Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 72
sitt. Þá sagðist hún hafa verið þvinguð inn á geðdeild árið 2019, og sér hefðu verið gefin öflug geð- lyf. Þá hefði hún einnig verið sett nauðug á getnaðarvörn. Henni væri bannað að hitta fólk, gifta sig, eignast börn og hún neydd í þrotlausa vinnu. Hún sagði einn- ig frá því á samfélagsmiðlum að hún hefði hvorki verið með lyf né áfengi í líkamanum þegar föður hennar var fengið for- ræðið, allt hafi málið frá upp- hafi til enda snúist um grófa misnotkun á valdi. Þann 5. júlí sagði Larry Rudolf upp sem umboðsmaður Britney, en hann hafði þá gegnt starfinu síðan á tíunda áratugnum. Hann sagði ástæðuna meðal annars felast í því að hann hefði ekki átt samskipti við söngkonuna í tvö og hálft ár, og að hún hefði tilkynnt um ótímabundið hlé frá vinnu. Nokkrum dögum síðar, þann 14. júlí, fékk Britney í gegn beiðni um að velja eigin lögmann í fyrsta sinn. Hún grátbað dómstóla að víkja föður sínum frá sem lögráðamanni, og sömuleiðis ákæra hann fyrir að misnota aðstöðu sína. Þann 26. júlí fór nýr lögmaður Britney fram á beiðnina með form- legum hætti og fór fram á að faðir hennar yrði settur af sem lögráða- maður söngkonunnar. Hálfum mánuði síðar, þann 12. ágúst, lýsti Jamie Spears yfir vilja til að stíga til hliðar. Hann hafði fram að þessu farið með fjárráð dóttur- innar. Hann lagði fram formlega beiðni um að afsala sér forræðinu þann 7. september. Fimm dögum síðar, þann 12. september, kynntu Britney Spears og kærasti hennar til fjögurra ára, Sam Asghari, heiminum um trú- lofun sína. Þann 24. september kom út heim- ildarmyndin „Controlling Britney Spears.“ Í myndinni er því haldið fram að faðir Britney hafi fylgst með síma- og textaskilaboðum dóttur sinnar ásamt því að koma fyrir hler- unarbúnaði í svefnherbergi hennar. Þann 29. september var Jamie Spears settur af sem forráðamaður dóttur sinnar. Þann 4. október þakkaði Britney Spears #Free- Britney-hreyfingunni fyrir stuðn- inginn. Þann 2. nóvember svaraði Jamie Spears spurningum dómara um það hvernig peningum söng- konunnar var varið á meðan hann fór með forræðið. Þann 12. nóvember varð Britney Spears formlega sjálfráða á ný. Málinu lýkur þó ekki hér. Barnsfaðir með blóð á tönnunum Hin frjálsa Britney hélt áfram að vekja athygli fjölmiðla, ekki síst með stöðugum myndbirtingum á Instagram-síðu sinni þar sem hún kom nakin fram. Nektarmynd eftir nektarmynd, sem ekki er tekin í stúdíói með lýsingu og filterum, líkt og algengt er hjá fræga fólkinu. Þess heldur fóru tökurnar fram á heim- ili Britney eða á hótelherbergjum, þar sem Sam Asghari hélt líklega á myndavélinni. Tjákn var sett fyrir helgustu staðina, eins og til þess að brjóta ekki siðareglur Instagram. Þykkur augnfarði, fyrirferðar- miklar hárlengingar og augnaráðið leitandi í myndavél sem staðsett er yfir höfuðhæð. Fylgjendur hennar á samfélags- miðlum virðast skiptast í tvær fylk- ingar. Sumir virðast styðja hana og segjast skilja þörf hennar til að njóta nýfundins frelsisins með þessum hætti. Hér sé á ferðinni fertug kona sem missti af frelsi fullorðins- áranna, kona sem hefur ekki mátt stjórna eigin samfélagsmiðlum