Bændablaðið - 25.08.2022, Síða 56

Bændablaðið - 25.08.2022, Síða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 Við kynnumst hér þeim eðalhjónum Hafdísi Brynju og Róberti, en þau búa á Hvalshöfða í Hrútafirði. Býli: Hvalshöfði í Hrútafirði. Staðsett í sveit: Húnaþingi vestra. Ábúendur: Róbert Júlíusson og Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 5 uppkomin börn og 8 barnabörn (allt strákar). Við erum með rúmlega 170 ær og venjulega 6 til 8 hrúta og allt eru þetta nú hálfgerð gæludýr. Við vorum lengi með tvo hunda en eftir að þau hurfu höfum við ekki fundið neinn til að fylla þeirra skarð enda leitun að heimskari og geðbetri hundi en hann Teitur okkar var. Gerð bús og stærð jarðar? Sauðfjárbú, 670 ha að stærð. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum, skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Yfir vetrartímann, þegar féð er komið á hús fer Róbert í húsin um hálf átta en Hafdís fer í vinnuna í Grunnskóla Húnaþings vestra þar sem hún er umsjónarmaður námsvers. Eftir gegningarnar fer Róbert í Skólabúðirnar á Reykjum þar sem hann er húsvörður. Um fjögurleytið förum við svo bæði til gegninga og gefum okkur góðan tíma í þetta. Róbert er heldur vinsælli hjá dömunum þar sem hann sinnir félagslegum tengslum með krikaklóri og klappi auk þess sem hann tekur lagið fyrir þær meðan hann rakar yfir krærnar. Húsin eru gömul með trégrindagólfi sem vill safnast á, ef hey slæðist niður, en okkur finnst mikilvægt að hafa húsin snyrtileg fyrir bæði dýr og menn. Frúin á nú líka sínar vinkonur þarna en stundum slettist aðeins upp á vinskapinn því hún sinnir leiðinlegu verkunum eins og bólusetningum og ormalyfsgjöf. Krakkarnir okkar koma svo og hjálpa til í haustsmalamennsk- unum og Júlíus, næstelsti sonurinn, hefur ótrúlega gaman af því að moka út úr fjárhúsunum á haustin. Einnig hafa þeir bræður, hann og Þorsteinn, lagað girðingarnar á vorin, sem er þvílíkur munur. Skemmtilegustu bústörfin er vafalaust sauðburðurinn, sérstaklega þegar vel gengur eins og í vor þrátt fyrir kalt vor. Og leiðinlegast er að senda gömlu ærnar í sláturhúsið. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegasta atvikið er sennilega þegar Hafdís var einu sinni sem oftar að vatna fyrripart vetrar og leit niður fyrir sig í krónni og sá hreyfingu í kjallaranum. Við nánari athugun kom í ljós að þetta var kollótt kind sem líklega var búin að ralla þarna í að minnsta kosti viku ef ekki lengur – en einhvern tíma um það leyti þurfti að taka upp grind í gólfinu til að gera við og þó við vitum ekki hvernig það gerðist þá hefur blessunin farið þarna ofan í. Hún var bara vel haldin því kjallarinn var tómur og það slæðist alltaf hey þarna niður, þannig að hún hafði færi á að labba á milli króa og éta slæðinginn. Kindin hlaut nafnið Gordjöss, vísun í lagið hans Páls Óskars, og varð langlíf afurðakind. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Vinsælasti maturinn? Í ísskápnum er alltaf til skyr, rjómi, smjörvi og ostur ... af því það er alltaf það sem Hafdísi dettur í hug að vanti ef hún skýst í búð eftir vinnu. Það hefur meira að segja komið fyrir að það sé vandræðalega mikið magn af þessum vörum fyrir tvær manneskjur. En uppáhaldsmaturinn er að sjálfsögðu íslenskt lambalæri og bara annað lambakjöt því það eiginlega getur ekki klikkað. Uppáhaldstæki? Uppáhaldstækin eru nú bara þau sem virka skammlaust þegar þarf að nota þau! Hvað er skemmtilegast að gera þegar ekki er verið að