Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 108
106
j. KROSS
Lendingin er beint niður frá bænum Krossi; stefna hennar
er suðvestur. Leiðarmerki eru engin, en aðeins skal gæta þess,
að hafa klöppina á stjórnborða þegar inn er farið. í leiðinni eru
engir boðar né blindsker. Betra er að lenda um flóð. Lending
þessi er notuð sem neyðarlending í vestanátt.
96. Norðfjarðarhreppur.
97. Neshreppur.
98. HELGUSTAÐAHREPPUR
a. YAÐLAHÖFN
Það á aðeins að sjást í bæinn ímustaði framundan Lóna-
hrauni; stefna er NY., og á að halda henni, þar til komið er inn
á móts við tanga þann, er húsin standa á; þá er breytt uni
stefnu og haldið í NA. fast með tanganum og upp i lendinguna.
Lending þessi er talin fremur góð.
b. KIRIvJUBÓLSHÖFN
Stefna skal á bæinn Kirkjuból, og á hann að vera fast við
hraun það, sem hann hverfur undir. Slefna er NV. Þegar komiS
er á móts við þar sem fiskihúsin standa, er breytt um stefnu og
stefnt í N. beint i sundið milli skers og klappar, og farið seiu
næst skerinu, stefna NY., og haldið beint í skarð, sem er á miHi
kletta, þar til komið er miðja vega frá sundi til lands; þá er
breytt um stefnu og haldið í SSV. út undir klöpp ])á, sem fariS
er með upp í vörina.
c. VATNSFJARA
I'rá lendingunni sést enginn bær en næsti bær er Krossanes■
Leiðarmerki eru engin. Að utanverðu við lendinuna er klappar'
tangi, en að innanverðu er klöpp. Nokkuð fyrir innan Iending"
una er sker. Úpp í lendinguna er haldið þráðbeint, mití á milÞ
tangans og klapparinnar.
d. SANDBÁS
Lendingin (Sandbás) er 250 m. fyrir innan og neðan bæinu
Karlskála; stefnan er beint upp í vör. Fyrir utan lendinguna eru
háir klettar, en upp undan henni eru klettabelti. Leiðarmerki eru
ekki önnur en stór steinn í miðjum básnum, og er farið aðeins
árafrítt við hann, að innanverðu. Bezt er að lenda með hálffölln-
um sjó. Lending þessi er aðal-þrautalending á Karlskála og sjálf'