Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 25
Svava lýsir því hvernig hún hafi
líklega skollið á borðið enda var
hún með áverka í andliti en þegar
hún man eftir sér sat hún í keng, gat
sig hvergi hreyft og átti mjög erfitt
með andardrátt.
„Það voru Íslendingar á veitinga-
staðnum sem heyrðu í okkur og
komu strax yfir, fengu einhvern
fítonskraft og drösluðu þessu tré í
burtu.“
Kvalirnar voru sturlaðar
Svava man eftir að hafa heyrt í síren-
unum nálgast og Írisi vinkonu sína
kalla að einhver yrði að hugsa um
Sif sem væri orðin grá í framan enda
fékk hún líka tréð yfir sig og síðar
kom í ljós að hún hafði líka hrygg-
brotnað og hlotið áverka á öxl.
„Ég man þessar setningar en geri
mér enga grein fyrir tímanum sem
fyrir mér var heil eilífð. Ég bað Sillu
að fara ekki frá mér og lét hana lofa
að koma með mér í sjúkrabílinn.“
Lungu Svövu höfðu fallið saman
og níu rif bein brotnað vinstra
megin auk þess að varanlegur skaði
hafði orðið á mænu.
„Kvalirnar voru sturlaðar og ég
átti mjög erfitt með andardrátt
þegar ég var sett á sjúkrabörurnar.
Silla sagði mér svo eftir á að ekki
hefði átt að leyfa henni að fara með
mér vegna Covid-ráðstafana. En
eitthvað hef ég tekið tryllingskastið
því þeir komu svo og náðu í hana. Ég
man ekkert eftir þessu.“
Silla fór með Svövu í sjúkrabílinn
og Sif ein í annan sjúkrabíl á meðan
Guðbjörg og Íris tóku leigubíl í snar-
hasti sem leið lá á sjúkrahúsið.
„Svo man ég bara eftir að við
vorum þarna allar og þær fengu
fyrir náð og miskunn að kveðja
okkur áður en til stóð að gera aðgerð
á okkur sem var svo ekki gerð fyrr
en daginn eftir. Ég gerði mér þó ekki
grein fyrir alvarleikanum á þessum
tímapunkti. Ég var látin skrifa undir
að ég væri með allar tryggingar,
öðruvísi færi ég ekki í aðgerð.“
Hálftíma heimsóknartími
Stelpurnar létu aðstandendur vita
af slysinu en Svava, Sif og Guðbjörg
voru símalausar enda hafði símum
þeirra verið rænt á slysstað á meðan
á öllum ósköpunum stóð.
„Bjössi, maðurinn minn, fór strax
að leita leiða til að komast út til
mín sem var ekki auðvelt á þessum
Covid-tímum. Hann komst ekki út
fyrr en á þriðjudeginum og heim-
sóknartími sjúkrahússins var í 30
mínútur, frá klukkan hálf tólf til
tólf. Stelpurnar voru þó búnar að
biðja um að þeir fengju undanþágu
til að koma beint af f lugvellinum
seinnipartinn. Það var dásamlegt að
fá hann,“ segir Svava. „Þetta var bara
ógeðslega erfitt. Við vissum ekkert
hversu lengi okkur yrði haldið úti
og á tímabili voru foreldrar mínir
að spá í hvort þau ættu að koma líka
út. Við áttuðum okkur svo á því að á
meðan við værum á gjörgæslu væri
aðeins leyfilegt að heimsækja okkur
í hálftíma á dag. En ef við yrðum
færðar á almenna deild væru engar
heimsóknir leyfðar sem hljómar
mjög öfugt miðað við allt.
Svava segist aldrei fyrr hafa
legið á sjúkrahúsi og því ekki endi-
lega vitað hvernig slík dvöl ætti að
ganga fyrir sig. „Ég vissi því ekki
að það væri æskilegt að setja mig í
stuðningssokka upp á bjúgsöfnun
og hreyfa fætur en ekkert slíkt var
gert þessa átta daga sem ég lá á
bakinu og fékk aðeins að rísa örlítið
upp þegar ég var mötuð og drakk
kaffi með röri.“
Tungumálaörðugleikar hafi gert
henni erfitt fyrir en túlkur kom
aðeins hálftíma á dag, eins hafi
ekkert verið við að vera á gjör-
gæslunni þar sem hún hafi aðeins
getað starað á veggina og hlustað
á pípið í tækjunum í átta daga. „Ég
fékk þó síma þegar Bjössi kom til
að stytta mér stundir og gat verið
í sambandi við fólkið mitt, það
var ómetanlegt. Sif var færð við
hlið mér eftir aðgerðirnar og við
móktum bara þarna í einhverju
lyfjamóki og langaði að fara heim.
