Bændablaðið - 25.08.2022, Qupperneq 44

Bændablaðið - 25.08.2022, Qupperneq 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 Landsmót hestamanna, sem stóð að vanda í heila viku í júlí, á Gaddstaðaflötum að þessu sinni, var eitt hið glæsilegasta bæði hvað hestakost varðar og ekki síður allt það frábæra reiðfólk sem nú fer fyrir liði hestamanna. Landsmóts - svæðið á Hellu sannaði sig, hreinsar af sér bæði vind og regn himinsins. Þúsundir gesta eru komnir um langvegu til að njóta þess að sjá ræktun og fram- farir og glæsta gæðinga þeysa um velli. Lopapeysan, lopahúfan og lopasokkarnir og góð skjólföt sigra kulda og regn. Landsmótin eiga ekki sinn líka sem viðburður bæði í íþróttum og ræktun íslenska hestsins, mótið hverju sinni er heimsviðburður. Hesturinn er prýði ræktunar og afreka í landbúnaði. Enn glittir í gömlu mennina sem hafa séð og sigrað í áratugi, en margir þeirra eru komnir í brekkuna og orna sér yfir gömlum og ekki síður nýjum afrekum æskunnar. Nú fer fremstur reiðmanna Árni Björn Pálsson, en yngri kynslóð er á hæla hans. Árni Björn er margverðlaunaður, hann sigraði í töltinu á Ljúf frá Torfunesi og var það í fjórða sinn sem hann sigrar töltið tvisvar á Ljúf og áður á Stormi frá Herríðarhóli. Árni Björn er að því leyti líkur Skarphéðni Njálssyni að hann sigrar hvern andstæðing sinn og er í dag Hergarpur hestamennskunnar. Nú hlaut hann einstök verðlaun, Gregesenstyttuna, fyrir meðferð og hirðingu hesta sinna. Öldungurinn Sigurbjörn Bárðarson, ekki með grátt hár í sínum rauða kolli, á enn sína sigra af jafnmikilli sannfæringu og fyrir fimmtíu árum. Hesturinn er í dag ekki síður tekinn mjúkum tökum kvenna sem gefa ekkert eftir, þær dansa á fáksspori um grund. Helga Una Björnsdóttir á Fákshólum hlaut reiðmennskuverðlaun Félags tamningamanna, Fjöðrina, sem er mikill heiður. Hin átján ára Björg Ingólfsdóttir frá Dýrfinnustöðum í Skagafirði reið Kjuða föður síns til mikilla verðlauna og hlaut bikar gefinn í minningu Einars Öders Magnússonar fyrir prúðmennsku og góðan árangur utan sem innan vallar. Enginn hestur vakti jafn mikla athygli og Sindri Stálasonur frá Hjarðartúni með hæstu hæfileikaeinkunn sem gefin hefur verið, 9,38, þar af þrjár tíur, en Hans Þór Hilmarsson vann þetta afrek, heimsmet. Sleipnisbikarinn er æðsta viðurkenning íslenskrar hrossaræktar og veitt þeim hesti sem efstur stendur heiðursverðlauna hesta fyrir afkvæmi. En Sjóður frá Kirkjubæ ræktaður af Ágústi Sigurðssyni og fjölskyldu hlaut bikarinn nú. Sjóður er í eigu Hoop Alexandru sem rekur hrossabúgarð í Dalsholti í Biskupstungum. Siggi, Kolskeggur, Loki og Gunnar á Hlíðarenda Stundum líkti ég Sigurði Sigurðarsyni í Þjóðólfshaga eða Hestheimum, við hetjuna Gunnar á Hlíðarenda, sem reið glæstum fákum um Rangárvelli fyrir rúmum þúsund árum. Sigurður kom, sá og sigraði þetta Landsmót á gamminum Kolskeggi frá Kjarnholtum. Enn sýndi Sigurður að hann er engum manni líkur því Kolskeggur er fjórtán vetra, þeir sögðu hann hafa farið Krísuvíkurleið að sigrinum, reið Kolskeggi upp úr B úrslitum gæðinga í A flokk, kom og sigraði flokkinn og við harðsnúna menn var við að eiga, þá Daníel Jónsson sem sat Goða frá Bjarnarhöfn og í þriðja sæti Atlas frá Hjallanesi setinn af Teiti Árnasyni. Goði og Atlas eru báðir Spunasynir frá Vesturkoti. Sigurður á marga stóra sigra að baki sem hestamaður, hefur unnið B flokk þrisvar sinnum á þremur mismunandi hestum og A flokk tvisvar á tveimur mismunandi hestum. Ekki munaði Sigurði um að ríða Loka frá Selfossi átján vetra inn á Landsmótið. En á honum sigraði hann B flokkinn á Hellu 2014 með einstakri einkunn, 9,39. Það kom svo í hlut Annie Ívarsdóttur, unnustu Ármanns Sverrissonar, eiganda Loka, að ríða honum á mótinu en Loki hlaut nú 8,66 sem er glæsilegt. En Anný, sem er tvöfaldur heimsmeistari, sýndi glæsilega takta á Loka sem stendur enn fremstur meðal jafningja og er sífellt athyglisverðari gæðingafaðir. Svo geta menn spurt, hvert hefði Sigurður náð á Loka? Hefði hann sigrað B flokkinn og þar með bæði A og B? En Árni Björn vann B flokkinn hins vegar á Ljósvaka frá Valstrýtu. Sigurður á einstakt samband við Loka, þá sýningu muna