Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Side 15

Skessuhorn - 17.08.2022, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 15 Þín leið til fræðslu Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is Sveitamennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sveitamennt@sveitamennt.is Borg á Mýrum Messa og messukaffi í tilefni starfsloka Þorbjarnar Hlyns Árnasonar sóknarprests og prófasts að Borg verður kl.14 næstkomandi sunnudag 21. ágúst. 40 ára starf að baki á höfuðstað Borgarfjarðar! Orgelspil og söngur í messunni. Með von um að sem flestir geti mætt, sóknarnefndin. m.a. í því aukið samtal við nem- endur skólans þar sem þeim er gert í ljós hver réttindi þeirra, sem barna, eru og skyldur. Margt spennandi er á döfinni í skólanum í vetur og nefnir Júlía að áfram verði unnið að auknu foreldrasamstarfi og bættum skólabrag. Laugargerðisskóli Engin eiginleg skólasetning er í Laugargerðisskóla en skólastarf hefst að morgni 22. ágúst. Nem- endur mæta þá með skólabíl í skól- ann eins og aðra daga ársins en dagurinn verður styttri en á að venjast og óformlegri. Mikil breyting varð á starfsliði skólans nú í sumar. Þrjár kennara- stöður eru við skólann og ráðnir voru inn nýir kennarar í tvær þeirra. Þá var einnig ráðinn inn nýr stuðningsfulltrúi. Í ár stefnir í að 14 nemendur verði við skólann, þar af eru fimm börn frá Þýskalandi og tvö börn frá Litháen. Fjölmennasti bekkur skól- ans er 6. bekkur, í honum eru fjórir nemendur. Annars er dreifing nem- enda á bekkina nokkuð jöfn, en ekki eru nemendur í öllum árgöngum. Síðustu ár hefur Laugargerðis- skóli tekið inn núllta bekk á vor- önn, það eru nemendur sem eiga að hefja skólagöngu í fyrsta bekk komandi haust. Sigurður Jónsson, skólastjóri, segir að því verði haldið áfram og vonast jafnvel til að geta tekið inn núllta bekk fyrr í ár eða strax þegar líður á haustið. Grunnskóli Snæfellsbæjar Skólasetning í Grunnskóla Snæ- fellsbæjar verður mánudaginn 22. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá strax daginn eftir, 23. ágúst. Nú eru skráðir í skólann um 220 nemendur sem deilast niður á þrjár starfsstöðvar. Í Ólafsvík verða nemendur í 6.-10. bekk, 114 tals- ins. Á Hellissandi eru 89 nemendur í 1.-5. bekk og í Lýsudeild skólans á Lýsuhóli í Staðarsveit eru 20 nem- endur og er þar kennt í 1.-10. bekk. Búið er að manna í allar stöður í skólanum og er Hilmar Már Ara- son, skólastjóri, ánægður með hvernig til tókst. „Við auglýstum auðvitað allar lausar stöður, en staðan er bara sú að það er erfitt að fá menntaða kennara til starfa hér. Það má segja að við ölum upp okkar eigin kennara, við ráðum inn gott fólk og hvetjum það svo til að fara í kennaranám og svo þurfum við bara að vona að fólkið komi til baka til okkar að námi loknu.“ Húsnæði skólans á Hellissandi hefur verið endurnýjað töluvert á síðustu mánuðum bæði að innan og utan. Enn er þó heilmikið eftir. „Það hefur reynst mjög erfitt að fá iðnaðarmenn og endurbæturnar við skólann stranda helst á því. Til að mynda stendur til að skipta út öllum gluggum í byggingunni. Það er búið að kaupa gluggana og þeir eru komnir en það fást ekki smiðir í vinnu við að setja þá í. Annars erum við mjög ánægð með þær fram- kvæmdir sem náðst hefur að klára og má þá helst nefna að aðgengi fyrir fatlaða að húsinu er orðið mjög gott, bæði er kominn rampur við húsið og rafmagnshurð.“ Undanfarin ár hefur í skólanum verið lögð áhersla á átthagafræði, og verður svo áfram í vetur, og segir Hilmar að skólinn sé sá eini á landinu sem kenni það fag. Átt- hagafræði er fræðsla um grenndar- samfélagið og eru lykilþættirnir náttúra, landafræði og saga sveitar- félagsins. Grunnskóli Grundarfjarðar Föstudaginn 19. ágúst verður grunnskólinn settur í Grundarfirði og hefst kennsla samkvæmt stunda- skrá á mánudagsmorgun 22. ágúst. Rétt rúmlega 100 börn eru skráð í skólann þennan veturinn og er það örlítil fjölgun frá því í fyrra. Vel gekk að manna í þær stöður sem auglýstar voru og er Sig- urður Gísli Guðjónsson, skóla- stjóri, ánægður með sitt starfsfólk. „Við erum með tæplega 13 stöðu- gildi kennara hér í skólanum og þar af eru einungis tveir sem ekki hafa leyfisbréf til kennslu og er annar af þeim í grunnskólakennaranámi.“ Síðustu ár hefur verið mikið um útikennslu í skólanum og segir Sig- urður að henni verði haldið áfram í vetur. „Við ætlum að einblína meira á list- og verkgreinar og íþrótta- starf í vetur og halda áfram að vera mikið í útinámi.