Bændablaðið - 25.08.2022, Qupperneq 8

Bændablaðið - 25.08.2022, Qupperneq 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 Sterkur grunur um að sæðingahrútur dreifi bógkreppu – Mest notaðaði hrútur sæðingastöðvanna síðastliðna tvo vetur Sterkur grunur er um að sæðingahrúturinn Viðar 17-844 frá Bergsstöðum dreifi frá sér erfðagallanum bógkreppu. Samkvæmt upplýsingum frá Eyþóri Einarssyni, sauðfjár- ræktarráðunauti hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins, hafa þegar borist tilkynningar frá þremur búum um alls fjögur lömb undan Viðari sem fæddustu vansköpuð. Gallinn kemur í ljós hjá arfhreinum afkvæmum Eyþór segir að bógkreppa sé víkjandi erfðagalli og kemur því einungis fram þegar bæði faðir og móðir bera erfðavísinn arfblendin og skila honum bæði til afkvæmisins sem er þá arfhreint fyrir gallanum og kemur þá vansköpunin í ljós. Hann segir að þar sem arfblendnir einstaklingar leyni gallanum, þá geti hann verið búinn að dreifast talsvert áður en það uppgötvast að hann sé fyrir hendi í hjörðinni. Einkennin séu meðal annars þau að framfætur eru fremur stuttir, krepptir og snúnir. Lömbin komast því yfirleitt ekki á legg. Afburðagóður lambafaðir „Á öllum þessum búum er bógkreppa þekkt og hægt að rekja móðurættina í þekkta bógkreppugjafa. Þá hafa einnig komið fram upplýsingar um fjóra syni Viðars sem gáfu bógkreppu í vor. Þetta er óneitanlega mikið áfall þar sem Viðar hefur verið talin afburðagóður lambafaðir og var mest notaði hrútur sæðingastöðvanna síðastliðna tvo vetur,“ útskýrir Eyþór. „Í gangi er verkefni sem RML, Matís og Keldur standa saman að þar sem annars vegar slík lömb hafa verið krufin og gallanum lýst og hins vegar er verið að leita að erfðavísinum sem veldur þessu. Í gegnum þetta verkefni voru send sýni í sumar til Nýja-Sjálands til arfgerðargreiningar. Vonandi mun það skila því að hægt verði í framtíðinni að prófa fyrir þessum galla. Enn er það alls ekki í hendi að það takist. Vonandi skýrist það síðar í haust hvort hægt verði að staðsetja erfðavísinn. Bændur eru því hvattir til þess að fara varlega í að framrækta gripi sem taldir eru að beri slíka erfðagalla, það er í raun leikur að eldi. Ef menn eiga gripi undan Viðari er því ráðlegt að setja ekki á undan þeim – a.m.k. ekki fyrr en það lánast að finna erfðavísinn sem veldur bógkreppu og hægt verður að prófa fyrir hvort gallinn sé til staðar,“ segir Eyþór enn fremur. /smh Tilkynningar frá þremur búum benda til þess að hrúturinn Viðar 17-844 frá Bergsstöðum dreifi bógkreppu. Mynd /RML Afurðaverð vegna sauðfjárslátrunar haustið 2022: Hækkun upp á 35% að meðaltali – Hæsta verð komið í 751 krónu á kíló fyrir dilka Sláturleyfishafar hafa nú allir gefið út uppfærðar verðskrár sínar fyrir sauðfjárslátrun haustsins. Landsmeðaltalshækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda fyrir dilka hækkar um 35 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Bændasamtaka Íslands, og er komið í 746 krónur á kílóið. Sláturfélag Vopnfirðinga gaf tóninn í lok júní með meðalverðshækkun upp á 31,4 prósent miðað við lokaverð á síðasta ári. Í ágúst hafa uppfærðar verðskrár borist jafnt og þétt, nú síðast frá Fjallalambi 18. ágúst og þar er hækkunin mest á milli ára, eða 43,5 prósent. Landsmeðaltalshækkun fyrir fullorðið fé er 10,2 prósent. Hæsta meðalverð er 751 króna á kílóið Hæsta meðalverðið fyrir dilka greiða Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH, eða 751 krónu á kílóið. „Samkvæmt okkar útreikningum er hækkkun á reiknuðu afurðaverði fyrir dilkakjöt um 35 prósent milli ára. Það má segja að við séum búin að ná til baka leiðréttingu á hruni afurðaverðs sem var árin 2016 og 2017. Síðan ákvað ríkið í sumar að auka við stuðning til bænda til að koma til móts við takmarkalausar hækkanir á rekstrarkostnaði í landbúnaði. Þetta skiptir allt verulegu máli,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Afkoman batnar þó ekki „Hins vegar er staðan þannig að samkvæmt okkar greiningum er hækkun á framleiðslukostnaði meiri en sem nemur hækkun afurðaverðs að viðbættum auknum stuðningi ríkisins. Þannig að þrátt fyrir þessar aðgerðir allar er í lok dags afkoma bænda ekki að batna milli ára,“ bætir Trausti við. Hann segir að vinna þeirra haldi óbreytt áfram til að ná fram betri kjörum fyrir sauðfjárbændur. „Við þurfum að standa vörð um kjör bænda og ganga fram með skýrar kröfur um að bændur njóti sömu launakjara og aðrar sambærilegar stéttir launamanna. Þar eigum við enn þá langt í land. Það er mikilvægt að við leitum allra tækifæra til að auka arðsemi í greininni. Bændur hafa síðustu ár gengið langt í hagræðingu og búa að því núna. Það hefur verið bent á að hægt sé að ná hagræðingu í afurðageiranum, meðal annars með aukinni sjálfvirkni og annarri tæknivæðingu. Við verðum að grípa þessi tækifæri því á þeim grunni byggjum við upp öfluga sauðfjárrækt á Íslandi til framtíðar.“ /smh Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Mynd / HKr. Reiknað afurðaverð í krónum fyrir hvert kíló Dilkar Fullorðið Sláturleyfishafi 2019 2020 Breyting milli ára 2021 2019 2020 Breyting milli ára 2021 Fjallalamb 456 483 +6,9% 520 121 119 0% 119 Kaupfélag Skagfirðinga 480 507 +6,5% 540 138 140 0% 140 Norðlenska 461 504 +5,1% 530 111 113 +2,3% 115 SAH afurðir 462 502 +5,5% 530 114 115 0% 115 Sláturfélag Suðurlands 465 504 +3,9% 523 123 122 +3,2% 126 Sláturfélag Vopnfirðinga 467 506 +6,1% 537 117 118 0% 118 Sláturhús KVH 480 507 +6,5% 540 138 140 0% 140 Landsmeðaltal 469 504 +5,2% 530 125 124 +1,4% 125 Heimild: Bændasamtök Íslands Útreikningar birtir með fyrirvara um villur. Komi í ljós innsláttarvillur, misfellur eða önnur augljós mistök áskilja Bændasamtök Íslands sér rétt til að leiðrétta og uppfæra útreikninga til samræmis við þær leiðréttingar hverju sinni. Kemur næst út 8.september FRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.