Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 18
Hugurinn og hjartað, viljinn til að gera vel, fleytir manni langt í þessu. Axel Sveinsson, leikmaður Harðar Ekkert lið mun eiga auðvelda ferð vestur. Fram undan eru tímamót í handboltasögu Ísafjarðarbæj- ar því brátt mun handboltalið- ið Hörður stíga sín fyrstu skref í efstu deild. Stemmningin í bæjarfélaginu fyrir mótinu er góð að sögn Axels Sveinssonar, leikmanns liðsins, sem segir mótherja Harðar í Olís-deild- inni eiga fram undan erfitt ferðalag vestur. HANDBOLTI Olís-deild karla fór af stað í vikunni en Hörður er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Hand- boltasagan er ekki löng hjá Harð- verjum en mikið hefur verið lagt í starf félagsins undanfarin ár og það hefur skilað sér í tímamótaárangri. „Stemmningin er mjög góð og allir mjög spenntir fyrir þessu verkefni,“ segir Axel Sveinsson, leikmaður Harðar við Fréttablaðið. „Það er enginn í liðinu sem hefur spilað í efstu deild áður en það er kannski bara bæði gott og slæmt fyrir okkur.“ Stígandi í liðinu Harðverjar báru sigur úr býtum í næstefstu deild á síðasta tímabili og tryggðu sér þannig sæti í Olís-deild- inni. Það fór þó ekki mikill tími í að fagna árangrinum því undirbún- ingur fyrir átökin í efstu deild hófust nánast strax eftir að sætið var tryggt. „Við höfum verið duglegir að æfa, í raun og veru frá því að síðasta tímabili lauk. Við tókum þarna tvær vikur í frí eftir úrslitaleikinn á móti Þór á síðasta tímabili en fórum svo bara á fullt að undirbúa okkur fyrir komandi átök.“ Axel segir mikinn stíganda í lið- inu. „Það sést kannski best á spila- mennsku okkar á Ragnarsmótinu á dögunum. Samheldnin er mikil, við leikmennirnir erum farnir að þekkja hvor aðra betur og kannski það sem mestu máli skiptir er að við höfum áttað okkur á því að við erum illviðráðanlegir ef við stönd- um saman. Leikmannahópurinn Harðar er svo til óbreyttur frá síðasta tímabili. Fengnir hafa verið inn nokkrir nýir leikmenn og eru þeir hratt og örugg- lega að aðlagast lífinu á Ísafirði. Einn af þeim er brasilíski markvörðurinn Emannuel Augusto Evangelista sem hefur ákveðið að reyna fyrir sér hér á Íslandi. Taka fyrsta skref Harðar í efstu deild Harðverjar báru sigur úr býtum í næstefstu deild á síðasta tíma- bili. MYND/HÖRÐUR Spænsk-íslenskur handbolti í Ísafjarðarbæ Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður- inn í handbolta, Logi Geirsson, sérfræð- ingur Seinni bylgjunnar, segir greinilegt að Harðverjar séu að leggja allt í sölurnar fyrir sitt fyrsta tímabil í efstu deild „Það sem ég hef séð og heyrt af Herði er að þeir hafa æft alveg gríðarlega vel. Það er mikill metnaður þarna fyrir vestan og Hörður með góðan spænskan þjálfara, það endurspeglast í handboltanum sem þeir spila, svona spænsk-íslensk blanda. Ég get ekki séð betur en að þeir séu að gera allt sem þeir geta til þess að falla ekki beint niður um deild. Þeir hafa sótt nýja, ferska leikmenn og eru með, að mig minnir, einhverja níu erlenda leikmenn sem er mjög gott krydd inn í deildina. Þá er bara algjörlega stórkostlegt að vera með svona öflugt handboltastarf á Ísafirði. Ég veit að það verður góð stemning á heimaleikjum þeirra. Ég er sannfærður um að þeir eigi eftir að stela stigum af ýmsum liðum.“ Aron Guðmundsson aron @frettabladid.is Hann á enn eftir að sýna sitt rétta andlit hjá okkur en það er bara rosalega spennandi að fá þennan unga markmann til liðs við okkur. Hann er með öðruvísi bak- grunn heldur en f lestir markmenn í þessari deild en ég er fullviss um að hann muni standa sig vel fyrir okkur.