Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 70
kom platan Circus út, og ári seinna fylgdi Britney plötunni eftir á kynn- ingarferðalagi á heimsvísu. Framleiðni án frelsis Á þeim þrettán árum sem hafa liðið frá sjálfræðissviptingu Britney, hefur hún sent frá sér heilar þrjár plötur. Þá stóð hún fyrir „residen- síu“ í Las Vegas, fastri tónleikaröð þar sem hún tróð upp kvöld eftir kvöld. Britney tók þátt í sjónvarps- þættinum „The X-factor“ árið 2012, sem dómari. Þótti fylgjendum #FreeBritney margt benda til að hún væri fullfær um að hugsa um sjálfa sig og vel það, í ljósi fyrrgreindra vinnuafkasta. Fylgjendur #FreeBritney-hreyf- ingarinnar má finna um allan heim og samanstendur hópurinn ekki eingöngu af aðdáendum tónlistar Britney Spears. Nokkuð stór hluti hópsins er áhugafólk og jafnvel fag- fólk á sviði mannréttindamála. Á meðan á baráttunni stóð fóru með- limir hópsins yfir opinber gögn sem sneru að máli Britney, ræddu við fjölmiðla og héldu opnar málstofur á netinu. Ýmsar kenningar f lugu um net- heima um aðstæður og heilsu Brit- ney Spears. Oftar en ekki voru þær afskrifaðar sem samsæriskenningar. Árið 2019 gerðu grínistarnir Tess Barker og Barbara Gray hlaðvarps- þátt þar sem þær krufðu Instagram- aðgang Britney, aðgang sem þykir í meira lagi sérstakur. Britney var þar alltaf inni á heimili sínu og sýndi dansspor í magabol, með farðann í misgóðu ástandi og áberandi hár- lengingar. Myndböndin eru f lest keimlík að efnistökum og eiga það sameiginlegt að vekja spurningar áhorfandans. Efnið gaf kenninga- smiðum byr undir báða vængi og margir töldu hér um að ræða leyni- legt kall á hjálp, og athugasemdir hrönnuðust inn, spurningar á borð við: „Britney, er allt í lagi?“ og „Settu inn rósa-tjákn ef þú þarft hjálp.“ Boltinn fór að rúlla þegar lög- fræðingur sem vann að máli Britney árið 2008 setti sig í samband við þáttarstjórnendur með nafnlausri ábendingu. Það sem hafði verið samsæriskenning fram að þessu leit nú út fyrir að vera eitthvað annað og stærra. Ábendingin innihélt meðal ann- ars upplýsingar um að Britney hefði verið vistuð á geðdeild gegn vilja sínum auk upplýsinga um lyfja- þvinganir. Sagan af sjálfræðisbaráttunni Í ágúst 2020 kallaði lögmaður Britney Spears eftir því að Jamie Spears, faðir söngkonunnar, yrði leystur frá stöðu sinni sem lögráða- maður dóttur sinnar. Jamie svaraði spurningum fjölmiðla um málið og sagði #FreeBritney-hreyfinguna vera brandara. Í febrúar 2021 gaf framleiðand- inn Sky út heimildarmyndina „Framing Britney Spears“ sem olli miklu fjaðrafoki. Mál Britney var skyndilega á allra vörum og kast- ljósinu ekki síður beint að fólkinu í lífi Britney og helst fjölskyldu hennar. Þann 17. júní 2021 var haft eftir Britney að hún hefði ekki hugmynd um hvort hún myndi nokkurn tím- ann snúa aftur á svið. Þá f lutti hún tilfinningaþrung- inn vitnisburð fyrir dómstólum þann 23. júní, þar sem hún sagði aðstæður sínar niðurlægjandi og að hún þráði að endurheimta líf Það sem hefur verið samsæriskenning fram að þessu lítur nú út fyrir að vera eitthvað annað og stærra. Britney Spears hefur sent frá sér nýtt lag í samstarfi við bresku krókódílarokk- andi poppgoðsögnina Elton John. Þetta markar mögulega nýtt upphaf á ferli prinsessu poppsins sem hefur verið þyrnum stráður. Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur verið fastagestur í heims- pressunni síðan hún sló fyrst í gegn í september árið 1998 með laginu Hit me Baby One More Time. Eins og gengur og gerist með poppstjörnur hefur klæðaburður hennar verið milli tannanna á fólki, einnig ástarsam- bönd, vinasambönd, neyslumynst- ur, geðheilsa og holdafar. Í áranna rás hefur æ minna farið fyrir umfjöllun um tónlist Britney Spears. Þess í stað hefur stormasamt einkalíf söngkonunnar verið í fókus. Stormurinn náði hámarki sínu með #FreeBritney-hreyfingunni, skipu- lögðum alþjóðlegum fjöldamót- mælum sem hófust á samfélags- miðlum. Veikindi eða vinnuþrælkun Mótmælin sneru í upphafi að kenn- ingu þess efnis að sjálfræðissvipting Britney frá 2008 væri ólögmæt og í eðli sínu mannréttindabrot. Að fjöl- skylda söngkonunnar væri að mis- nota aðstöðu sína og nota hana sem eins konar vinnuþræl. Málið endaði með endurupptöku fyrir dómstólum og fór svo að Britney endurheimti sjálfræði sitt á ný í nóvember 2021. Elstu rætur #FreeBritney-hreyf- ingarinnar má rekja til ársins 2007. Þá var Britney heimsfræg popp- stjarna og jafnframt ung móðir tveggja sona, sem brotnaði saman undan áreiti og álagi fyrir augum heimspressunnar. Bloggarinn Cara Cunningham deildi myndbandi þar sem hún bað fólk að „láta Britney í friði“, á ensku: „Leave Britney Alone.“ Bónin varð að frasa og Cara Cunningham var dregin sundur og saman í háði. Ljóst er að tíðarandinn var annar og umræðan um geðheilsu og fjöl- miðla á ólíkt öðrum stað en í dag. Þess ber að geta að Cunningham náði að stíga ölduna ferlinum í hag og varð gríðarlega vinsæl á sam- félagsmiðlinum sáluga MySpace og líka á YouTube. Skilnaður og sjálfræðissvipting Britney var í upphafi frekar klass- ískt bandarískt ungstirni. Ímynd hennar dansaði á línunni milli jóm- frúar og dræsu og hið gljáfægða plan plöturisans gekk eins og í sögu. Max Martin-smellir og verksmiðjupopp í hæsta gæðaflokki. Britney giftist dansaranum Kevin Federline árið 2004. Ári seinna eignaðist hún eldri soninn, Sean Pres ton, og sama ár náði ferill hennar hámarki með Grammy- verðlaunum fyrir smellinn Toxic. Árið 2006 fæddist Jayden James og tveimur mánuðum eftir fæðingu barnsins sótti Britney um skilnað frá barnsföður sínum. Fjölmiðlar birtu partímyndir af Britney sem tók virkan þátt í skemmtanalíf inu og umgekkst samkvæmisljón á borð við Paris Hilton. Ljósmyndarar eltu hana á röndum. Árið 2007 fékk Britney aðstoð á meðferðarstofnun í tví- gang. Fjölmiðlar náðu myndum af henni snoða sig inni á hárgreiðslu- stofu í Los Angeles. Skömmu seinna fór hún aftur í meðferð. Um svipað leyti missti Britney forræði yfir börnunum sínum tveimur. Hennar f immta plata kom út skömmu seinna og hún flutti lagið „Gimme More“ á MTV Video Music Awards, við litla hrifningu gagnrýnenda. Árið 2008 var Britney lögð tvisvar inn á geðdeild, og svo fór að Jamie Spears faðir hennar sótti um for- ræði yfir fullorðinni dóttur sinni. Hann tók yfir fjárráð dótturinnar en hvergi var gefið upp af hvaða toga veikindi hennar væru. Í desember Nína Richter ninarichter @frettabladid.is Britney Spears skaust upp á stjörnuhimininn ung að árum. Hún hefur unnið í skemmtana­ bansanum frá tíu ára aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY  Mörgu ósvarað um frelsisbaráttu Britney Spears 30 Helgin 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.