Við lifðum fyrir þennan hálftíma
á dag sem við fengum með mönn-
unum okkar.“
Sjúkraflugið heim til Íslands
Slysið varð þann 12. september
2021 og átta dögum síðar, eða þann
20. september, voru vinkonurnar
f luttar til Íslands með sjúkraflugi,
hvor á sinn spítalann.
„Pínulítil vélin kom frá Þýska-
landi með tveimur læknum og ég
man að ég hugsaði hvernig í veröld-
inni þeir myndu koma okkur þarna
inn á börum. Flugið var eins gott og
það gat orðið og ég fékk verkjastill-
andi lyf um leið og vart varð við
ókyrrð,“ segir Svava en lýsir skíta-
veðri þegar lent var á Íslandi. „Ég
skalf eins og hrísla, bæði af kulda
og spennufalli yfir að vera komin
heim.“
Svava var færð á Landspítala í
Fossvogi og enn og aftur settu
Covid-reglur strik í reikninginn því
við tók fimm daga einangrun.
„Fjölskyldan fékk reyndar undan-
þágu til að koma daginn eftir að ég
kom, en íklædd hlífðarklæðnaði.“
Sambýlismaður Svövu var enn úti
á Tenerife og komst ekki heim fyrr
en tveimur dögum síðar en foreldrar
hennar og synir höfðu þá heimsótt
hana.
„Það var best í heimi að fá þau en
líka ógeðslega erfitt. Það var einn-
ig erfitt fyrir þau að sjá mig svona
slasaða,“ segir Svava og f lettir upp
mynd af sér frá spítalanum þar sem
áverkar í andliti eru áberandi.
Öryggi að koma á Landspítalann
Hún segir mikinn feginleika hafa
fylgt því að komast á spítala hér á
landi, þar sem hún skildi starfsfólk
þó að skýringar lækna á stöðunni
hafi stundið vafist fyrir henni, jafn-
vel á móðurmálinu.
„Mér fannst ég örugg. Það þurfti
að vinda ofan af ýmsu og eftir að
hafa legið í átta daga án þess að
fætur mínir væru hreyfðir var mér
tilkynnt að þau ætluðu að láta mig
í stuðningssokka, hreyfa fætur og
hjálpa mér að setjast upp. Það var
mjög skrítin tilfinning og mér leið
eins og ég væri í lausu lofti, var völt
og svimaði.“
Svava fékk tveggja kílóa lóð
sem nota átti í styrktaræfingar og
eftir að vera vakin klukkan sex á
morgnana fyrir blóðprufur og aðrar
mælingar nýtti hún tímann fram að
morgunmat klukkan níu alla daga í
að lyfta lóðum.
Á spítalanum á Tenerife var Svövu
sagt að það gæti tekið átta til tólf
vikur fyrir taugasjokkið að jafna
sig og lítið væri hægt að segja til um
framvinduna fyrr. „Ég fékk svipaðar
skýringar hér heima. Vitað var að
mænan væri illa sködduð og brot í
hryggjarlið en í aðgerðinni úti var
ég spengd á hrygg. Það var alltaf
talað um átta til tólf vikur en ég var
þó farin að átta mig á því að þetta
væri líklega verra en þeir þyrðu að
segja við mig. Þeir voru eflaust að
passa að taka ekki frá mér vonina.
Ég hugsaði því með mér: Ég ætla að
undirbúa mig fyrir hið versta og
vona það besta.“
Þú ert ekki fædd í gær
Þann 8. október var Svava f lutt í
endurhæfingu á Grensás þar sem
hún var næstu fjóra mánuði og svo
í kjölfarið á dagdeild í aðra fjóra
mánuði.
„Það var eiginlega ekki fyrr en
eftir nokkrar vikur í endurhæfingu
á Grensás að Páll E. Ingvarsson
læknir sagði við mig: „Þú ert ekki
fædd í gær og ert líklega búin að
átta þig á stöðunni.“ Hann sagði
jafnframt að ef eitthvað gengi til
baka væri það plús en við myndum
vinna út frá alskaða.
