Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 114
112
fjalls um fjárhúsin frá Vestiir-Mundakoti. Þegar lagt er inn sund-
ið, er haldið austan til við Steinskot, þangað til að tré, sem
stendur í fjörunni á Gamla-Hrauni, ber í svonefnda Bjarna-
vörðu. sem er vestast í Stokkseyrarlandi, á hákampinum fyrir
framan sjógarðinn, en féll niður í sjávarflóði fyrir nokkrum ár-
um. Þar er stórt sker sem heitir Þyrill. Laust innan við þetta
slcer eiga aðalmerkin að bera saman, og þeirri stefnu haldið dá-
lítinn spöl, svo er beygt til hægri fyrir flúðir sem þar eru, svo
til vinstri þar til merkin bera saman, þá er þeirri stefnu haldið,
þar til Þrihyrningur ber um Stóra-Hraun. Þá er beygt eftir því,
hvort lenda á í Mundakots- eða Háeyrarlendingu. Þegar komið
er inn úr sundinu, og ef hrimlaust er og flóð, má halda beina
linu á Eyvakot, ef fara á i Eyvakots- eða Háeyrartendingu. Ef
lenda á í Mundakoti, verður fyrst að halda lítið eitt austantil
við merkin, en svo má halda eftir stefnu merkjanna inn undir
lendinguna.
Rifsós er talinn betri með háum sjó; úr því að hálfallið er
út verður að fara einlægar krókaleiðir, sem aðeins er fært
þaulkunnugum mönnum. Árabátar hafa tíðast notað þessa lend-
ingu, en nú eru þeir að mestu leyti lagðir niður.
b. EYRARBAKKI
Einarshafnarsund. Stefna sundsins er NA. Leiðarmerki eru:
Grjótvarða 4.5 m. á hæð, hún stendur 15 m. frá sjó, og tré 12 m-
á hæð með ljríh. spjaldi á toppnum; fjartægð milli merkja er
40 m. Þegar tagt er á sundið eiga þessi merki að bera saman, og
þeirri stefnu haldið inn úr sundi, eða þar til kirkjuturninn ber
um burstina á Einarshafnarbúð, og er þá hatdið sjónhending
inn á skipaleguna. í lendingunni er möl og klappir. Bcggja megin
leiðar eru boðar og blindsker. Lending þessi er árlega notuð
við sjóróðra, en er ekki álitin nothæf sem neyðarlending.
c. EYR ARBAKIvt
Bússa. Leiðarstefnan er ANA. Leiðarmerki eru: Grjótvarða,
sem stendur 15 m. frá sjó, 4.5 m. á hæð, og tré 12 m. á
hæð með þrih. spjaldi á toppnum; fjarlægð milli merkja er 40
m. Þegar sundið er tekið eiga þessi merki að bera saman, og þeirri
stefnu hatdið alla leið, þar til 2 tré, sem standa austar í þorpinu,
bera saman; þau eru bæði með þríh. spjaldi á toppnum; er þa
lieygt og haldið eftir þeiin merkjum austur skipaleiðina. Leið
jiessa fara öll stærri skip inn á leguna á Eyrarbakka og er hun
árlega iiotuð við sjóróðra. í lendingunni er möl og klappir: hun
er hetri með háum sjó, eii ekki talin nothæf sem neyðarlending.
(Sbr. vita nr. 98 og sjómerki nr. 101).