Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 28
Í næstu viku verður dans- og söngvamyndin Abbababb! frumsýnd. Nanna Kristín Magnúsdóttir er eðlilega spennt fyrir deginum enda fyrsta kvikmyndin sem hún leikstýrir og segist hún hafa viljað gera mynd sem hana sjálfa hefði langað að sjá á yngri árum. Nanna Kristín f lutti nýverið til Brussel ásamt fjölskyldu sinni og ræðir því við blaða- mann í gegnum fjar- fundarbúnað. „Síðastliðið vor fluttum við fjöl- skyldan úr Vesturbænum í Kópa- voginn. Við sögðum bara nei við fasteignaástandinu í Vesturbænum þar sem hvort eð er var ekki til nægi- lega stór eign fyrir okkur,“ segir Nanna Kristín en hún og sambýlis- maður hennar Gautur Sturluson eiga samtals fimm börn. „Í Kópavogi fengum við nógu stóra eign fyrir alla fjölskylduna og þó það væri erfitt að fara af heimaslóðunum þá bjargaði veðursældin í Kópavoginum miklu. Við bjuggum áður úti á Granda þar sem er alltaf rok og maður þurfti að hafa sig allan við að koma yngsta barninu úr bílnum síðasta vetur – ég hefði aldrei trúað logninu á Kárs- nesinu.“ Föst á Bústaðaveginum Tveimur vikum eftir að þau festu kaup á eigninni fékk Gautur vinnu í Brussel. „Hann f lutti út um haustið og síðasta vetur var ég því ein í Kópa- vogi með börnin. Við höfðum lofað börnunum að vera áfram í skóla og frístundum í Vesturbænum og manninum mínum finnst gaman að keyra, svo við sáum fyrir okkur að hann sæi um þann hluta,“ segir Nanna Kristín og hlær því ekki gat hann sinnt skutlinu frá Belgíu. „Síðasta vetur var ég því svolítið mikið föst í umferð á Bústaðaveg- inum.“ Flutningarnir voru þó ekki algjörlega óvæntir. „Hann vinnur fyrir utanríkisráðuneytið og það er f lutningsskylda svo við vissum að líklegast kæmi þessi staða upp á næstu árum – okkur bara grunaði ekki að það gerðist svo fljótt.“ Eftir vetur í sundur fannst þeim þó nóg komið. „Við áttuðum okkur f ljótt á að fjarbúð væri ekki það sem við vildum. Við kynntumst svo seint á ævinni,“ segir Nanna Kristín og bendir á að þegar búið sé að finna sálufélagann vilji maður vera nærri honum. „Ég f lutti því út í sumar, Abba- babb! var þá komin á þann stað í eftirvinnslu að það var mögulegt og ef Covid kenndi okkur eitthvað, þá var það að vinna á milli landa.“ Notar tækifærið til að hægja á Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í höfuðborg Belgíu þar sem Nanna Kristín hefur komið sér upp heima- skrifstofu og nýtir daginn til skrifta á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir sækja skóla og vinnu. „Gautur fer snemma á morgnana og kemur seint á kvöldin, sam- göngur taka lengri tíma og tempóið hér er hægara en heima. Ég vakna á morgnana, keyri krakkana í skól- ann og hef búið til mína rútínu. Ég vil nota þetta tækifæri til að hægja á enda nær asinn heima á Íslandi oft tökum á mér. Ég geri jóga og hugleiðslu,“ segir Nanna Kristín og bendir á að hið síðarnefnda sé henni að takast í fyrsta sinn á ævinni. „Svo skrifa ég fyrir hádegi, þá er sköp- unarkrafturinn til staðar.“ Þó Nanna Kristín veigri sér í fyrstu við að tala um það þá er hún að skrifa bók. „Það er meira fyrir mig sjálfa. Það er enginn að bíða eftir þessari bók og ekkert deadline, sem mér finnst gott. Það er magnað að vera að gera eitthvað skapandi, bara fyrir sjálfan sig. Yfirleitt er maður með deadline Mynd um kjark og hugrekki Nanna Kristín er komin heim til að vera viðstödd frumsýningu sinnar fyrstu kvikmyndar í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Við átt- uðum okkur fljótt á að fjarbúð væri ekki það sem við vild- um. Við kynntumst svo seint á ævinni. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is og á að skila einhverju af sér og ein- hver er að fara að lesa það og hafa skoðun á því. Það að vera einn og leyfa þessu bara að flæða er svo gott frelsi. Svo kemur í ljós hvað verður,“ segir Nanna Kristín sem jafnframt vinnur að tveimur öðrum verk- efnum. Nanna Kristín útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1999 og hafði getið sér gott orð sem leikkona á sviði og í kvikmyndum þegar hún ákvað að söðla um árið 2012, f lutti til Kanada og lærði handritagerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp. „Ég sérhæfði mig í sjónvarpi en á þeim tíma var ekki mikið úrval af íslenskum sjónvarpsþáttum, alla vega ekki eins og núna, íslenskar seríur eru að slá í gegn úti um allan heim og íslensk kvikmyndagerð vekur alltaf meiri og meiri jákvæða athygli. Ég gerði svo þrjár stutt- myndir og sú þriðja, Ungar, gekk mjög vel og fékk fjölda verðlauna.“ Langaði að sýna hið kvenlega Sjónvarpsþættirnir Pabbahelgar vöktu mikla athygli árið 2019 en Nanna var bæði handritshöfundur þeirra og lék aðalhlutverkið. „Fyrst ætlaði ég að gera gaman- þætti en þá á maður að hafa þrjá brandara á hverri blaðsíðu og ég var ekki góð í því. Ég henti því öllu og skrifaði frekar það sem ég vildi sjálf sjá, persónulegra efni, út frá vin- konum mínum og konum almennt.