Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 12
Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem styrki stoðir mannlífs á Íslandi. Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2022. Verðlaunin eru þrjár milljónir króna. Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá vísindamannsins skal fylgja tilnefningu ásamt rökstuðningi þess sem tilnefnir. Hvatningarverðlaunin verða afhent á Rannsóknaþingi í haust. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 7. október 2022. Tilnefningum ásamt rökstuðningi og ítarlegum upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað með tölvupósti til Rannís á netfangið rannis@rannis.is Nánar á www.rannis.is Tilnefningar óskast! Í flugstöð NATO í Keflavík eru reglulega flugsveitir á vegum NATO við loftrýmisgæslu og sinna Danir því nú. Þaðan eru einnig gerðar út af bandaríska sjóhernum tvær kafbátaeftir- litsvélar. Fjölmiðlar fengu í gær að heimsækja stöðina og kynna sér aðstæður. thp@frettabladid.is VARNARMÁL Innan skamms fer danski f lugherinn af landi brott en hann hefur verið hér við loft- rýmisgæslu á vegum NATO síðan í um miðjan ágúst og nýtur við það aðstoðar Landhelgisgæslunnar. Alls eru um 60 manns hér á vegum Dana. Fjölmiðlum var boðið að skoða aðstæður, ræða við forsvarsmenn flughersins og fulltrúa sjóhersins, sem verið hefur við kaf bátaeftirlit með hafinu kringum landið í tæpa sex mánuði. Hann fer af landi brott innan skamms en sjóherinn hefur ekki fasta viðveru hér allt árið. Líkt og gefur að skilja er mikil leynd yfir störfum NATO hér á landi og ekki oft sem fjölmiðlum gefst tækifæri til að skoða f lugstöðina og aðbúnað hersveita. Stjórnstöð loftrýmisgæslunnar hefur verið endurnýjuð mikið undanfarin ár og er sögð með þeim fullkomnari. Þar vinna á annan tug manna á vegum gæslunnar. Þrátt fyrir að innrás Rússa í Úkraínu breytti landslaginu í varn- armálum Evrópu og NATO-ríkja vildu þeir sem rætt var við vegna loftrýmisgæslunnar ekkert segja um áhrif þess á hana eða varnir bandalagsins hér. Ekki fengust svör við þeirri spurningu blaðamanns hve langan tíma það tæki að senda F-16 vélar danska f lughersins af stað ef raunveruleg hætta steðjaði að. Sú vél sem fjölmiðlar fengu að skoða var fullhlaðin vopnum og virtist reiðubúin til f lugtaks innan skamms ef kallið kæmi. Bandaríski sjóherinn er hér með tvær kafbátaeftirlitsvélar af Boeing P-8 Poseidon gerð, sem byggja á Boeing 737-farþegavélum og eru með níu manna áhöfn. Kevin M. Harrington, yfirmaður f lugsveita bandaríska sjóhersins í NATO-flug- stöðinni í Keflavík, segir mikilvægi Íslands fyrir eftirlit með sjó og landi sífellt að aukast. Ólíkt loftrýmisgæslunni er kaf- bátaeftirlitið ekki á vegum NATO heldur er það í samræmi við skuld- bindingar Íslands sem aðildarríki að bandalaginu og varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951, þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna frá 2016. Fjöldi þeirra sem eru hér á vegum sjóhersins er um hundrað en voru fyrr í sumar um 200. Hann segir samstarfið við Landhelgisgæsluna með besta móti. Gæslan sýni mik- inn sveigjanleika þegar hingað eru sendir stórir hópar frá sjóhernum, oft með stuttum fyrirvara. Utanrík- isráðuneytið fer með varnarmál en Gæslan framkvæmir varnartengd verkefni samkvæmt samningi við ráðuneytið. Kafbátaeftirlit er stöðugt vígbún- aðarkapphlaup, kaf bátarnir verða sífellt hljóðlátari og eftirlitstæknin sífellt betri. Poseidon-vélarnar voru teknar í notkun árið 2013 og leystu af hólmi Lockheed P-3 Orion-vélar sem sjóherinn hóf notkun á árið 1961. „Poseidon-vélin er hönnuð til hernaðar gegn skipum, söfnunar upplýsinga, njósna og eftirlits en einkum og sér í lagi til hernaðar gegn kaf bátum. Við leitum að kaf- bátum á stóru hafsvæði og ef þörf krefur getum við ráðist gegn þeim,“ segir Harrington. Það er ekki óal- gengt að hvalir finnist við leit að kaf bátum, svo þróuð er eftirlits- tæknin. „Við leit notumst við einkum við baujur búnar hljóðsjá sem varpað er í hafið og geta fundið kafbáta. Einn- ig er ratsjárbúnaður um borð ef ske kynni að kafbáturinn komi að yfir- borðinu ásamt öðrum skynjurum.“ Í byrjun mánaðar var greint frá því í fjölmiðlum að rússneskur kafbátur fannst í Miðjarðarhafi, sennilega þangað kominn eftir siglingu í gegnum Norður-Atlantshaf. Er þær fréttir bárust mun það hafa komið kafbátaeftirlitinu lítið á óvart. Vélarnar eru ekki einvörðungu til eftirlits, þær geta einnig borið vopn, til að mynda Harpoon-flugskeyti gegn skipum og tundurskeyti gegn kaf bátum. Oftast f ljúga vélarnar einar síns liðs en fá fylgd orrustu- þota ef þörf þykir enda ekki gerðar til átaka í lofti. „Við getum f logið ansi langt. Hefðbundið verkefni er átta til tíu tímar og sem betur fer er ísskápur og ofn um borð ásamt öðrum þægind- um. Við getum tekið bensín á lofti sem gerir okkur kleift að fljúga enn lengra en þær tólf þúsund sjómílur sem vélin getur flogið,“ segir hann. „Ég hef verið staðsettur úti um allan heim. Ísland er klárlega með þeim betri. Ég er búinn að vera hérna í sumar svo þú getur spurt aftur ef ég kem að vetrarlagi.“ n Mikilvægi Íslands í varnarmálum eykst sífellt Poseidon-kafbátaeftirlitsvél bandaríska sjóhersins er búin nýjustu tækni til kafbátaleitar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kevin M. Harrington, yfirmaður bandaríska sjóhersins í Keflavík, segir sam- starfið við Landhelgisgæsluna með besta móti og ber Íslandi vel söguna. benediktboas@frettabladid.is DÝRAVERND Umhverfis- og land- búnaðarnefnd Borgarbyggðar segir ferlið hjá MAST of þungt í vöfum. Á fundi nefndarinnar fóru fulltrúar MAST yfir verkferla sína í dýravel- ferðarmálum. Nefndin segist fagna úttekt Ríkisendurskoðunar á MAST. „Málleysingjar eiga að geta treyst á að farið sé eftir ábendingum og reglum fylgt við eftirlit og rannsókn mála. Mál er varða velferð þeirra þurfa að vera unnin hratt og vel,“ sagði í bókun byggðarráðs Borgar- byggðar í síðustu viku. Hávær gagnrýni hefur verið í Borgarbyggð eftir að myndir birtust af hrossum nánast lömuðum af van- næringu og illri meðferð. „Það er gríðarlegt hagsmuna- mál fyrir bændur að ímynd land- búnaðarins og sveitarfélagsins litist ekki af einstökum málum sem rata í fjölmiðla,“ sagði einnig í bókun byggðarráðsins. n Málleysingjar geti treyst á MAST Ríkisendurskoðun ætlar að skoða starfsemi MAST. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 12 Fréttir 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.