Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 74
72
e. MIÐKOT
Leiðarmerki eru : Steyptur stöpull, sem stendur á skeri fyrir
neðan Mársbúðir, á að bera í vörðu á Nesjafit, og er haldið
eftir þeim merkjum þar til að Moshús ber i sundmerkið í
Hvalsnestúni, og skal þá halda þá stefnu, en heldur þó til djúps,
meðan örugg merki vanta til lciðbeiningar inn í vörina. Lending
þessi er ónothæf fyrir ókunnuga nema í góðu.
f. SANDGERÐI (Hamarssund)
Víkin (legan) er svo grunn, að stórir vélabátar fljóta ekki uni
fjöru nema á litlum bletti. Botninn er víðast hvar grjót og klapp-
ir. Stefna sundsins er SA. Leiðarmerkin eru: Varða upp í heiði
ber um Sandgerðisvitann (viti nr. 4) og skal halda þá stefnu,
þangað til tré sem stendur á svokölluðum Kirkjukletti ber í vest-
urgafl hússins á Bæjarskerjum, og er þá þegar komið inn á vík.
Þegar Hamarssund er ófært, er auk vitaljóssins sýnt stöðugt,
rautt Ijós fyrir neðan vitapall.
3. GERWAHREPPUR
a. LAMBASTAÐIR
Lendingin er fyrir neðan bæinn, stefna leiðarinnar er suður.
í vörinni er sandur, grjót og klappir. Leiðarmerki eru tvö tré,
sem eiga að bera saman. Neðra tréð er 20 m. frá sjó 5 m. á hæð,
efra tréð er 10 m. á hæð, millibil er 150 m. Lendingin er góð
með lágum sjó, en slæm um flóð ef il! er veður. Með láguin sjó
er hún nothæf sem neyðarlending. Skammt fyrir neðan fjöru-
borð er klapparnef, og er þar beygt af stefnu merkjanna, og
ræður sjónhending leið upp i vörina, og er lendingin þvi var-
hugaverð fyrir ókunnuga.
b. AKURHÚS (Lónið',
Vörin er skammt fyrir neðan bæinn. í vörinni er sandur, möl
og grjót. Á sundinu er engin boði eða blindsker. Lendingin er
betri með lágum sjó, talin í meðallagi góð, en ekki nothæf sein
neyðarlending. Leiðarmerki er 2 tré 8 m. há, neðra tréð stendur
20 m. frá sjó, en fjarlægð milli merkja er 00 m. Þessi 2 tré eiga
að bera saman, og er stefnan SSV. Stefnu þessari er haldið þar
til að tré, 6 m. hátt, er stendur uppi í túninu, ber i reykháfinn a
vestra íbúðarhúsinu í Akurhúsum, er þá breitt um stefnu, og
haldið SV og inn í vör.