síðustu þrettán árin, og því sé hún að „hlaupa af sér hornin“. Aðrir, þó ekki eins háværir, spyrja hvort mögulega sé allt í lagi með Britney. Aðrir kalla hana athyglis- sjúka. Einhverjir spyrja, og fara ekki fínt í það, hvort hér séu veikindi að gera vart við sig. Kara Kenn- Britney hitti fyrirsætuna Sam Asghari árið 2016. Sam er fæddur árið 1994 og Britney 1981. Parið gifti sig í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Instagram-síða Britney hefur vakið mikla at- hygli en þar sést hún gjarnan fá- klædd eða nakin á heimagerðum myndböndum og ljósmyndum sem margir lýsa sem óþægi- legum og að þau veki ugg. SKJÁSKOT/ INSTAGRAM Erjurnar náðu hámarki í nýliðinni viku þegar þær færðust yfir á þau sambönd sem standa hjarta hennar næst.  edy, blaðamaður The Spectator, skrifaði grein í maí sem heitir „Is Britney Spears OK?“ og undirtitill greinarinnar er eins konar vörn: „It isn’t wrong to ask.“ Það sé í lagi að spyrja að því. Eins og blaðamaður sjái ástæðu til að verja sig fyrir fram. Í gegnum öll málaferlin og opin- bera baráttu söngkonunnar fyrir endurheimt sjálfræðis, átti hún í erjum við foreldra sína og systur sína, Jamie Lynn. Fjölskyldan tjáði sig við heimspressuna og Britney svaraði á samfélagsmiðlum. Erjurnar náðu hámarki í nýliðinni viku þegar þær færðust yfir á þau sambönd sem standa hjarta hennar næst. Þann 4. september 2022 steig barnsfaðir hennar, Kevin Federline, fram í viðtali við fréttaskýringa- þáttinn 60 mínútur, að eigin frum- kvæði, og kvaðst þurfa að segja sína hlið á málinu. Hann hélt því fram að Jamie Spears hefði bjargað lífi Britney á sínum tíma. Kevin sagði einnig að í gegnum tíðina hefði hann sett börnin í fyrsta sæti og dregið sig úr sviðsljósinu fyrir fjöl- skylduna, en hann á samtals sjö börn, þar af fimm með tveimur öðrum konum. Hann fór með hálft forræði yfir sonum þeirra tveimur til ársins 2019, þegar honum var veitt 70 prósenta forræði. Hann sagði að sú tilhögun hefði orðið til að beiðni sona Britney, sem hefði ekki liðið vel hjá móður sinni. Það eru engar ýkjur að segja að tónn- inn í viðtalinu sé svolítið yfir- lætislegur og það er ljóst að Kevin álítur Britney vera manneskju sem þurfi mikla aðstoð. Þess má geta að Kevin hefur birt opinber- lega gamalt myndband af Britney skamma börnin sín, myndband sem hann eyddi svo aftur. Britney sást þar ávíta synina ellefu og tólf ára gamla, fyrir að sýna henni ekki virðingu, og þá sást hún einnig skamma son sinn fyrir að fara skó- laus inn í ísbúð með blóðugan fót. Synirnir tóku upp myndböndin sjálfir og að sögn Kevin birti hann þau að þeirra undirlagi, í því skyni að sýna heiminum „hvernig Britney er“. Þó er leitun að einhverju vafa- sömu í myndböndunum sjálfum. Lögfræðingur Britney sagðist vera að skoða grundvöll fyrir málshöfð- un á hendur Kevin vegna birtingar- innar, og hvort um væri að ræða netníð. Þá fór Kevin fram á hækk- un framfærslu frá Britney árið 2018, en sem stendur fær Kevin 40.000 Bandaríkjadali á mánuði frá Britney til fram- færslu sonanna, það eru tæpar sex milljónir íslenskra króna. Sonur Britney og Kevin, hinn fimmtán ára gamli Jay- den, tjáði sig einnig í viðtalinu og sagðist þar meðal annars biðja fyrir móður sinni, „í von um að henni batni“. Hann tók einnig upp hanskann fyrir afa sinn, Jamie Spears. Jayden út sk ý rði ák vörðun þeir ra bræðra varðandi að mæta ekki í brúðkaup Britney og Sam Asghari í júní síðastliðnum, og sagði að aðeins þeir bræður hefðu verið boðnir en ekki stórfjölskyld- an. Jayden sagði að „að mæta þar hefði ekki getað endað farsællega.