“ Þora ekki að taka skrefið vestur Hörður er lið skipað uppöldum leikmönnum félagsins í bland við erlenda leikmenn og er fjöldi erlendu leikmannanna staðreynd sem er oft dregin upp í tengslum við liðið. Það er ekki þar með sagt að Harðverjar hafi ekki reynt að fá íslenska leikmenn til sín. „Ef nota á fjölda erlendra leik- manna sem gagnrýni á liðið þá myndi ég frekar benda þeim sömu sem draga það upp á að spyrja íslenska leikmenn af hverju þeir séu ekki hérna í staðinn. Mér finnst slæmt ef þessu er beint sem gagn- rýni á félagið því ég og allir hjá félaginu vitum að við höfum verið að ræða við leikmenn, íslenska leikmenn. Þeir hafa því miður ekki verið til í að koma í hörkuna á Ísa- firði. Þá beinum við sjónum okkar bara annað í leit að styrkingu og höfum verið að fá frábæra leik- menn og einstaklinga frá Suður- Evrópu og Suður-Ameríku sem eru til í að fara í þetta verkefni með okkur. Við erum með f lotta unga og uppalda leikmenn innan okkar raða og með því að fá aðra leik- menn inn náum við að styrkja okkar stöðu og auka samkeppni innan hópsins, halda mönnum á tánum. Það þýðir ekkert að vera alltaf bara með sjö leikmenn, það er ekkert lið sem getur spilað þetta bara á sjö leikmönnum.“ Krefjandi tímabil fram undan Flestar, ef ekki allar spár fyrir tíma- bilið gera ráð fyrir því að Harðverjar fari strax rakleitt niður um deild. Markmiðin eru skýr hjá Herði. „Við setjum okkur það markmið fyrir hvern einasta leik að fara inn í hann til þess að vinna hann. Reyn- um að stilla honum upp á þann hátt sem gefur okkur mesta möguleika á sigri. Það hefur ekkert breyst þótt við séum komnir upp í efstu deild. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir stærð verkefnisins, við vitum að tímabilið verður langt og strangt bæði líkamlega og andlega. Okkar markmið er bara að vinna sem flesta leiki og vonandi vinnum við f leiri leiki en tvö önnur lið og höldum okkur þar með í deildinni. Önnur lið eru vel mönnuð en við teljum okkur vera með ansi sterkt lið líka.“ Vígið á Ísafirði Ljóst sé að ferðalag annarra liða til Ísafjarðar gæti reynst þeim erfitt. „Heimavöllurinn er okkar vígi og það sást best á síðasta tímabili þar sem við fórum taplausir í gegnum heimaleiki okkar. Það verður bara haldið í þá hefð að ekkert lið mun eiga auðvelda ferð vestur. Lið gætu þurft að keyra hingað langa leið í kolniðamyrkri og mæta okkur, það er ekkert grín. Það er mikil stemmning fyrir tímabilinu í bæjarfélaginu. Maður getur vart labbað um götur bæjar- ins án þess að fá spurningar um komandi leiki, stöðuna á liðinu og annað þvíumlíkt. Það má alveg gera ráð fyrir því að stemmningin á leikjum okkar og sérstaklega fyrsta heimaleiknum í efstu deild verði svakaleg.“ Tók skrefið Axel er sjálfur í grunninn knatt- spyrnumaður og fór upp yngri f lok k a na k nat t spy r nu meg in. Það var ekki fyrr en handbolta- deild Harðar var endurvakin fyrir nokkrum árum sem hann fór að reyna fyrir sér í íþróttinni. „Skrefið sjálft frá fótboltanum yfir í handbolta var svo sem ekk- ert rosalega stórt eða erfitt. Maður hefur bara alltaf verið mikill íþróttamaður og reynt fyrir sér í ýmsum greinum. Að lokum endaði ég í handboltanum. Tæknilega séð var ég kannski ekki neitt svakalega öf lugur en hugurinn og hjartað, viljinn til að gera vel, f leytir manni langt í þessu.“ n 18 Íþróttir 10. september 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 10. september 2022 LAUGARDAGUR Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð ve rð ge tu r b re ys t á n fyr irv ar a. Ljubljana Slóvenía 595 1000 www.heimsferdir.is 29. september í 4 nætur 69.950 Flug & hótel frá 4 nætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.