Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 84
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
ét
t t
il l
eið
ré
tti
ng
a á
sl
íku
. A
th
. a
ð v
er
ð g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fyr
irv
ar
a.
RómÍtalía
595 1000 www.heimsferdir.is
6. október í 4 nætur
129.850
Flug & hótel frá
4 nætur
Hátún 6b, 105 Reykjavík / Sími 519 3223 / www.hudin.is
Laser andlitslyfting styrkir húðina með því að örva
nýmyndun kollagens og eykur teygjanleika með því
að bæta elastín. Við það lyftist húðin, andlitslínur
minnka og húðin verður fallegri.
Tryggðu þér tilboðið með því að bóka tíma á
www.hudin.is eða síma 519-3223
20% afsláttur
af laserlyftingu
Verið velkomin!
*gildir út september
*
Stund milli stríða nefnist nýj-
asta bók Guðna Th. Jóhannes-
sonar. Í bókinni rekur forseti
Íslands sögu landhelgis-
málsins og þorskastríðanna
af sanngirni og hlutlægni.
tsh@frettabladid.is
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannes-
son, sendi á dögunum frá sér bókina
Stund milli stríða: Saga landhelgis-
málsins, 1961–1971. Í bókinni fjallar
Guðni um sögu landhelgismálsins,
útfærslu fiskveiðilögsögunnar og
fyrsta þorskastríðið en hún byggir
að hluta á doktorsrannsókn for-
setans í sagnfræði á Englandi undir
lok síðustu aldar.
„Ég hófst handa við öflun heim-
ilda hér og þar og alls staðar, á
skjalasöfnum og ræddi við sjónar-
votta og þá sem komu við sögu, og
lagði drög að því meðfram öðru að
skrá þessa sögu. Ég skrifaði bókina
Þorskastríðin þrjú, yfirlit um land-
helgismál á síðustu öld, sem kom út
árið 2006. Svo var ég kominn á fullt
fyrir allnokkrum árum en þá tóku
örlögin í taumana og ég fór í forseta-
kjör,“ segir Guðni um aðdraganda
bókarinnar.
Hann bætir því við að á forseta-
stóli hafi hann fundið fyrir nauðsyn
þess að hafa eitthvað til að sleppa
frá amstri dagsins og hafi því haldið
skrifunum áfram.
„Svo var það auðvitað þannig
þegar að heimsfaraldurinn skall á
að það snarfækkaði ferðum, við-
burðum og fundum. Þótt það væri
enn þá nóg að gera þá fann ég
stundir til þess að ljúka við þetta
rit. Hafði satt að segja mjög gaman
af því að setja það saman og vona að
það verði viðbót við það sem þegar
hefur verið skráð og skrifað um
þessa merku sögu. Saga landhelgis-
málsins er þjóðarsaga.“
Merkur þáttur samtímasögu
Guðni hóf rannsóknir sínar á land-
helgismálinu fyrir um aldarfjórð-
ungi. Spurður hvaðan áhuginn á
þessu tímabili þjóðarsögunnar
komi kveðst forsetinn alltaf hafa
haft mikinn áhuga á sagnfræði auk
þess sem nokkrir í hans frændgarði
hafi verið í Landhelgisgæslunni á
tímum þorskastríðanna.
„Þetta er bara það merkur þáttur í
samtímasögunni að þegar ég var að
leita mér að efni til þess að takast á
við í doktorsnámi þá staldraði ég
við þessa sögu. Vildi segja hana eins
og ég tel að svona sögu eigi að segja.
Með því að leita heimilda sem víð-
ast, horfa á söguna frá ólíkum sjón-
arhornum, ekki búa til einhverja
glansmynd. Okkur Íslendingum
hefur stundum hætt til að segja
sem svo að við höfum alltaf staðið
saman öll sem eitt í gegnum þessi
átök öll en sú var alls ekki raunin.“
Ertu með bókinni að reyna að leið-
rétta einhverjar mýtur um þennan
kaf la Íslandssögunnar?
„Ég er að minnsta kosti að segja
söguna eins og ég tel að hún verði
best sögð. Ég hef notið þess að lesa
frásagnir þeirra sem voru á vett-
vangi, spjalla við þá og ber ítrustu
virðingu fyrir þeim
öllum, en ég tel hins
vegar að með því að
f jarlægjast þessa
átakasömu tíma
þá öðluðumst við
k a nnsk i a nna n
skilning á því hvers
vegna fór sem fór.
Það er alltaf þann-
ig að þeir sem
voru í eldlínunni
hverju sinni sjá
viðburði, þróun,
al la atbu rða-
rás frá sínum
sjónarhóli, eða
jafnvel stjórn-
palli. Svo koma
aðrir síðar og
fá annað sjónar-
horn. Ég held því aldrei fram að ég
sé einhver handhafi sannleikans, en
ég reyni þarna að segja þessa sögu
af sanngirni og hlutlægni og án
þess að sagan sé notuð eins og ein-
hvers konar vopn í baráttu okkar við
erlenda andstæðinga.“
Finnur eigin stund milli stríða
Spurður um hvernig það fari saman
að vera í senn forseti Íslands og
sagnfræðingur viðurkennir Guðni
að það geti að vissu leyti verið
snúið enda sé nánast skrifað inn í
verklýsingu þjóðhöfðingja að vera
jákvæður og blása þjóð sinni eld-
móði í brjóst.
„En ég er sannfærður um það að
við högnumst aldrei á því til lengri
tíma að búa til einhverja glans-
mynd af afrekum þjóðarinnar í
bráð og lengd því það kemur okkur
bara í koll. Við eigum að horfa raun-
sæjum augum á liðna tíð. Við eigum
að viðurkenna og horfast í augu
við það sem miður fór. Við eigum
að sætta okkur við það að hér er
stundum hver höndin uppi á móti
annarri, jafnvel
þegar mikil-
vægir þjóðar-
hagsmunir eru í
húfi. Við eigum
að kappkosta
að segja söguna
í öllum sínum
blæbrigðum. Við
eigum ekki að
hafa auðar síður í
þjóðarsögunni og
ef ég get lagt mitt
lóð á vogarskál-
arnar í þeim efnum
þá er það kannski
jafnvel bara betra
að ég sé í þeirri stöðu
sem ég er í núna um
stundir.“
Saga landhelgis-
málsins og þorskastríðanna þriggja
er umfangsmikil saga sem teygir sig
yfir nokkra áratugi. Guðni heitir því
að klára söguna og mun næsta bindi
fjalla um átökin á 8. áratugnum
þegar fiskveiðilögsagan var færð út í
50 mílur og að lokum út í 200 mílur.
„Ég er í launalausu leyfi við
Háskóla Íslands og allt tekur enda,
líka minn ferill á forsetastóli, en þá
held ég bara áfram að skrifa þessa
sögu,“ segir hann og bætir því við að
stefnan sé að næsta bindi komi út
eftir tvö ár. „Svo tek ég upp þráðinn
þar sem frá var horfið í þessu bindi
og held áfram að finna mína eigin
stund milli stríða á forsetastóli.“ n
Saga landhelgismálsins
er þjóðarsaga
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fann sér sína eigin stund milli stríða í Covid-faraldrinum til að vinna að rann-
sóknum sínum á landhelgismálinu og þorskastríðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Nánar á frettabladid.is
Ég held því aldrei fram
að ég sé einhver hand-
hafi sannleikans, en ég
reyni þarna að segja
þessa sögu af sanngirni
og hlutlægni.
Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is
44 Menning 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 10. september 2022 LAUGARDAGUR