Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 91
89
lendingin í Ranöasandshreppi fyrir sunnan Látrabjarg, sem
lending getur heitið.
b. HVALLÁTRAR
Um lendinguna sjá sjómerki nr. 35, Látravik.
c. BREIÐAVÍK
Lendingin er suður og niður undan bœnum, stefna hennar
er SSV. Leiðarmerkin standa á hvítum sandi, dökkmáluð, og
sjást vel; þau eru tæpir 2 m. á hæð (steypt). LTm stórstraums-
flóð fellur sjór upp að neðra merkinu, en hitt er 80 m. ofar. —
Þegar haldið er upp i lendinguna, er boði á bakborða 250 m.
frá landi, um smástraumsfjöru sést á hann, en að vestanverðu
eru flúðir. Lendingin er talin góð i allra vestan- og suðvestanátt,
en betri um flóð, því þá er farið vesturmeð, fyrir innan skerin,
þar er smásævi þó brjóti á skerjum.
d. KOLLSVÍIv
Lendingin er norðaustantil i víkinni, hún er alveg ónothæf
nema fyrir vel kunnuga. Leiðin er í einlægum krókum á milli
skerja og boða.
e. SELLÁTRANES
Lendingin er spölkorn niður frá bænum, stefna hennar er
SV. Leiðarmerkin eru 2 hvítinálaðar vörður 2 m. á hæð. Néðra
merkið er 20 m. fyrir ofan flæðarmál, hitt er 10 m. ofar. í lend-
ingunni er sandur, hún er bezt með hálfföllnum sjó, er talin góð
lending í allri sunnan- og vestanátt.
f. TUNGA
Lendingin i Tungu er í Gjögrabót í Örlggshöfn. Leiðarmerki
eru engin, en lent er við sandinn þar sem grjóturðin endar.
37. Patreksfjarðarhreppur.
38. TÁLKNAFJARÐARHREPPUIÍ
a. SUÐUREYRI
Stefna lendingarinnar er í vestur. í lendingunni er slétt smá-
möl. Leiðarmerki eru engin, og á leiðinni er engin boði né
grynningar. Lendingin ágæt hvernig sem stendur á sjó.
h. HVANNADALIJR
Lendingin er i Suöuregrar-hmdi, stefna hennar i vestur.
Leiðarmerki eru 2 grjótvörður í vestur, 1% m. háar, sú neðri