vinna? Efst á blaði samvera með krökkunum okkar og þeirra fjölskyldum. Það er líka gaman að ferðast þó við gerum of lítið af því. Svo er það bara oft þannig í sveitinni að skilin milli vinnu og frítíma eru óljós enda á lífið að vera leikur, er það ekki? LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Reykur er sérstaklega áhrifarík leið til að „krydda“ mat. Matur með miklu reykbragði sem við þekkjum helst hér á fróni. Eins og; hangikjöt, hamborgar- hryggur, reyktur lax og auðvitað beikon eru allt dæmi um kaldreyktar afurðir. Þar sem reykurinn í bland við salt var og er notaður til að varðveita matinn. Það vildi bara svo skemmtilega til að hann bragðaðist einstaklega vel eftir að búið var að elda hann. Heitreyking er þegar maturinn er beinlínis eldaður umvafinn reyk til bragðauka en varðveitir hann svo til ekkert umfram hefðbundna matseld. Í Bandaríkjunum fellur heitreykingin undir svokallað barbecue. BBQ hefur svolítið týnst í þýðingunni sem grill á íslensku. En grill og barbíkjú er svotil sitthvor endinn á eldiviðnum. Að grilla er að elda mat yfir kolum eða gasi við frekar háan hita tiltölulega snöggt en að skella í barbíkjú er að elda matinn lengi við lágan hita og mikinn reyk. Beint frá Ameríku Mikil hefð er fyrir slíkri eldamennsku í BNA og á annað hvert ríki um suðurmiðbik þeirra sína eigin útgáfu. Texas er ekki það sama og Kansas og hvað þá Karólína. Við hér á Íslandi eigum okkar eigin útgáfu af þess háttar eldamennsku, moðsuðuna. Hún var nokkuð algeng fyrir og um þarsíðustu aldamót. Eiginlega allt þar til Rafha eldavélarnar komu til sögunnar. Þá voru seigu bitarnir soðnir í marga klukkutíma einangraðir með moði. En þar sem fæstir eiga moð, eða vita yfir höfuð hvað það er, byggjum við á reynslu kanans og hægeldum svínabóg í nóg af reyk. Reykurinn og bógurinn Áður en við byrjum er best að láta alla vita að þetta tekur á bilinu sex til átta klukkutíma þannig að ef það á að borða klukkan 19 þá er eins gott að stilla klukku. En alla vega, svona gerum við þetta: Byrja að flá grísinn, skera skinnið ofan af bógnum, passa að taka ekki alla fituna sem er undir skinninu burt. Hún mun mýkjast upp og bráðna ofan í kjötið og þannig verður til sjálfvirkt svínavökvunarkerfi. Gott er að byrja á að smyrja kjötið upp úr sinnepi. Hvaða sinnep er notað skiptir kannski ekki öllu máli en gult, amerískt sinnep er klassíska valið. Sinnepið gerir það að verkum að kryddblandan festist vel við kjötið. Þá er bara að nudda bóginn upp úr kryddinu, sykrinum og saltinu og skella herlegheitunum á grillið. Gott að hafa í huga að ef hitinn er of nálægt matnum þá er gott að minnka eða jafnvel sleppa sykrinum alveg úr kryddblöndunni. Hitastigið skiptir miklu máli. Best er að halda honum á bilinu 100-120 gráður og reyna að láta hann ekki fara yfir 150 í lengri tíma. Lokið er nauðsynlegt að hafa niðri og ætti bara að opnast til að bæta á reykinn. Þannig er kjötið reykt í þrjá, fjóra tíma. Álið er málið Eftir þessa klukkutíma af reyk þarf að taka kjötið af grillinu og vefja því inn í álpappír. Jafnvel fyrst í góðan smjörpappír sem er án allra plastefna og svo í álið. Herlegheitunum er svo hægt að henda aftur út á grillið eða, af því að kjötið er búið að fá í sig allan þann reyk sem það fær, skutla kjötbögglinum beinustu leið inn í bakaraofn. Stilla á 150-170 gráður og elda þangað til að kjötið fellur af beininu og auðvelt er að rífa það í sundur. Tekur yfirleitt aðra þrjá, fjóra tíma. Það þýðir ekkert