Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 82
njall@frettabladid.is Lucid rafbílaframleiðandinn hefur tilkynnt um nýja útgáfu Lucid Air sem verður með þremur rafmót- orum. Það er greinilegt að bílnum er ætlað að keppa við Tesla Model S Plaid enda verður hann hvorki meira né minna en 1.200 hestöfl. Það þýðir að um öflugasta fólksbíl í heiminum er hér að ræða. Lucid hafði frumsýnt þriggja mót- ora útfærslu áður árið 2020 en engar afltölur lágu þá fyrir. Að aftan verða tveir rafmótorar, einn á hvort hjól, og eru þeir 500 kW. Mótorarnir eru sjálfstæðir þannig að á meðan annar er að skila fullu afli getur hinn verið að draga úr hraða sem getur haft áhrif á hvernig bíllinn tekur beygj- ur. Að framan er sami rafmótor og í Lucid Air Dream sem skilar 670 hestöflum. Sapphire með sín 1.200 hestöfl mun því geta farið í 100 km á undir tveimur sekúndum og í 160 km á undir fjórum sekúndum. Búast má við kvartmílutíma undir 9 sek- úndum og hámarkshraða vel yfir 320 km á klst. Til að ráða við aflið og þau 2.400 kíló sem bíllinn vegur verður Sapphire með 16,5 tommu keramik bremsudiskum og tíu stimpla bremsudælum að framan. Engar tölur um drægi hafa verið birtar en bíllinn verður frumsýndur á næsta ári. Áætlað er að verð bílsins verði í kringum 35 milljónir króna í Banda- ríkjunum. n Air Sapphire verður tólf hundruð hestöfl Lucid Air Sapphire verður öflugast fólksbíllinn á markaði þegar hann fer í sölu á næsta ári. MYNDIR/ANTUAN GOODWIN Hvor bremsudæla að framan verður með tíu stimplum utan um 16,5 tommu keramikdiska. njall@frettabladid.is Jeep notaði vikuna til að kynna þrjá nýja bíla og stefnir líka á að kynna fjóra nýja raf bíla á komandi árum. Einn þeirra er Wagoneer S sem verður f laggskip merkisins í raf bílum. Mun hann hafa um 650 km drægi og keppa við bíla eins og BMW iX, Mercedes EQS SUV og Audi e-tron. Miðað við myndir sem sýndar voru af bílnum á hann fátt sam- eiginlegt með núverandi Jeep Wagoneer. Að vísu er sjö arma grillið á sínum stað en nú er hægt að kveikja á því. Fyrir ofan það er ljósarönd og þar fyrir ofan Wago- neer merkingin. Afturendinn er nokkuð kúptur en það er falið með stórri vindskeið sem hönnuð er til að draga úr titringi á loftinu fyrir aftan bílinn. Undirvagninn verður nýi STLA undirvagninn frá Stellantis en hann ræður við yfir 100 kWst raf- hlöðu. Hann getur verið með tvo rafmótora allt að 592 hestöf l og hröðun upp á aðeins 3,5 sekúndur í hundraðið. Bíllinn verður frumsýndur á næsta ári en framleiðsla fyrir bæði Ameríku- og Evrópumarkað hefst ári seinna. n Jeep Wagoneer S verður rafdrifinn lúxusjeppi Nissan frumsýndi í vikunni næstu kynslóð hins sjö sæta X-Trail. Hann verður í boði með e-Power tvinntækninni sem samanstendur af 1,5 lítra bensínvél með forþjöppu sem sér um að halda 2,1 kWst rafhlöðu fullhlaðinni. Vélin sér aldrei um að drífa hjólin en þess í stað sér 201 hestafla mótor um að knýja fram- hjólin áfram. njall@frettabladid.is Hægt verður að fá bílinn með drif á einum öxli eða báðum en X-Trail kemur á sama CMF-C undirvagni og Qashqai. Að sögn Nissan er upp- takið meira í ætt við raf bíl og er hann um átta sekúndur í hundraðið með framdrifinu. Miðað við bland- aðan akstur eyðir bíllinn aðeins um 4,8 lítrum á hundraðið og CO2 er um 132 g/km. Með mótor á báðum öxlum verður hann 210 hestöfl og fer á sjö sekúndum í hundraðið, en sú útgáfa kallast e-4ORCE. Að sögn Nissan er e-4ORCE 10.000 sinnum sneggra að bregðast við en hefð- bundið fjórhjóladrif sem þýðir betri aksturseiginleika. Einnig verður hægt að fá X-Trail með sömu 1,5 lítra bensínvélinni með mildri tvinntækni, en þann- ig er hún 161 hestafl og með CVT sjálfskiptingu. Sú útgáfa verður 9,6 sekúndur í hundraðið. Hægt verður að panta bílinn seinna í þessum mánuði en fyrstu eintökin verða afhent í október í Evrópu. n Nissan sýnir nýjan X-Trail Engar myndir af innanrými bílsins voru sýndar að þessu sinni en Wagoneer S gæti jafnvel verið átta manna miðað við stærð botnplötunnar. Að innan verður 12,3 tommu skjár í mæla- borði og einnig í miðjustokk, ásamt 10,8 tommu fram- rúðuskjá. Nissan X-Trail sækir mikið í útlit nýs Qashqai með grönnum aðalljósum og V-laga grillinu en hann kemur líka með e-Power tvinntækninni. njall@frettabladid.is Model Y fékk hæstu heildareinkunn af öllum ökutækjum sem voru prófuð að þessu sinni hjá Euro NCAP. Model Y náði 98% árangri í öryggisaðstoð sem metur virkt öryggi ökutækja, þar á meðal getu til að forðast slys, draga úr meiðslum og koma í veg fyrir að ökumenn aki út af. Prófið var framkvæmt með Model Y sem búin er Tesla Vision-tækninni. Model Y náði einnig 97% árangri í f lokki verndar á fullorðnum farþegum sem var það hæsta af öllum prófuðum ökutækjum. n Fimm stjörnur hjá Tesla Model Y 42 Bílar 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐBÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 10. september 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.