menn enn Enn ríða hetjur um Rangárþing Guðni Ágústsson, Sigurður á Kolskeggi að taka við verðlaunum með Magnúsi Einarssyni og Guðna Halldórssyni o.fl. Myndir / KollaGr Björg Ingólfsdóttir á Kjuða frá Dýrfinnustöðum. Árni Björn Pálsson á Ljúf í töltinu. Lerki er ættkvísl sumargrænna barrtrjáa sem vex í barrskóga­ beltinu á norðurhveli jarðar eða til fjalla á suðlægari slóðum. Til ættkvíslarinnar teljast 10-15 tegundir en lerki er af þallarætt (Pinaceae) og ættbálkinum Pinales. Fyrrum var lerki kallað lævirkjatré eða jafnvel barrfellir enda ólíkt öðrum barrtrjám sem við þekkjum að því leyti að það fellir barrið á haustin. Af lerkitegundum hafa nokkrar verið reyndar hérlendis, aðallega þó síberíulerki, sem eins og heitið gefur til kynna er ættað frá Síberíu og er einkennistré í víðáttumiklum skógum Rússlands og Síberíu. Reynd hafa verið ýmis kvæmi lerkis frá Rússlandi og Síberíu og hafa þau rússnesku, sem við köllum rússalerki, reynst betur hérlendis. Þau síberísku þola mjög illa umhleypinga og hlýnandi loftslag enda aðlöguð köldum, staðviðrasömum vetrum fjarri sjó. Rússalerki er m.ö.o. ekki sérstök tegund, heldur samheiti yfir þau kvæmi síberíulerkis sem eru í Úralfjöllum og vestan við þau. Rússalerki hefur reynst dýrmætt í skógrækt á Norður- og Austurlandi og jafnvel inn til landsins í öðrum landshlutum en þrífst illa í umhleypingum við sjávarsíðuna, sérstaklega sunnan- og vestanlands. Rússalerki (Larix sibirica var. sukaczewii) Stórvaxin trjátegund og gæti náð a.m.k. 30 metra hæð hérlendis. Það er ein þeirra trjátegunda sem nú þegar hafa náð yfir 25 metra hæð á Íslandi. Þetta er oftast einstofna, fremur beinvaxið tré með mjóa krónu en erfið vaxtarskilyrði geta haft þau áhrif á vaxtarlagið að trén myndi fleiri en einn stofn og stofnar orðið nokkuð kræklóttir. Lerki vex hratt í æsku en eftir þrítugt fer að draga úr vexti þess. Í nytjaskógrækt hérlendis er nú talið skynsamlegt að nytja lerki fáeinum áratugum fyrr en áður var talið, eða um 50-60 ára aldur. Sem frumherjategund í skógrækt hefur lerki þann kost að vera ljóselsk tegund en ungplöntur þola illa samkeppni við gras. Það vex hins vegar vel í rýrum jarðvegi enda í góðu samfélagi við örverur og sveppi sem gefa því næringu. Lerki gefur gott timbur sem hefur innbyggða fúavörn og hentar því vel utanhúss. Vorkal Helstu veikleikar rússalerkis eru vorkal. Frá heimkynnum sínum í Rússlandi og Síberíu er það aðlagað því að veturinn standi stöðugur fram á vor og síðan komi vorið fyrir alvöru. Hérlendis geta komið hlýindakaflar síðla vetrar og snemma vors sem lerkið túlkar sem svo að nú sé vorið komið. Svo koma hretin sem við þekkjum öll vel og þá getur farið illa fyrir lerkitrjám sem eru komin í vöxt. Vorkal eftir vetrarhlýindi veldur stundum skemmdum og vaxtartapi hjá rússalerki. Eftir því sem loftslag hlýnar er líklegt að slíkar skemmdir verði tíðari. Því er skynsamlegt að gróðursetja nú rússalerki hærra í landinu en gert hefur verið hingað til. Enn um sinn verður rússalerki þó besta tegundin sem völ er á til að rækta í rýru landi á Norður- og Austurlandi. Kynbætur Til að bregðast við þessari þróun hefur um árabil verið unnið að kynbótum á rússalerki og tilraunum til blöndunar úrvalstrjáa af rússalerki og evrópulerki. Þessi blöndun hefur borið þann árangur að nú er í ræktun hjá Skógræktinni lerkiblendingur sem kallast 'Hrymur'. Fræ af þessum blendingi eru ræktuð með stýrðri víxlun í stóru gróðurhúsi í Vaglaskógi. 'Hrymur' sýnir kosti beggja tegundanna en síður galla þeirra. Hann vex mun betur en rússalerki en þrífst almennt betur hérlendis en evrópulerki. Þá hefur komið í ljós að hann vex einnig vel á réttum stöðum við suður- og vesturströndina. Með hlýnandi veðri í framtíðinni gæti evrópulerki líka orðið mikilvæg trjátegund í íslenskri skógrækt þar sem skilyrði verða best, einkum á Suðausturlandi til að byrja með. Pétur Halldórsson. Rússalerki Vel ræktaður lerkiskógur, bjartur og fallegur með ríkulegum botngróðri. Myndir /Pétur Halldórsson SKÓGRÆKT Börkur á ríflega áttatíu ára gömlu lerki í Guttormslundi í Hallorms- staðaskógi. LESENDARÝNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.