Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 49
Skrifstofustjóri á skrifstofu ráðuneytisstjóra
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu ráðuneytisstjóra. Skrifstofan hefur umsjón
með samhæfingu á starfsemi ráðuneytisins, undirbýr og fylgir eftir áherslum ráðherra í starfsemi þess og leiðir umbótastarf
innan ráðuneytisins með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði stjórnsýslu og stjórnsýsluhátta. Skrifstofan fer með
yfirstjórn löggjafarmála innan ráðuneytisins og lögfræðilegra úrlausnarefna, s.s. vegna þingmála, reglugerða, úrskurðamála
og dómsmála. Skrifstofan fer með mál er varða dagskrá og þingstörf ráðherra, ber meginábyrgð á samskiptum við Alþingi og
umboðsmann Alþingis svo og almenna þróun stjórnsýsluhátta innan ráðuneytisins.. Þá eru mannauðsmál innan ráðuneytisins og
gagnvart forstöðumönnum undirstofnanna á skrifstofunni. Skrifstofan sinnir jafnframt sérstökum tímabundnum úrlausnarefnum
og áherslumálum er ráðuneytið fæst við í samstarfi við aðrar skrifstofur ráðuneytisins og önnur ráðuneyti eftir atvikum, s.s. vegna
opinberra sóttvarnaráðstafana.
Helstu verkefni og ábyrgð
Skrifstofustjóri hefur yfirumsjón með verkefnum skrifstofunnar, ber ábyrgð á að leiða faglegt starf, stýra daglegri framkvæmd og
tryggja rétta stjórnsýsluframkvæmd. Hann leiðir samstarf við aðrar skrifstofur, önnur ráðuneyti, hagaðila og aðra innlenda og
erlenda aðila er koma að málefnum skrifstofunnar. Skrifstofustjóri tekur þátt í nefndarstörfum og innlendu og erlendu samstarfi.
Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára í senn frá 15. nóvember 2022.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættispróf í lögfræði eða grunn- og framhaldspróf í lögfræði er áskilið. Viðbótarmenntun er áskilin.
• Yfirgripsmikil þekking og reynsla af stjórnskipunarrétti og stjórnsýslurétti er áskilin.
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er áskilin.
• Reynsla af gerð lagafrumvarpa og reglugerða er skilyrði.
• Farsæl reynsla af skipulagi og stjórnun verkefna.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Þekking eða reynsla af málefnasviðum heilbrigðisráðuneytisins.
• Metnað og vilja til að ná árangri.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt og lausnamiðað viðhorf.
• Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Góð kunnátta í ensku og kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli.
Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til heilbrigðisráðherra,
sem skipar í embættið. Nefndin starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti
við Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Áhugasamir einstaklingar, eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt
kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur auk afrita af
prófskírteinum. Sótt er um starfið á starfatorg.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex
mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.
Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2022. Starfshlutfall er 100%
Upplýsingar um embættið veitir Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri asta.valdimarsdottir@hrn.is.
Stjórnarráð Íslands
Heilbrigðisráðuneytið
Þátttakandi í íslensku
atvinnulífi í meira en
50 ár
hagvangur.is
ATVINNUBLAÐIÐ 17LAUGARDAGUR 10. september 2022