“ Sumarið var nýtt í endurbætur á húsnæði skólans, gerður nýr inn- gangur, gert við múrverk að utan og húsið málað. Vonast er til að það verkefni klárist áður en skólastarf hefst. Grunnskólinn í Stykkishólmi Setningarathöfn Grunnskólans í Stykkishólmi fer fram miðviku- daginn 24. ágúst klukkan 10 fyrir 1.-7. bekk og klukkan 11 fyrir 8.-10. bekk. Kennsla hefst sam- kvæmt stundaskrá daginn eftir, fimmtudaginn 25. ágúst. Vel hefur gengið að manna lausar stöður við skólann og er ráðningum lokið utan einnar stöðu sem enn er aug- lýst, það er staða kennara í list- og verkgreinum. Við skólann eru 20 kennarastöður sem mannaðar eru ýmist af faglærðum kennurum eða leiðbeinendum sem eru í kennara- námi. Þá er einn leiðbeinandi sem er menntaður matvælafræðingur. Töluverð fjölgun er á nem- endum. Í vetur verða 165 nem- endur við skólann en þeir voru 151 síðasta vetur. Ástæðan fyrir þessari fjölgun er sú að í vor útskrifaði skólinn sjö nemendur úr 10. bekk og var það sögulega fámennur útskriftarbekkur í skólanum. Nú innritast svo 19 nemendur í fyrsta bekk. Berglind Axelsdóttir, skóla- stjóri, segir skólann horfa fram á meiri fjölgun næstu árin. Búið sé að stækka leikskólann í bænum og nú sé grunnskólinn í ákveðnum breytingafasa. „Það er verið að taka kjallarann í skólanum í gegn og verið að breyta kennslurýmum þar. Það er svolítið spennandi verkefni því þar ætlum við til dæmis að setja upp snillismiðju sem má kannski segja að sé eins konar byrjunarfasi af FabLab.“ Í kjallaranum verða kenndar list- og verkgreinar og þar verður einnig til húsa svokallað „Regnbogaland,“ sem er eins konar gæsla eða frístund fyrir börn að loknum skóladegi. „Við erum mjög spennt fyrir þessum breytingum og veturinn leggst vel í okkur og svo horfum við fram á vonandi hefð- bundinn skólavetur eins og var fyrir Covid,“ segir Berglind að lokum. Auðarskóli í Búðardal Skólasetning Auðarskóla í Dölum fer fram þriðjudaginn 23. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stunda- skrá morguninn eftir, miðviku- daginn 24. ágúst. Nemendur skól- ans verða 88 talsins í vetur og er það svipaður fjöldi og verið hefur. Herdís Erna Gunnarsdóttir er nýr skólastjóri Auðarskóla og hún segir að vel hafi gengið að manna starfs- lið skólans fyrir veturinn. „Það gekk vel að manna. Við erum með reynda kennara og svo erum við með fólk sem hefur verið hjá okkur í nokkurn tíma, er í kennaranámi og er búið með stóran hluta þess. Í raun réðum við bara inn einn nýjan starfsmann sem mun sinna kennslu í vetur.“ Veturinn leggst vel í Herdísi og hún segir margar hugmyndir vera uppi á borðum að skemmtilegum verkefnum og hlakkar til samtals við starfsfólkið sitt. „Við ætlum að reyna að vera strax með útivist- ardag, helst bara fimmtudaginn 25. ágúst ef veður er gott, þá verður útikennsla í öllum bekkjum skólans og þetta verður svona „útivistar- dagur í héraði.“ Reykhólaskóli Reykhólaskóli hefst mánudaginn 22. ágúst með svokölluðum tvö- földum degi en þá er skólasetning og kennsla hefst svo í beinu fram- haldi af henni. Í vetur eru 30 nem- endur skráðir í grunnskólann og 12 börn eru í leikskóladeild skólans. Nýr skólastjóri var ráðinn í sumar og er það hún Anna Mar- grét Tómasdóttir, sem áður var forstöðumaður ungmennabúðanna á Laugum og síðar Laugarvatni. Vel gekk að ráða í lausar stöður við skólann og er hann vel mannaður, að sögn Önnu Margrétar. Fimm kennarar verða við kennslu í vetur í fjórum stöðugildum auk iðju- þjálfa og stuðningsfulltrúa. „Það er jákvæð og góð stemning í sveitar- félaginu og ég held að flestir séu spenntir fyrir vetrinum, ég veit að ég er það,“ segir Anna Margrét. Það verður nóg um að vera í Reykhólaskóla í vetur og áfram verður samstarf við aðra minni skóla eins og á Hólmavík og í Búðardal en unglingadeild Reyk- hólaskóla hefur t.d. mætt þangað í félagsmiðstöðvar. Þá er Reykhólaskóli einn af sam- starfsaðilum verkefnisins „Læris- sneið,“ en í því verkefni hittast nem- endur, í unglingadeildum fámennra skóla, á netinu og velja sér þar val- grein sem þeir hafa áhuga á. Val- greinar sem verða í boði í vetur eru t.a.m. kökuskreytingar, eðlis- og efnafræðival, kvikmyndagerð, kynjafræði og rafíþróttir. Með þessu verkefni er fámennari skólum gert kleift að bjóða nemendum upp á fjölbreyttari valgreinar svo allir finni eitthvað við sitt hæfi. gbþSkólastarf í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Ljósm. úr safni/þa

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.