Bændablaðið - 25.08.2022, Qupperneq 28

Bændablaðið - 25.08.2022, Qupperneq 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 LÍF&STARF Frá byrjun árs 2020 hafa sviss- nesku hjónin Laurent og Lola Balmer byggt upp litla garð- yrkjustöð undir Hafnarfjalli í Borgarfirði sem þau nefndu Narfasel. Nú hafa þau hins vegar gefist upp á íslenskri veðráttu; sólarleysi og skammlífu sumri – ekki vegna áhrifa á uppskeru heldur á eigin geðheilsu. Ungt par, Ásta Karen Helgadóttir og Filip Poach, hefur keypt land og húsakost í Narfaseli og tekur við rekstrinum í byrjun september. „Við erum mikið útivistarfólk og líður best úti í náttúrunni, hvort sem það er uppi á fjöllum á fjallaskíðum eða úti í sjó á brimbrettum – höfum búið víða um landið og það var alltaf stefnan okkar að kaupa eign fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Svo þegar þetta einstaka tækifæri kom upp var það of fullkomið til að sleppa því. Við hlökkum til að vinna meira með árstíðunum, veðrum og vindum. Við erum bæði miklir umhverfissinnar og höfum ástríðu fyrir góðum og hollum mat,“ segir Ásta um forsöguna að kaupunum. Afinn skólastjóri á Reykjum Að sögn Ástu kaupa þau land og allan húsakost í Narfaseli og fjármagna kaupin með eigin sparifé, sölu á eignum og bankaláni. Þau hafa hvorugt beinlínis reynslu af grænmetisframleiðslu eða öðrum landbúnaði, en Ásta segir að hún hafi tengsl við garðyrkju úr barnæsku. „Við höfum ekki unnið við garðyrkju áður, nema ég í skólagörðum, en margar af mínum fyrstu minningum eru frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, þar sem afi minn, Grétar Jóhann Unnsteinsson, var enn skólastjóri þegar ég var lítil. Þar hlupum við systkinin í gegnum gróðurhúsin og lékum okkur þar sem var verið að prófa að rækta alls konar grænmeti og eins og frægt er orðið, bananatré. Filip ólst upp í smábæ í skógríku fjalllendi í Tékklandi þar sem afi hans og amma stunduðu sjálfsþurftarbúskap,“ segir Ásta. Umfangsminni ræktun í byrjun Þegar þau eru spurð hvort þau hyggist halda sömu ræktun og þau Laurent og Lola voru með, segir Ásta að umfangið verði talsvert minna – og þau ætla ekki að fást við svínarækt eins og forverarnir. „Þar sem við erum að fara að stunda ræktun í fyrsta sinn munum við þurfa að einbeita okkur að færri tegundum fyrst um sinn. Við eigum eftir að ákveða nákvæmlega hvaða tegundir við munum rækta á næsta ári en það verða líklega um þrjár til fimm tegundir af grænmeti. Þau Ásta og Filip hræðast ekki óblítt veðurfar undir Hafnarfjalli, þar sem þau séu orðin öllu vön vegna útivistaráhugamála sinna. „Við höfum stundað fjalla- og sjóíþróttir og erum ýmsu vön, höfum lengi vel fylgst mjög náið með veðurspám og til dæmis þegar við bjuggum á Vestfjörðum þurftum við margoft að ferðast í alls konar veðrum – eða bara vera skynsöm heima fyrir ef þannig var. Við munum bæði vinna meðfram ræktuninni og sem betur fer hefur sveigjanleiki til heimavinnu aukist vegna Covid-19, svo ef veðurspáin er slæm þurfum við vonandi ekki að ferðast neitt. Stefnan er svo að planta mikið af trjám á landinu á næstu árum til að auka skjól, en Laurent og Lola hafa þegar plantað nokkur þúsund trjám,“ segir Ásta. Þau munu taka við