Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 102
100
81. Svalbarðsstrandarhreppur.
82. GRÝTUBAKKAHREPPUR
a. NOLLARVÍK
Víkin liggur til austurs, innan við Laufásgrunn. Víkin er held-
ur grunn, en þar er allgott lagi og ágæt lending.
b. KLJÁSTRÖNI)
Lendingin er á móti vestri framundan ibúðar og fiskihús-
unum. Fyrir miðri ströndinni er staurabryggja, og geta vélbát-
ar allt að 10 smál. lagst við hana, nema um stórstraumsfjöru.
Um 900 m. fyrir norðan lendingarstaðinn, gengur fram kletta-
nef, laust framan við það er drangur, kallaður Skágarmaður■
Þegar sést á milli Skógarmanns og lands, er maður laus við
grynningarnar sem ná um 160 m. út frá landi, og gera vélbát-
um ófært að komast að bryggjunni um stórstraumsfjöru. Grynn-
ingar þessar eru framhald af Laufásgrynningunni, og ná norður
á móts við nyrsta húsið á Kljáströnd.
c. HÖFÐÍ
Ilöfðastekkur (lendingin) er i suður frá bænum Ilöfða, og
liggur móti suðri. Var áður notað sem útgerðarstöð, en hefir
lagst niður vegna vaxandi grynninga (Laufásgruiui). Þó er hún
enn notuð sem neyðarlending fyrir vélbáta frá Grenivík og Kljá-
strönd.
d. GRENIVÍK
fíreniuík liggur móti norðvestri. Bezt er lendingin við Akiir-
læk, nyrst og austast í víkinni. I lendingunni er sandur og möl-
e. FINNASTAÐIR
Það er næsta lending fyrir norðan Grenivík, liggur móti
vestri niður undan bænum Finnastöðum. Það er talin bezta
lending að austanverðu við Eyjafjörð norðan Greniuík, þar
er líka góð bátalega.
f. SVÍNARNES
Lendingin er þröngur vogur inn á milli kletta, aðeins fyrn
einn vélbát í góðu. Vogurinn liggur á móti vestri, og er beint
niður undan bænum.