“ Nanna segir viðbrögðin hafa verið góð og það hafi komið henni á óvart þegar eldri konur komu til hennar og þökkuðu henni sérstak- lega fyrir þættina. „Þær sögðust margar hverjar ánægðar að sjá í sjónvarpsþætti alls konar hluti sem konur eru að díla við, eins og varðandi barnauppeldi og sambönd. Mér fannst gaman að sýna þessa kvenlegu hlið, enda fannst mér oft að ef ætti að heyrast í mér þyrfti ég að sýna hið karllæga í mér, en mig langaði að nota hið kvenlega, móðureðlið sem er líka svo gott í stjórnunarstöðum. Eins og þegar Katrín Jakobsdóttir beygði af í pontu á Alþingi, svo þegar hún svo var spurð út í uppákomuna í Kast- ljósþætti kvöldsins þá afsakaði hún það ekki neitt. Mér fannst það svo sterkt. Auðvitað erum við öll til- finningaverur hvort sem við erum forsætisráðherrar eða bókasafns- verðir.“ Hversu oft fæ ég svona tilboð? En að verkinu sem verður frumsýnt í komandi viku: Dans- og söngva- myndinni Abbababb! Áður hefur plata Dr. Gunna lifnað við á leik- sviðinu en nú birtist tónlistin, sem sló upphaflega í gegn fyrir 25 árum, á hvíta tjaldinu, í nýjum útsetn- ingum og með nokkrum viðbótum. „Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson komu að máli við mig árið 2018 og spurðu hvort ég hefði áhuga á að leikstýra bíómynd. Ég viðurkenni að ég var smá hrokafull og hugs- aði með mér að ég ætlaði sko ekki að hafa mína fyrstu mynd barna- mynd,“ segir Nanna og hlær. „Þá var ég búin að skrifa handrit upp úr bók Steinars Braga, Konur, það er mikil ádeila á feðraveldið og hlutgeringu á konum, og ég ætlaði að láta mína rödd skína þar. En svo bara breytast hlutirnir og ég hugsa að ég geri aldr- ei þá mynd. Ég hugsaði með mér: „Hversu oft fæ ég svona tilboð?“ og ákvað að hitta þá og lesa handritið.“ Nanna varð það hrifin af handrit- inu að hún ákvað að taka verkefnið að sér með því skilyrði að hún fengi að setja sína rödd í söguna. „Ég breytti einu og öðru, til að mynda því að aðalhlutverkið er nú stelpa og bætti við karakterum, aðallega kvenkyns. Ég vildi gera það sem ég hefði sjálf viljað sjá þegar ég var barn og unglingur og bæta við því sem fullorðna ég myndi vilja segja. Myndin fjallar um að finna kjarkinn sinn og hugrekkið til að finna hver maður er. Eða eins og einn karakterinn segir: „Það er ekki nóg að vita hver þú vilt ekki vera, heldur verðurðu að vita hver þú vilt vera.“ Eins og fyrr segir er um dans- og söngvamynd að ræða og er það Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem útsetur tónlistina og semur nokkur ný lög sem Nanna Kristín svo skrif- aði söngtexta við. „Það er í fyrsta sinn sem ég geri það,“ segir Nanna Kristín og bætir við að þar hafi hún sótt í eigin hugarheim og þá sjálfsskoðun sem hún hefur farið í gegnum. „Eitt lagið nefnist Hæ, Ótti og annað Svart- hvíta meðalmennskukrútt og fjallar um það að hanga í meðalmennsk- unni frekar en taka skrefið.“ Covid-tökur áskorun Tökur á myndinni fóru fram á meðan samkomutak markanir voru ýmist losaðar eða hertar hér á landi og segir Nanna Kristín það hafa verið sérstaka upplifun enda hafi tímabilið orðið mun lengra en vanalega og virkilega hafi reynt á skipulagshæfnina. „Svo var ég að leikstýra með grímu og gleraugu og svo jafnvel heyrnartól og húfu. Fyrir leikara og þá sérlega börn skiptir miklu að sjá framan í leikstjóra, eitt bros getur sagt mikið, svo þetta var mikil áskorun.“ Nanna Kristín naut aðstoðar Hrefnu Hallgrímsdóttur við undir- búning ungu leikaranna en segir þó ekkert erfiðara að leikstýra börnum en fullorðnum. „Þau eru lítið að velta hlutunum fyrir sér. Þau treysta manni og því sem maður segir.“ Yfir 200 börn komu að myndinni en meðal annarra var um að ræða körfubolta- og fimleikahópa, dans- skóla og blásturshljómsveit. „En það eru 85 leikarar sem eru með nöfn svo það fór mikil vinna í að búa til karaktera og búninga þeirra og útlit. Þessi börn eru frábær – ég hefði ekki trúað því hvað þau geta.“ Nanna minnist á að yfirmenn allra deilda í framleiðslunni hafi verið konur, fyrir utan tónlistar- stjórann, Þorvald Bjarna, sem vann að mestu að norðan þar sem hann býr. „Ég tók sérstaklega fram við teymið að handritið væri ekki biblía. Allir máttu hafa skoðun á því. Það hjálpar svo mikið að fá annarra manna sýn.“ Kvikmyndin Abababb! fer í almennar sýningar þann 16. sept- ember næstkomandi og segir Nanna hana líklega vera fyrir áhorfendur sex ára og upp úr. „En þetta er dans- og söngva- mynd þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað sér til skemmt- unar.“ n 28 Helgin 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.