Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 81
79
tjcimarnesi, og Vifilfell um Klapparhjalla, sem er hólmi eða sker,
framundan Skildinganesi, er þá haldið á Vifilfell, þangað til að
'-skjuhálsinn ytri ber um Nesstofu innan til, sem nú er notuð sem
'piðarmerki síðan bærinn Gesthús var rifinn, þá er beygt til suð-
l|rs, og haldið þeirri stefnu þar til Valahnúka ber um Bessa-
staði, þá er stefnt á Vifilfell og inn á Seyla. Næst fyrir sunnan
bessa leið, er svokallað Valahnúkasund, það er lika talin örugg
ieið í hvaða veðri sem er. Sundið er tekið þegar innri Esjuháls-
inn er vestantil við Gróttu, og Valahnúkar um Bessastaði, og
þeirri stefnu haldið þar til að Esjuhálsinn ber innan til við Nes-
stofu þá er beygt og haldið á Vifilfell og inn á Seylu. Þar er lent
1 möl, og lending ágæt.
8. SELTJARNARNESHREPPUR
a. KÓPAVOGUR
Lendingin í Kópavogi er fyrir neðan túnið, þar er sandur
°g möl þar sem lent er. Útfiri er svo mikið, að ekki er hægt að
lenda þar nema um flóð. Lendingin er aðeins notuð af mönn-
Um sem stunda hrognkelsaveiði.
b. SKILDINGANES
Leiðarmerki eru þar engin. Út af lendingunni eru flúðir, sem
brýtur á í vestan- og norðvestan átt. Lendingin er góð með há-
Um sjó, en um fjöru er helzt ekki hægt að lenda i sjálfri vörinni.
* lendingunni er sandur. Þar er steinbryggja, sem liggur út í
'’örina. Nú er lendingin notuð aðeins af mönnum sem stunda
þrognkelsaveiði. Löggilt höfn er i Skildinganesi og þar hafskipa-
þfyggja, sem h.f. Shell hefir byggt.
c. LAMBASTAÐIR
Lendingin er í vestur frá íbúðarhúsinu. Leiðarmerki eru
eugin, leiðin er krókótt, og lendingin er talin fremur slæm, en
öezl að lenda um flóð. Það er talið betra að lenda austast í
Lambastaðalandi upp í malarkampinum, þar sem afrennslið úr
Lambastaðamýri fer í gegnum grandann. Nú notar engin Lamba-
staðavör, enda hefir henni ekki verið haldið við í seinni tið.
d. MELSHUS
Þar er lent við steinbryggju sem er beint fram af fiskverk-
Unarstöð h.f. Kveldúlfs. Allstórir vélbátar fljóta að bryggjunni,
eu að vestanverðu við hana má lenda á opnum bátum upp í
fjöru — - nema um flóð. Bezt er að lenda við bryggjuna með
þáuni sjó. Hún er aðeins notuð fyrir vélbáta sem flytja að og