Facebook- síðu Narfasels og þar munu upplýsingar berast um hvaða þjónusta verður í boði varðandi framboð og sölu á framleiðslunni. Góðar viðtökur Íslendinga Laurent segir ástæðu brotthvarfs þeirra ekki vera áhrif íslenskrar veðráttu á grænmetisframleiðsluna, hún hafi ekki verið vandamál í sjálfu sér þótt gjarnan hafi blásið hressilega undir Hafnar fjalli og veður kannski ekki alltaf verið ákjósanlegt. Vörur þeirra hafi fengið góðar viðtökur og nefnir hann sérstaklega heiðarleika Íslendinga sem hafa átt í viðskiptum við þau. „Það kom okkur í sjálfu sér að vissu leyti á óvart að upplifa það á þessum tveimur árum að það skiluðu sér alltaf greiðslur til okkar fyrir sendingar okkar, sem við afhentum eða skildum eftir fyrir utan heimili fólks í Borgarfirði og á Akranesi. Við afhendingu skildum við eftir innleggsupplýsingar fyrir viðskiptavini til að greiða fyrir vörurnar í heimabönkum sínum – og við höfum aldrei lent í því að fá ekki inn greiðslu fyrir grænmetið.“ Íslenskar kartöfluætur Laurent segir að það hafi líka komið sér á óvart hversu Íslendingar séu spenntir fyrir nýjum kartöflum – og reyndar séu neysluvenjur Íslendinga á ýmsu grænmeti frábrugðnar því sem þau sjálf hafi vanist í Sviss. Þau hafi hins vegar fljótlega aðlagast þeim og getað gert flestum til hæfis. Langmest af þeirra uppskeru hafi selst og nánast engin matarsóun hafi verið frá þeirra garðyrkjustöð. „Mesta áskorunin var að láta hanna gróðurhús sem gæti þolað norðaustanstorminn, sem við fundum á endanum með því að nota hyggjuvitið og byggja þau sjálf í samstarfi við gott fólk í stað þess að kaupa fjöldaframleidd hús.“ Dýrmæt reynsla sem nýtist í næsta landi Þau Laurent og Lola hafa fjárfest talsvert í tengslum við uppbyggingu garðyrkjustöðvarinnar í Narfaseli; keyptu land, tæki og tól og reistu sér íbúðarhúsnæði og tvö gróðurhús. „Það verður að vissu leyti eftirsjá að Narfaseli, en við fengum mikið út úr því að koma okkur upp aðstöðunni – skipulaginu og byggingavinnunni. Við erum nú tilbúin í að byggja upp á nýtt annars staðar, því reynslan frá Íslandi er ómetanleg. Við höfum verið að svipast um eftir heppilegu landi og núna líst okkur vel á Suður-Ameríku og Paragvæ er álitlegt þar sem við munum halda áfram að rækta grænmeti á lítilli garðyrkjustöð, því þar liggur okkar ástríða,“ segir Laurent. Hann áréttar að rekstur garðyrkjustöðvarinnar hafi gengið ágætlega og það sé ekki ástæða brotthvarfsins. Þar sé aðallega áhrifum íslenskrar veðráttu á sálarlífið um að kenna, íslensku skammdegi og of stuttum sumrum – sem þau hafi vanmetið. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is ALLT FYRIR VINNU OG ÖRYGGI Öryggisvörur - Vinnu- og öryggisfatnaður Kíktu á úrvalið í vefverslun Dynjanda eða komdu við. Við veitum þér faglega aðstoð. Laurent við gulrótarakurinn í Narfaseli. Mynd / smh Filip Poach, Ásta Karen Helgadóttir, Lola og Laurent Balmer. Mynd / Narfasel Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Svissnesku garðyrkjubændurnir í Narfaseli flýja íslenska veðráttu og skammdegi: Ungt par kaupir landið og garðyrkjustöðina – „Erum miklir umhverfissinnar og höfum ástríðu fyrir góðum mat“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.