Bændablaðið - 25.08.2022, Side 40

Bændablaðið - 25.08.2022, Side 40
40 Áhrifamáttur íslenskra lækninga- jurta hefur verið landsmönnum kunnur yfir aldir og grasalæknar átt sinn sess í sögu okkar landsmanna. Landið okkar er ríkt af ýmiss konar jurtum sem auðvelt er fyrir leikmenn að finna og tína en samkvæmt Önnu Rósu Róbertsdóttur grasalækni er urmull nýtanlegra tegunda hérlendis. Áhugi hennar sjálfrar á grasa- lækningum kviknaði óvænt á unglingsárunum eftir lestur blaðagreinar um efnið og hélt Anna Rósa því til náms við skólann College of Phytotherapy í Englandi árið 1988. Hún útskrifaðist 1992 og gerðist í framhaldinu meðlimur í National Institute of Medical Herbalists in UK, einu elsta félagi grasalækna á heimsvísu, stofnað árið 1894. Atorkumikil og fylgin sér Gegnum tíðina hefur Anna Rósa unnið og þróað smyrsl sín, boðið upp á ráðgjöf og sérblandað tinktúrur og te fyrir sjúklinga sína. Nú, eftir um þriggja áratuga skeið, hefur hún þó tekið þá ákvörðun að taka hlé á þeirri þjónustu, en hægt er að finna flestar upplýsingar og ráð á blogginu hennar. F r a m l e i ð s l a n hefur þó síður en svo stöðvast, en nýverið opnaði Anna Rósa verslun í samstarfi við son sinn, Álfgeir, sem sér í raun alfarið um reksturinn. Verslunin, sem einungis er opin tvo daga í viku, er afar vinsæl, en þar kennir ýmissa grasa … ef svo má að orði komast! Blaðamaður leit við og heimsótti þessa lífsglöðu og orkumiklu konu sem hefur það að kjörorði í lífinu að hamingjan skuli vera í fyrirrúmi. Anna Rósa er einnig afar atorkumikil og jafnframt því að reka nú verslun, sinna jurtatínslu, þurrka og vinna afurðina og framleiða smyrsl, te og tinktúrur, hefur hún gefið út bækur, staðið fyrir bloggi og unnið sína eigin vefsíðu og vefnámskeið svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hún afar gefin fyrir lestur bóka og les a.m.k. þrjár bækur vikulega á Kindle sem hún lofar í hástert. Lærir af litríkri flóru viðskiptavina sinna „Jú, við Álfgeir komumst að því að þetta er bara ótrúlega gaman – að reka verslun,“ segir Anna Rósa hlæjandi, „það er öll flóra mannlífsins sem lítur hérna inn og hentar meðal annars þeim sem ekki eru vanir að versla mikið á netinu. Fólk spjallar og segir mér sögur af því hvaða smyrsl þau nota og hvernig samvirkni þeirra er og ég læri ýmislegt af þeim líkt og þau af mér. Það er áhugavert og gaman að heyra af því frá fleirum en einum, að einhver tvö eða þrjú krem virki best saman. Til dæmis er samsetning hjá mér, ætluð þeim er glíma við rósroða komin til vegna þess hve viðskiptavinir mínir hafa ítrekað bent mér á góða samvirkni. Rós roðann er semsé hægt að minnka með notkun 24 stunda krems, græðikrems og lúxusprufu af bóluhre ins i ! Þetta hefði ég ekki endilega látið mér detta í hug – en naut þarna góðs af spjalli við viðskiptavini. Enda er ég alltaf til í að hlusta,“ segir Anna Rósa og brosir. Með sjálfbærni og sjálfstæði í fyrirrúmi „Ég er annars afar sjálfstæð í þessu öllu saman, heldur hún áfram, tíni jurtirnar og vinn sjálf. Hér fyrir innan búðina er þurrkgrind sem ég og maðurinn minn smíðuðum eitt sinn, svo og pottarnir mínir sem ég nýti við gerð smyrsla og tinktúruvél. Ég hef kosið að gera þetta sjálf, hér, í stað þess að versla mér þjónustu því ég vil vera viss um að framleiðslan sem ég set nafn mitt við sé sem hreinust. Vélar og tæki annars staðar frá eru t.d. stundum þvegin með kemískri sápu sem ég vil ekki að mín framleiðsla komist í snertingu við þó í örlitlu magni sé. Með því að sjá um þetta sjálf, gera þetta í höndunum, get ég stjórnað slíku. Ferlið hjá mér er gagnsætt, fólk kann að meta það og veit að það getur treyst vörunum sem koma frá mér. Þannig héðan af Langholtsveginum er öll framleiðslan unnin nema sveppateið. Það kemur frá vinafólki mínu í Bandaríkjunum sem er með lífrænt vottaðan búgarð og hefur verið afar vinsælt. Lion‘s Mane t.d. hefur verið að gera góða hluti enda upplagt til að viðhalda heilbrigðu taugakerfi.