Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Side 70

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Side 70
Norræn jól Hann kallaði aftur og aftur, og hlustaði eftir svari. — Hefurðu nokkurn tíma séð barn verða hrætt í myrkri? Þannig var andlit hans á þessari kynlegu stund. Allt um kring var dauðaþögn. Eftir stutta stund kleif hann upp á bakkann og byrjaði að leita hennar í skóginum ósýnilega. Nú beygði hann hvorki né braut greinarnar, en stökk beint á hvað sem fyrir varð, og hlaut marga skráveifu af tálmunum, sem virtust verða á vegi hans. Hann líktist villidýri, sem æðir örvita um veglausa skóga. Það var hræðilegt að horfa upp á þetta, og þannig hélt hann áfram, æpandi og kallandi, þangað til hann leið í ómegin. Hann kom furðu fljótt til sjálfs sín aftur og var þá hér um bil eins og hann átti að sér, aðeins fölur og þreyttur. Þegar hann sá mig, brosti hann raunalega og hristi höfuðið. „Mér tekst víst aldrei að finna hana!’'* sagði hann. Þá fékk ég að vita, að hann mundi allt, sem fyrir hafði komið: Það var kona sem fylgdist með honum í skóginum, og hann elskaði hana. Þess vegna fór svo fjarri því, að hann kviði fyrir óráðsköstunum, hann hlakkaði til þeirra. Ég var ekki fróður í sálsjúkdómafræði þá, en samt skildist mér, hve hættuleg þessi þrá hans var, og að hún myndi fyrr eða síðar hljóta að gera hann albrjálaðan. Hann lýsti ferðalagi þeirra fyrir mér: Það er farið að dimma í skóg- inum, og þegar þau koma að ánni, skellur næturmyrkrið skyndilega á, en hann þekkir vaðið og heldur ótrauður áfram. Honum er ekki ljóst hvaðan þau koma, en þau búast við eftirför, og ef þau nást, verða þau bæði að deyja. Handan við ána er frelsunin, þangað þora þeir ekki, sem á eftir eru. Og loks er takmarkinu náð. Hann lyftir ástmey sinni upp á bakk- ann, og lítur aftur sigri hrósandi: Nú er ekkert að óttast lengur! — En þegar hann snýr sér að henni og ætlar að stökkva upp á bakkann til hennar, er hún horfin. , Þarna hætti hann frásögninni. Mér var áframhaldið kunnugt. „Ég skil ekkert í, hvað getur hafa orðið af henni!“ sagði hann og andvarpaði. Það var enn endurómur af örvæntingu í rödd hans. Síðan ræddum við oft um þetta. Hann var að hugsa um það öllum stundum. Og hann talaði um hana, eins og hún væri lifandi vera: Hún 68
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.