að mæla hita af því við erum að elda þangað til kjötið verður mjúkt en ekki ákveðið heitt. Gott að hvíla kjötið í um hálftíma áður en það er svo tætt niður með tveimur göfflum eða hitaþolnum höndum. Ekki endilega vegna þess að það þarf á hvíldinni að halda eins og góð nautasteik. Það er einfaldlega of heitt til þess að rífa það. Passa upp á að inni í bögglinum er safi sem að lekið hefur úr kjötinu í hitanum. Þessi safi er gulls ígildi til að velta kjötinu upp úr þegar búið er að rífa það niður. Hrásalat, maískorn, bakaðar kartöflur eða léttsteikt grænkál er frábært sem meðlæti. Þeir sem telja að barbecuesósa úr búðinni geri þennan rétt betri, geri það á eigin ábyrgð. Tækin Í henni Ameríku brúka atvinnumenn jafnt sem alvöru áhugamenn sérstaka reykofna hvar eldurinn er aðskilinn kjötinu. Fæstir hér eiga slíkan grip en flestir eiga annaðhvort sæmilegt gasgrill eða kolaknúið kúlugrill. Hvort tveggja er hægt að nota með góðum árangri. Gasgrill: Notast er við óbeinan hita þannig að einungis er kveikt á einum brennara og hitanum haldið eins langt frá kjötinu og hægt er. Harðviðarkubbum eða spæni komið fyrir í álpappír eða þar til gerðum reykboxum sem er sett beint yfir eldinn, undir grindina, þannig að þeir gefi frá sér reyk. Ef eldur kviknar í viðnum er gott að slökkva í bálinu með vatni. Grillkúla: Það þarf líka að notast við óbeinan hita á kolagrilli þannig að lok er nauðsynlegt. Hægt að hafa kolin til hliðar og bæta jafnt og þétt á reykinn bæði kolum og harðviði eða brúka ormaaðferðina svoköllaðu. Þá er kolum raðað í tvöfalda röð eftir ytra byrði grillsins og heitum kolum hellt í annan endann sem svo aftur kveikir í restinni eins og um hálfgerðan kolakveikiþráð sé að ræða. Harðviðarkubbunum er svo komið fyrir með reglulegu millibili ofan á orminum þannig að hann reyki en kveiki ekki í öllum herlegheitunum í einu. Þar sem er reykur, er bragð Haraldur Jónasson haradlur@gmail.com Best að hafa bóginn af stærri gerðinni þannig að það verði afgangur í samlokur. Þessi er svona nokkurn veginn eins góð og þær gerast afgangssamlokurnar. Hita slatta af kjöti, skella á súrum gúrkum og svo sósu búna til úr amerísku sinnepi, safa af súrum gúrkum og sterkri eldpiparsósu. (Þegar vel tekst til við heitreykingu myndast lag af rauðleitu kjöti yst á bógnum. Þetta kallar atvinnumaðurinn reykhringinn.) Myndir / Hari Hvalshöfði Það er nauðsynlegt að notast við harðvið þegar verið er að reykja mat. Tegundir eins og t.d. Hikkorí, Mosquit eða eik. Þegar verið er að reykja ekki mikið lengur en fjóra tíma skiptir ekki öllu máli hvaða harðviður er notaður en það þarf að vera harðviður. Á Íslandi vex enginn harðviður, en birki er hægt að nota ef ekkert annað finnst. Barrtré hvers konar virka ekki. Í þeim er harpix og alls konar annað jukk sem sótar og það er ekki eitthvað sem er gott á bragðið. Það má örugglega prufa sig áfram með taðreyk ef stemning er fyrir því á heimilinu. Vonandi þarf ekki að taka það fram að viðurinn þarf að vera ómeðhöndlaður af lakki, olíum og límefnum. Þannig að ekki reykja matinn upp úr parketi. Reykurinn 3 hlutar salt 3 hlutar púðursykur 2 hlutar paprikuduft 2 hlutar laukduft 1 hluti hvítlauksduft 1 hluti pipar 1 hluti kóríanderduft 1 hluti cumminduft Kryddblandan Hjónin Haddý og Róbert í essinu sínu ... Júlíus er hér ákaflega myndrænn. Þorsteinn tilbúinn í slaginn! Hér fyrir miðju má sjá dótturdóttur Gordjöss, hana Rögnu Ragnars.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.