Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 116
114
c. ÞORKELSGERÐI
Lendingin er í suðaustur frá bænum. Leiðarmerki eru varða
sem stendur á sjávarkampi, beint fyrir framan bæinn Stóra-
gata, varðan er 2 m. á hæð og tré uppúr henni. Önnur varða 2 m.
á hæð, sem stendur á hól, og á að bera í austasta hnúkinn á Sel-
vogsheiði, millibil milli varðanna er 1320 m. Þessar vörður eiga
að bera saman og halda þá stefnu, þangað til tré, sem stendur á
sjávarkampi, austan til við Þorkelsgerði, ber í vörðu, sem er 3
m. á hæð, og stendur á hól þar fyrir ofan, millibil er 400 m.
Þegar þessi síðarnefndu merki bera saman, skal halda þá stefnu
inn að Goltanganefi, og svo vestur inn á milli tveggja skerja, og
beinl inn í Þorkelsstaðalendingu. Áður en lagt er á sundið, skal
gæta ])ess að liggja ekki nær brimgarðinum en það, að vitinn
(Selvogsvitinn, nr. 101) beri frainan við öll sker á Bjarnastaða-
hólma. í vörinni er þangvaxið grjót. Lendingin er talinn góð
Hún hefir ekki verið notuð nokkur síðastliðin ár.
d. HERDÍSARVÍK
Lendingin er vestantil við salthús sem stendur á sjávarkamp-
inum. Leiðarmerki eru tré (hleri festur á toppinn), sem er 4 m.
á hæð, á sjávarkampi austan við salthúsið og grjótvarða; upp úr
henni er tré 3 m. á hæð, millibil 250 m. Þessi merki eiga að bera
saman þegar lagt er á sundið, og bæði merkin að bera í svokall-
aðan Sundhamar, sem er austast i fjallinu fyrir \estanMosaskarð.
Eftir þessum merkjum á að halda alla leið inn á móts við klappir
þær, sem eru að austanverðu við vörina, og svo sjónhending vest-
ur með klöppunum, og upp í vör. Áður en lagt er á sundið, skal
gæta þess, að fara ekki nær en það, að grjótvarða sem stendur
fyrir ofan, ber i vestra hornið á Geitahlíð. Varða þessi er
3 m. á hæð og sést vel. í vörinni er grjót og sandur. Lendingin er
talin góð, og hefir oft verið notuð sem neyðarlending, bæði úr
Selvogi og Þorlákshöfn.
118. GRINDAVÍKURHREPPUR
a. SELATANGAR
Lendingin er i suðaustur 3—4 km. frá Isólfsskála, og liggur
móti suðvestri. Leiðarmerki eru: Drangur (Dangon) sem nú er
fallinn, hann átti að bera í hæstu sílinguna á Nápshliðarhálsi.
í lendingunni er sandur, en klappatangar báðum megin. Lend-
ingin er talin tæplega nothæf sem neyðarlending, hún hefir
ekki verið notuð s.l. 50—GO ár.