Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 78
76
bryggjunnar, sem alltaf er upp úr að einhverju leyti. Lenda skal
að sunnanverSu viS bryggjuna.
i. YTRI-NJARÐVÍK
Vörin er ca. 15 m. fyrir sunnan bryggjuna. Efst í vörinni er
möl og sléttar klappir, en aS framan er grjót og sandur. LeiSar-
merki eru engin. Lendingin er talin góð, en varasöm í austan- og
suðaustan stórviðri.
j. INNRI-NJARÐVÍK
Tjarnarkotsvör er niður undan bænum Tjarnarkot. Þar er
steinbryggja, sem alltaf er upp úr að einhverju leyti. FjöruborS
er svo mikið, aS bátar fljóta tæplega að um fjöru, eða fyrr en
hálffallið er að, en þá er gott úr því.
k. INNRI-NJARÐVÍK
I Innri-Njarðvík er steinbryggja niður undan bænum. Leiðar-
merki eru engin. Að sunnanverðu við bryggjuna er möl, en að
norðanverðu eru sléttar klappir. Við bryggjuendann að sunnan-
verSu er sker sem ekki flýtur yfir með lágum sjó, og er þá bezt
að stefna á bryggjuendann og beygja svo fast upp með bryg'g'j-
unni.
5. VATNSLEYSUSTRANDARHREPPUR
a. VOGAR
Leiðarmerki inn á Vogavík eru: Keilir um Bræðraimrt, seni
er syðsti bærinn i Vogunum, sé dimmt eru 2 rauð ljós sem eiga
að bera saman i sömu stefnu. (Viti nr. 9). Af þessari leið er
beygt upp í eftirtaldar lendingar. Fyrst upp í lendingarnar 1
Bræðraparli og Snðurkoti og' er þá sömu stefnu haldið, alla leiö
upp í sand. þar næst upp i lendinguna í Hábæ, þar er lent við
bryggju. Upp i lendinguna í Stóruvogum er beygt af áðurnefndn
leið, þegar komið er inn fyrir svonefndan Stóruvogatanga, þá er
beygt til norðurs með tanganum að sunnanverðu og upp í vör.
í öllum þessum lendingum er sandur, og landtaka ágæt. Útgerð
hefir allt af verið þarna á opnum bátum, og vélbátum í seinni
tið. Vogavík er góð höfn, nema í norðvestan stórviðri, enda
koma fiskiskip oft þangað inn, og liggja þar i vondum veðruni-
b. MINNI-VOGAR
Lendingin er i norðvestur frá íbúðarhúsinu Minni-Vo(j(ir
Leiðarmerki eru: Arahólsvarða á að vera aðeins laus við aust-
urgaflinn á íbúðarhúsinu Minni-Vogar. Fjarlægð frá sjó h.