“ Hann sagði samband Britney við þá bræður vera stirt og að þeim þætti myndbirtingar móður sinnar á sam- félagsmiðlum óþægilegar. Britney brást við þessu með radd- upptöku sem hún birti á Instagram- síðu sinni en fjarlægði svo skömmu síðar, þar sem hún sagðist velta því fyrir sér hvers vegna synir hennar væru svo „fullir af hatri“ gagnvart móður sinni. Hún svaraði ummæl- um Jayden fullum hálsi og tók barnsföður sinn einnig fyrir, sagði að hann hefði ekki verið í vinnu síðustu fimmtán árin og gerði því skóna að hann og fjölskylda hans öll lifðu á hennar tekjum. Hún sakaði Kevin um að reykja gras á hverjum degi, og það hlyti sonum hennar, unglingunum, að þykja f lottur lífsstíll. Þá má einnig túlka svör hennar þannig að í ljósi þess- arar afstöðu sonarins fái bræð- urnir ekkert frá henni eftir átján ára aldurinn. Veikindi eða veruleiki poppsins Það er ljóst að það eru margar hliðar á þessu máli. Í fyrsta lagi hafa dóm- stólar í Bandaríkjunum ekki talið ástæðu til að viðhalda því forræðis- fyrirkomulagi sem hafði viðgengist síðustu þrettán árin. Gríðarleg pressa, bæði innan og utan Banda- ríkjanna, og opinber stuðningur frá heimsþekktum persónum úr skemmtanabransanum, myndaði gríðarlega sterka öldu sem lauk með úrskurði í nóvember. Niðurstöður rannsókna heimildarmyndagerðar- fólks og rannsóknarblaðamanna virtust á eina leið, að það væri rang- látt að Britney réði ekki eigin högum. Þá eru aðrar breytur sem koma til sögunnar. Ef Britney er veik eins og synir hennar og nánasta fjölskylda halda fram, hvers vegna hefur sjúk- dómurinn aldrei verið nefndur á nafn? Hvenær er óvenjuleg hegðun til marks um veikindi? Er hægt að skaða mannorð sitt án þess að vera veikur og er veikindamerki að breyta ímynd sinni opinberlega, ef maður hefur verið heimsfræg popp- stjarna síðan í barnæsku? Britney Spears er ekki aðeins með sjálfa sig í vinnu, hún er risafyrir- tæki sem fjöldi fólks hefur tekjur sínar af. Ef Britney Spears fer í verk- fall missir fjöldi fólks tekjurnar. Þetta er breyta sem er ekki hægt að líta fram hjá þegar horft er til aðstæðna söngkonunnar. At huga semd ir na r á Inst a- gram- síðu Britney hafa breyst, að minnsta kosti þessar sem fá f lest „læk“ og birtast því efst. Móðganir og illkvittnislegar athugasemdir, ásakanir um athyglissýki og fleira fá meira vægi en áður, nú þegar hún hefur fengið fullt forræði yfir eigin málum. Að deila opinberlega við unglinga getur varla talist æskilegt og er síst til þess fallið að styrkja ímynd Brit- ney. Sömuleiðis virðist hin frjálsa Britney áfram vera fangi fjölmiðla- athygli og þetta virðist barnsfaðir hennar nýta sér óspart. Það er öruggt að storminn í lífi Britney Spears lægir ekki í bráð. n 32 Helgin 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.