Í lok október komu til mín tveir
fulltrúar SEM samtakanna, Sam-
taka endurhæfðra mænuskaddaðra,
þau Arnar Helgi Lárusson, formaður
samtakanna, og Aðalbjörg Guð-
geirsdóttir. Það var rosalega gott að
hitta þau enda svakalega jákvæð
og peppandi. Hann Arnar Helgi
er auðvitað ótrúlegur og sagði við
mig: „Þú skalt bara aldrei gleyma
því að þú getur gert allt! Þú getur
kannski ekki labbað – en það þarf
ekkert að stoppa þig!“ Ég hugsaði
með mér: Þetta er bara svolítið
rétt hjá honum,“ segir Svava sem
viðurkennir að hafa sveiflast upp og
niður tilfinningaskalann og í raun
farið í gegnum ákveðið sorgarferli.
Syrgði að geta ekki gengið á fjöll
„Ef ég skoðaði myndir úr fjallgöng-
um syrgði ég það að geta til dæmis
aldrei skottast upp á fjöll aftur. Ég
hef alltaf verið virk og er ekkert
alltaf að bíða eftir að einhver nenni
að koma með mér. Ég fer þá bara ein.
Ég er svolítið með strax-veikina, ef
mig langaði að fara út að leika fór
ég bara út að leika en nú er ég allt í
einu ekki með þau tæki og tól sem
þarf til þess.
Ég ætla að finna mér eitthvað
annað að gera. Ég er til að mynda
búin að fara tvisvar með Arnari að
hjóla á þar til gerðum hjólum og það
var algjörlega geggjað,“ segir Svava
og bætir við að mikil frelsistilfinn-
ing hafi gagntekið hana. „Ég fór
með honum og Örnu Sigríði í fyrra
skiptið og ég hugsaði með mér því-
líkar fyrirmyndir og frábær félags-
skapur þau væru!“ Þess má geta að
téð Arna Sigríður og Arnar Helgi eru
bæði öflugt handahjólreiðafólk eftir
mænuskaða.
„Það eru margir í verri stöðu en
ég. Það var einhver sem vakti yfir
mér og vil ég trúa því að það hafi
verið amma mín og alnafna og
geri enn. Ég var ekki feig. Ég er með
hausinn og hann er alveg enn þá í
lagi og ég er með hendurnar mínar.
Skaðinn minn er frá mitti og niður
úr. Þetta hefði alveg getað verið
verra. Ég hefði alveg getað komið
heim í duftkeri – þessi lína er svo
ofboðslega fín.
Fékk annað tækifæri
Við verðum að þakka fyrir það sem
við höfum. Ég fékk annað tækifæri
– ég virkilega horfi á það þannig.
Það var ómetanlegt að fá skilaboð
frá fjölskyldu, vinum og ótrúlegasta
fólki sem ég hafði ekki heyrt frá í
mörg ár og það stytti mér sannar-
lega stundirnar á spítalanum. Bara
það að fólk væri að hugsa til mín,
það hjálpaði ótrúlega mikið. Þegar
ég svo mátti loks fara að hitta fólk
sagði það oft: „Ég veit ekki hvað ég á
að segja.“ Og ég svaraði: „Gefðu mér
bara knús.““
Svava segir einangrunina vegna
Covid ekki hafa reynt minna á. „Ég
er mikil félagsvera og finnst gott að
vera í kringum fólkið mitt. Ég vil
geta knúsað það og hafa einhvern
hjá mér.“
Svava lætur vel af langri endur-
hæfingunni og dvölinni á Grensás-
deild. „Starfsfólk Grensás er englar
í mannsmynd og það var svo vel
hugsað um mig að mér fannst svo-
lítið erfitt að útskrifast endanlega
og fara úr þeim þægindaramma sem
var þar,“ segir hún og hlær.
Pálmatrés toppurinn sem féll fyrirvaralaust á borð vinkvennanna. Hægri myndin sýnir hversu
hátt hann trónaði, heila sex metra.
Vinkvenna hópurinn daginn fyrir slysið. Íris Huld, Sif, Svava, Silla og Guðbjörg. MYND/AÐSEND
Ég heyrði
bara stelp-
urnar
öskra upp
yfir sig:
„Guð minn
góður,
Svava!“ og
Silla kom
að mér,
hélt í
höndina á
mér þegar
ég sagði
við hana:
„Ég finn
ekki fyrir
fótunum.“
Við vorum nýbúnar að
leggja frá okkur
símana eftir að hafa
skoðað matseðlana
þar, þegar ég skyndi-
lega gat ekki andað.
Helgin 25LAUGARDAGUR 10. september 2022 FRÉTTABLAÐIÐ