Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 92
Hún skákar reyndar
ekki nöfnu sinni
Elísabetu I. sem er
mesti þjóðhöfðingi
Breta fyrr og síðar en
Elísabet II. er örugglega
í öðru sæti.
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@
frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar
Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK
OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
*Taxfree tilboðið jafngildir 19,35% afslætti og
gildir á öllum vörum. Gildir ekki ofan á önnur tilboð
eða af sérpöntunum. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður
virðisaukaskatt af söluverði.
Afslátturinn er alfarið á kostnað Dorma.
AF ÖLLUM
VÖRUM*
LÝKUR Á MÁNUDAG
www.dorma.is
VEFVERSLUN
ALLTAF
OPIN
EKKI MISSA AF
ÞESSU
REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
toti@frettabladid.is
„Það lá fyrir í vikunni að Jón Gunn-
arsson dómsmálaráðherra ætli á
haustþingi að leggja fram frumvarp
um breytingar á lögum um útlend-
inga í fimmta sinn,“ segir Sema Erla
Serdar, stofnandi Solaris, hjálpar-
samtaka fyrir hælisleitendur og
f lóttafólk á Íslandi
„Þrátt fyrir ítrekaðar ábend-
ingar fjölda samtaka, stofnana og
einstaklinga, sem leggja áherslu
á mannréttindi og mannúð, um
verulegra vankanta á lagafrum-
varpinu og skort á samráði, ætlar
Jón að gera enn eina tilraunina
til þess að festa í lög skert mann-
réttindi fólks á f lótta til verndar
bákninu,“ heldur Sema Erla áfram
og minnir á að í vikunni hafi ýmis
samtök rétt fram sáttarhönd en
viðbrögðin voru ekki eins og fólk
gerði sér vonir um.
„Í vikunni réttu fjórtán samtök
út sáttahönd og skoruðu á dóms-
málaráðherra að eiga við þau sam-
ráð um breytingar á lögum um
útlendinga svo hægt sé að ná fram
breytingum á regluverkinu án
þess að gengið sé á mannréttindi
f lóttafólks. Var ráðherra hvattur
til að setja á laggirnar starfshóp
með fulltrúum hagsmunaaðila og
sérfræðinga í málaflokknum til að
tryggja að réttindi þeirra sem sækja
um alþjóðlega vernd séu vernduð
og virt í hvívetna.
Dómsmálaráðherra var f ljótur að
senda samtökunum puttann!
Því stendur eftir sú spurning
í lok vikunnar hvort ríkisstjórn
Katrínar Jakobsdóttur hafni nú
samráði við hagsmunaaðila og ætli
virkilega bara að láta Jón Gunnars-
son um mannréttindi f lóttafólks?“
spyr Sema Erla mátulega vongóð. n
Mannréttindasamtök fengu fingurinn frá ráðherra
n Fréttir vikunnar
Sema Erla Serdar
Sema Erla Serdar.
Þótt fréttin af andláti Elísa-
betar II. Englandsdrottningar
hafi ekki komið Kolbrúnu
Bergþórsdóttur á óvart segist
hún að sjálfsögðu, eins og
sönnum „royalista“ sæmir,
hafa fellt nokkur tár enda eigi
drottningar eins og Elísabet
helst að fá að lifa að eilífu.
toti@frettabladid.is
„Auðvitað varð ég döpur þegar ég
frétti af andláti drottningar og felldi
vitaskuld nokkur tár, eins og sannur
„royalisti“ á að gera við aðstæður
eins og þessar,“ segir Kolbrún Berg-
þórsdóttir, bókmenntadrottning
og einlægur aðdáandi Elísabetar II.
sem lést í fyrradag.
„Dauði hennar kom alls ekki á
óvart en maður vill að sjálfsögðu
helst að drottningar eins og hún fái
að lifa að eilífu. Það merkilega við
Elísabetu var að þó að hún segði
aldrei neitt merkilegt og gerði aldrei
neitt óvenjulegt þá gerði hún samt
allt rétt.
Í hæversku sinni og skyldurækni
var hún hin fullkomna drottning.
Hún skákar reyndar ekki nöfnu
sinni Elísabetu I. sem er mesti þjóð-
höfðingi Breta fyrr og síðar en Elísa-
bet II. er örugglega í öðru sæti,“ segir
Kolbrún.
Súrt fyrir Díönu-sinna
„Mér líst sæmilega á Karl sem kon-
ung, en ekki meira en það,“ heldur
Kolbrún áfram þegar hún er spurð
út í arftakann, Karl konung. „Ég
held að hann sé vænn maður og við-
kvæmur. Svo hefur hann einlægan
áhuga á listum og það er prýði á
hverjum kóngi.
Gleymum því samt ekki að hann
var ógurlega vondur við Díönu – og
það er erfitt að fyrirgefa, eiginlega
ómögulegt. Sem Díönu-sinni hefði
ég svo í sannleika sagt helst viljað
losna við að sjá Camillu sem drottn-
ingu. En það verður ekki á allt kosið
í þessum heimi, það veit ég mætavel.
Skuggi móðurinnar
Ég held að Karl muni reyna
að vanda sig en hann mun
alltaf standa í skugga
móður sinnar. Svo býr
hann yfir einlægri þrá til
að ala þjóð sína upp og
mun því ítrekað segja
hluti sem munu
valda fjaðrafoki
og kalla á and-
svör frá stjórn-
málamönnum.
Valdatíð hans
mun væntanlega
ekki verða ýkja löng en gæti orðið
nokkuð stormasöm á köflum. Þegar
kemur að breska konungsveldinu á
ég þá ósk að fá að lifa það að sjá Vil-
hjálm og Katrínu í hásætinu, þar
verða þau fullkomin ásamt hinum
krúttlegu börnum sínum.“
Táknræn skyldurækni
Kolbrún segist aðspurð sannfærð
um að einhver lönd muni kljúfa sig
frá samveldinu í nánustu framtíð.
„Ég held að það sé óumflýjanlegt
eftir lát drottningar sem var sam-
einingartákn. Karl III. mun aldrei
verða slíkt sameiningartákn, hann
er einfaldlega ekki týpan í það.“
Þá telur Kolbrún ekki að það
muni verða Liz Truss, fimmtánda
og síðasta forsætisráðherranum
sem Elísabet skipaði, pólitískt fóta-
kefli að drottningin skyldi deyja svo
skömmu eftir fund þeirra.
„Nei, ég held að það sé ekki
óheppilegt fyrir Truss. Síðasta
myndin sem tekin var af drottn-
ingunni var af þeim saman og Truss
minntist hennar fallega í ræðu.
Þessi síðasti fundur drottn-
ingar er táknrænn fyrir hina
miklu skyldurækni Elísabetar
sem var að störfum svo að segja
fram á síðasta dag. Það er ekki
annað hægt en að bera djúpa virð-
ingu fyrir slíkri manneskju.“ n
Kolbrún Bergþórsdóttir
hefur alla tíð dáðst að
Elísabetu drottningu og
felldi vitaskuld nokkur
tár við sorgartíðindin frá
Balmoral-kastala.
Tárfelldi að hætti
sannra royalista
52 Lífið 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