Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 88
MSZ-RW er besta loft í
loft varmadælan okkar.
Hentar vel í nánast allar
tegundir húsa t.d.:
• Alrými einbýlishúsa
• Sumarbústaði 60+ fm
• Geymslur
Kynningartilboð á
MSZ-RW35 Varmadælu,
innifalið er:
• Góð þjónusta
• Veggfesting
• Mótorpúði
• Flott skjólhus fyrir útieiningu
Nánari upplýsingar á
nýrri heimasíðu okkar:
AÐEINS
333.333 ISK m/vsk
Bretadrottning var 96 ára
gömul þegar hún lést á
fimmtudaginn en mun lifa
um ókomna tíð í sjónvarpi og
kvikmyndum þar sem hún
hefur komið við sögu í yfir 100
bíómyndum og þáttum.
toti@frettabladid.is
Þær eru orðnar ansi margar leikkon-
urnar sem hafa brugðið sér í gervi
Elísabetar II. og varla við öðru að
búast þegar jafn langlífur þjóðarleið-
togi, er annars vegar. Fyrir utan svo
auðvitað að hún var ættmóðir fólks
Jeannette Charles hafði atvinnu af því að leika Elísabetu
sem er hér í vandræðalegum stellingum í Naked Gun.
Emma Thompson lék Elísabetu í Walking the Dogs og
fékk orðu frá sjálfri drottningunni og er „dame“.
Helen MIrren í drottningarhlutverkinu en hún er ein
þeirra leikkvenna sem Elísabet veitti nafnbótina „dame“.
Margar og ólíkar
myndir Elísabetar
sem er og hefur verið sérstakt eftir-
læti alþjóðlegu slúðurpressunnar.
Netf lix-þættirnir The Crown
hafa á síðustu misserum gefið leik-
konunum Claire Foy, Olivia Colman
og Imelda Stauton tækifæri til að
túlka drottninguna á ólíkum ævi-
skeiðum en hlé hefur verið gert á
tökum 6. seríu, þar sem Staunton er
komin í hlutverkið, af virðingu við
drottninguna. Enda vill höfundur
þáttanna, Peter Morgan, meina að
The Crown sé ástarbréf til drottn-
ingarinnar. Bréf sem hún að vísu
hefði líklega frekar kosið að yrði
aldrei skrifað.
Stell Gonet í Spencer sem gerist þegar Díana, sem
Kristen Stewart leikur, ákveður að skilja við Karl prins.
Freyja Wilson lét barnunga Elísabetu í The King’s Speech
þar sem í ljós kom að krúnan myndi bíða hennar.
Olivia Colman
lék Elísabetu á
miðjum aldri
í 3. og 4. seríu
The Crown. Hún
lék hana áður í
myndinni Hyde
Park on Hudson
2012.
Helen Mirren hefur leikið drottn-
inguna í tvígang. Hún þótti frábær
í hlutverki drottningarinnar í The
Queen frá 2006 og hlaut Óskars-
verðlaun sem besta leikkonan í
myndinni sem fjallaði um eftirmála
dauða Díönu.
Mirren hefur einnig leikið Elísa-
betu í leikritinu The Audience sem
varð síðar kveikjan að The Crown.
Kristin Scott Thomas tók við hlut-
verkinu 2015 og það sama ár veitti
drottningin henni DBE-orðu, með
meðfylgjandi nafnbót fyrir framlag
hennar til leiklistarinnar.
Emma Thompson lék drottning-
una 2012 í sjónvarpsmyndinni Play-
house Presents: Walking the Dogs
sem snerist um þá einstöku uppá-
komu þegar Michael Fagan braust
inn í Buckingham-höll 1982.
Ekki má svo gleyma Jeannette
Charles sem hafði beinlínis lifi-
brauð af því að bregða sér í líki
drottningarinnar og þá helst í klikk-
uðum gamanmyndum á borð við
National Lampoon's European
Vacation, The Naked
Gun og Austin Powers
in Goldmember. n
Neve Camp-
bell var Elísabet
í dellumynd þar
sem hún fellur
fyrir Churchill sem
Christian Slater
leikur.
Röðin í The
Crown er komin
að Imelda
Staunton sem
lýkur sögunni
í 5. og 6.
seríu.
Claire Foy
reið á vaðið
í The Crown
í fyrstu
tveimur
seríunum
sem hin unga
Elísabet.
Kristin Scott
Thomas tók við
af Helen Mirren í
The Audience.
48 Lífið 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 10. september 2022 LAUGARDAGUR