Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 57
Norræn jól
Hann mátti gjarna koma og vera til Ieiðinda einn eða tvo rúmhelga
daga, en ekki á sjálft aðfangadagskvöld. Aðfangadagskvöld var ekki nema
einu sinni á ári, og til þess höfðu börnin hlakkað allt árið. Það var ekki
hægt að láta þennan karl sitja við jólaborð, þar sem börn voru á heimilinu.
Áður fyrr hefði maður gjarna tekið á móti honum, en ekki nú síðan hann
varð svona drykkfeldur. Hvað var hægt að gera við svona náunga? Vinnu-
mannaskálinn var ekki nógu fínn, en gestaherbergið of fínt.
Ruster varð þannig að fara á milli bæjanna í grenjandi byl. Yfirvarar-
skeggið hékk rennandi blautt niður á höku, augun voru rauð, þrútin og
þreytuleg. Brennivínið var rokið úr kollinum á honum. Hann undraðist.
— Gat það verið að enginn vildi hafa hann?
Nú sá hann sjálfan sig. Hann sá nú, hve aumur og forfallinn hann
var og hve fyrirlitinn hann var. „Það er úti um mig,“ hugsaði hann. „Það
er búið með alla nótnaritun og úti um flautuna. Enginn í heiminum þarf
á mér að halda. Enginn hefur nokkra samúð með mér.“
Óveðrið hamaðist. Stormurinn reif upp snjóinn og þyrlaði honum í
kringum hann. Sumum snjóflygsunum þeytti stormurinn hátt í loft upp,
en aðrar barði hann niður í lautir. „Svona er það, svona er það,“ sagði
Ruster, „meðan maður dansar og leikur sér er lífið leikur, en þegar maður
á að grafast í fönnina er lífið sorg og kvöl.“ En niður áttu allir að fara,
fyrr eða síðar, og nú var röðin komin að honum. Hugsa sér, að nú var
komið að honum.
Hann spurði nú ekki lengur, hvert vinnumaðurinn færi með hann.
Honum fannst hann nú aka inn í land dauðans.
Ruster litli gerði enga iðrun eða yfirbót. Hann formælti ekki flautu-
spili eða „kavaljerlífi“. Hann var ekkert að bollaleggja um, að það hefði verið
betra fyrir sig, að hann hefði plægt jörðina eða saumað skó. En hann
kvartaði yfir því, að nú væri hann eins og útslitið hljóðfæri, sem enginn
gæti lengur haft gleði af. Hann varð allt í einu auðmjúkur maður. Hann
var sannfærður um að líf hans myndi enda þetta aðfangadagskvöld.
Hungrið eða kuldinn myndi drepa hann. Hann var nú til einskis nýtur,
skildi ekkert og átti enga vini.
Þá staðnæmdist sleðinn, og allt í einu varð bjart í kringum hann, og
hann heyrði vingjarnlegar raddir og einhver hjálpaði honum úr sleðanum
55