“ Anna Rósa er afar meðvituð um umhverfisáhrif iðnaðar og framleiðslu en vert er að geta þess að allar krukkur og flöskur sem geyma framleiðsluna eru úr hágæða gleri sem veitir meðal annars vernd gegn skaðlegum áhrifum ljóss og eykur geymsluþol. Þessar flöskur eru 100% endurvinnanlegar og framleiddar í Evrópu – sem þýðir minna kolefnisspor og ein af ástæðum þess að Anna Rósa valdi þær umfram aðrar umbúðir. Kassar utan um varninginn eru úr FSC (Forest Stewardship Council), vottuðum pappír frá sjálfbærum skógum og eru að sjálfsögðu 100% endurvinnanlegir. Bókaútgáfa í kjölfar upplýsingavinnslu „Í raun, vegna þess að mig langaði að hafa yfirlit yfir þetta allt saman,“ segir Anna Rósa, „viðaði ég að mér upplýsingum og skrifaði niður allt er viðkemur íslenskum jurtum – gaf svo út bók sem nú er reyndar uppseld á íslensku – en hún ber heitið Íslenskar lækningajurtir. Hana er enn að finna í einhverju magni á ensku reyndar. Í þessari yfirgripsmiklu bók minni er m.a. gerð grein fyrir lækningamætti íslenskra jurta, sögu þeirra og notkun auk umfangsmikillar samantektar á vísindalegum rannsóknum sem LÍF&STARF Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 Anna Rósa grasalæknir tekin tali: Ég lifi samkvæmt því sem mér finnst Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is Partners in crime. Mæðginin og samstarfsfólkið Álfgeir og Anna Rósa. Geitfjársetrið á Háafelli fagnaði áratuga löngu starfsafmæli í byrjun ágúst. Af því tilefni opnaði fjölskyldan á Háafelli búið fyrir gesti og bauð upp á geitaskoðun og kruðerí. Afurðir geita voru til smakks og prófunar og Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, færði fjölskyldunni tvö kirsuberjatré. Í máli sínu sagði Anna María að Geitfjárræktarfélagið hafi notið góðs af ötulu starfi Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur við að fjölga íslenska geitastofninum og kynna hann fyrir landsmönnum og erlendum gestum. „Það var og er ekki auðvelt verkefni að koma á fót starfsemi sem byggist á geitfjárrækt, tegund búfjár sem fáir þekktu til, sem varð fyrir allmiklum fordómum og að auki í útrýmingarhættu með u.þ.b. 800 einstaklinga á öllu landinu fyrir 10 árum. Hvílík bjartsýni, frumkvæði, hugkvæmni og hugrekki,“ sagði Anna María meðal annars. /ghp Geitfjársetur í tíu ár Þegar Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og fjölskylda stofnaði Geitfjársetrið var búfjártegundin í útrýmingarhættu. Mynd / Aðsend Ungir íslenskir knapar stóðu uppi sem sigurvegarar á Norðurlandamóti í hestaíþróttum sem fór fram á Álandseyjum um miðjan ágúst. Matthías Sigurðsson sigraði þar tölt ungmenna á gæðingnum Roða frá Garði en þeir nældu sé enn fremur í silfurverðlaun í fjórgangi. Hann bætti svo enn einni fjöður í hattinn þegar hann varð í 3. sæti í unglingaflokki gæðinga á Caruzo frá Torfunesi. Eysteinn Tjörvi Kristinsson sigraði ungmennaflokk gæðinga nokkuð örugglega á keppnishesti sínum, Lauk frá Varmalæk, sem hann flutti með sér til Álandseyja til þátttöku á mótinu. Í flokki fullorðinna sigraði Leikur frá Lækjarmóti úrslit A-flokks gæðinga undir stjórn Helgu Unu Björnsdóttur. Helga hafði tekið við hestinum í úrslitum fyrir James Faulkner sem hafði komið tveimur gæðingum inn í úrslit, en hann reið sjálfur Eldjárni frá Skipaskaga sem endaði í 7. sæti. Lið Svíþjóðar vann liðabikar mótsins sem stigahæsta þjóðin sem hlutu flest verðlaun mótsins. Danir voru einnig sigursælir í hringvallargreinum, unnu tölt, fjórgang ásamt því að eiga sigurvegara í öllum flokkum slaktaumatölts. /ghp Ungstirni á Norðurlandamóti Matthías Sigurðsson og Roði frá Garði unnu til tvennra verðlauna. Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Laukur frá Varmalæk. Myndir/ Laura Sundholm

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.