Svo virtist, að útgerðarmenn væru hrifnir af böðuls- hættinum, og á meðal sjómannanna sjálfra var gantazt með hræðsluna. Ertu hræddur! Þessir þýzku þúsund tonna togarar voru allt önnur skip á úthafsveið- ar heldur en nýsköpunartogararnir, þegar hvergi var hægt að leita í var og ekkert björgunarskip að hafa. Stefán Þorvarðarson: Aðalsteinn var dyravörður á Borginni og leysti háseta af á Júlí, sem vildi vera heima hjá fjöl- skyldunni. Aðalsteinn var ekki fjöl- skyldumaður. Hversu marga túra hann hafði farið eða ef þetta var hans fyrsti og eini, veit ég ekki. En ég man, að talað var um, hversu mikið hann hafi verið feigur að vera að leysa þarna af og fara svona. Systkinin voru mörg og ekkert að gera fyrir þau öll í Hítarnesi eða í sveitinni á veturna. Hann var dugnaðarmaður, vel að manni eins og þeir allir bræðurnir. Man, þegar Aðalsteinn kom norður sum- arið 1955 eða 1956 í heyskap til okkar á Söndum í Miðfirði. Hann var þar hluta úr sumri að hjálpa bróður sínum, Þorvarði, í heyskapnum, föður mínum. Man eftir hvítu peysunni með svörtu doppunum, sem hann var í. Kristín í Hítarnesi prjónaði peysur á þá alla, strákana. Peysan var með háum kraga. Í tízku þá. Mér fannst hann hávaxinn. Ég var þá 7 ára. Fiskað í rennunni Einar: Geiri Gísla fiskaði í rennu við Austur-Grænland. Enginn vissi hvar. Þeir eltu hann þangað, en rifu bara trollið og komu trolllausir til baka. Keyrði eitt sinn á Röðli upp á jaka. Var lengi uppi á jak- anum. Hrundi úr stálinu niður á hval- bakinn. Skemmdist lítið, og um síðir rann hann af. Átti ekki að segja frá þessu. Lélegur radar. Júlí var í nokkur hundruð metra fjar- lægð frá okkur, rétt eins og ljósin þarna úti á bílaplaninu. Slóaði upp í vindinn. Loftskeytamennirnir, Valdimar og Hörð- ur, töluðust við um kvöldið. Svo heyrðist ekkert meira frá þeim né sáust ljós. Hefur farið niður um nóttina. Hefur kantrerast, þegar reynt var að snúa hon- um og lenza undan. Höfðum á Mánanum engar axir. Notazt var við spanna og barefli, sem vélstjórarnir smíðuðu úr járni fyrir okk- ur. Höfðum ekki heita gufu á spilið. Vor- um með díselvél og rafspil. Við héldum, að hann væri að fara. Furðulegt, hvað menn taka þessu rólega. Hundrað mílur frá landi, og hvergi var. Ekki hugsað fyrir neinu nema að moka upp fiski. Á einum slitnaði niður krókurinn, sem hélt uppi gálgarúllunni. Drap einn. Þá var farið að athuga þetta hjá okkur, og festing var um það bil að gefa sig. Ekkert eftirlit. Menn voru að slasa sig og fengu engar bætur. Einn lenti í spilinu. Flogið með hann til London. Brjóstkass- inn brotinn, handleggur hálflamaður. Annar missti fingur, var fluttur í rúss- neskan togara; þeir voru með lækna á Nýfundnalandsmiðum. Guðmundur Heimir Pálmason sumarið 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.