Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur Afar fáar heimildir hafa varðveist um Jens Jacob Benedictsen og atvinnurekstur hans. Hann veiktist skyndilega í hafi á leið til Íslands og lést í Vestmannaeyjum árið 1842, aðeins 36 ára gam- all. Orðrómur, sem aldrei hefur verið staðfestur, komst á kreik um að Jens hafi verið ráðinn bani og að Abel sýslumaður í Vest- mannaeyjum hefði komið þar við sögu. Þegar Jens lést átti hann og gerði út alls fimm kaupskip og var skipið Hekla þeirra stærst og veglegust. Hún var smíðuð fyrir Jens norður á Finnmörk í Noregi og þegar hún kom fyrst til Kaupmannahafnar lét Jens skreyta hana fagurlega. Í lyftingu var lágmynd af íslenska eldfjallinu, sem skipið tók nafn af, en ljón og bjarndýr sitt hvorum megin við, allt logagyllt. Framan á skipinu var stafnmynd í líkamsstærð af Þór með hamarinn Mjölni. Jens var afar stoltur af Heklu og sigldi sjálfur með skipinu í fyrstu ferð þess til Íslands. Margir landar komu borð að finna hann og gekk hann þá með þeim fram og aftur um þil- farið, glaður í bragði og sýndi þeim skipið. Önnur kaupskip Jens voru miklu minni. Þau hétu Seyen, Galeas Christiansen, Metha og Piscator. Hið síðastnefnda var búið til veiða við Svalbarða og getur það bent til þess að Jens hafi haft í hyggju að reyna hval- eða selveiðar norður í íshafi. Engar heimildir eru hins vegar fyrir því að af þeirri útgerð hafi orðið. Fátt er vitað með vissu um einstök atriði í kaupskipaútgerð Jens Jacobs Benedictsen. Skip hans töldust dönsk kaupskip, sigldu undir dönskum fána og voru að mestu eða öllu leyti mönnuð dönskum áhöfnum. Í Íslandssiglingum fluttu þau öðru fremur vörur til og frá verslunum hans og sigldu þá á milli Kaupmannahafnar og verslunarstaðanna á Íslandi. Engar ör- uggar heimildir hafa fundist fyrir því að þau hafi flutt saltfisk beint frá Íslandi til hafna við Miðjarðarhaf, en ekki verður loku fyrir það skotið. Jens Jacob Benedictsen var búsettur á Ísafirði til 1836 en fluttist þá til Kaupmannahafnar og bjó þar það sem hann átti ólifað. Hann var kvæntur danskri konu, Anne Marie Frohm, og bjuggu þau síðustu árin að Overgaden neden Vandet nr. 17 á Kristjánshöfn. Þar hefur Jens að líkindum haft aðstöðu fyrir verslunarrekstur sinn og ef til vill átt þar pakkhús. Hann átti auk útgerðarinnar og verslunarinnar brauðgerðarhús og myllu í Kaupmannahöfn og er líklegt að hann hafi hugað á meiri um- svif á þeim vettvangi. Jens Jacob Benedictsen vakti athygli samtímamanna fyrir dugnað og útsjónarsemi í viðskiptum og miklar sögur gengu af auðæfum hans. Þau hafa þó ef til vill verið minni en margur ætlaði og víst er, að eftir andlát hans voru verslanirnar seldar. Sama máli gegndi um skipin sem þar með hurfu úr íslenskri siglingasögu. Jens Jacob og Anne Marie eignuðust sex börn og voru þrjú hin elstu fædd á Íslandi. Afkomendur þeirra komu nokkuð við íslenska sögu, þótt með óbeinum hætti væri. Sonardóttir þeirra, Anne Marie Benedictsen, dóttir Jens Jacob Benedictsen yngri, giftist H. N. Andersen etatsráði, stofnanda og forstjóra danska Austur-Indíafélagsins, ØK, einum voldugasta athafnamanni Danmerkur um aldamótin 1900 og áhrifamanni í dönskum stjórnmálum. Hann kom nokkuð við íslensk málefni og var m.a. í fylgdarliði Friðriks konungs 8. er hann heimsótti Ísland árið 1907. Elsta dóttir Jens Jacobs Benedictsen og Anne Marie Frohm fæddist á Ísafirði 1. febrúar 1816. Hún var skírð Anne Marie í höfuðið á móður sinni og varð síðar þekkt leik- og söngkona við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Hún giftist Ferdinand Meyer stórkaupmanni og var sonur þeirra Aage Meyer Benedictsen, einn kunnasti rithöfundur, ferðagarpur og mannfræðingur Dana á sinni tíð. Hann lét sér annt um ís- lenskar rætur sínar, var einn af stofnendum Dansk-íslenska fé- lagsins og framkvæmdastjóri þess um langt skeið. Tengdasonur hans, jafnaðarmannaleiðtoginn F.H.J. Borgbjerg, var einn dönsku fulltrúanna í sambandslaganefndinni árið 1918. Saltfi skverkun á Ísafi rði um aldamótin 1900. Mynd: Frederick W.W. Howell/Cornell University Library
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.