Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 109
107
sagt fyrir ókunnuga að lenda þar, heldur en í lendingunni, sem er
niður frá bænum, og oft er notuð af heimamönnum.
99. Eskifjarðarhreppur.
100. Reyðarfjarðarhreppur.
101. FÁSKRÚÐSFJARÐARHREPPUR
a. BERUNES
Berunes er að sunnan verðu við Heyðarfjörð, lendingin er í
vík milli svonefndrar Grímu að austan og Griphaldatanga að
vestan, sem Griphaldahúsið stendur á. Leiðin er hrein, og engir
boðar eða grynningar á henni. Lenda skal í möl fyrir neðan
fiskihús sem þar stendur. Bærinrí Berunes sést ekki frá lend-
ingunni. Hún er talin bezta lendingin að sunnanverðu við
Beyðarfjörð.
h. HAFRANES
Hafranes er að sunnanverðu við Reyðarfjörð. Lendingin er
ríiður í Hafranestanganum vestantil við íbúðarhúsið á Hafra-
Uesi. Norðaustan við tangan er blindsker. Leiðarmerki eru eng-
in. Lenda skal í malarfjöru milli bryggjanna, sem liggja fram
af fiskihúsunum, eða innanvert við húsið.
c. YATTARNES
Lendingin er vestan við Vattarnestangann sem vitinn stendur
a, sbr. viti nr. 74, lenda skal í víkinni austan við bryggju, sem er
fram af fiskhúsi, er stendur þar. Blindsker eru mörg á höfninni,
°g er leiðin fremur hættuleg í milklu brimi, sérstaklega í norð-
rírístan átt, en í sunnanátt er ágætt. Svonefndur Flesjaboði er inn
af tanganum að vestanverðu, um 200 m. frá Flesinni. Beltaboð-
iiin er hér um bil beint vestur af vitanum, en vestur af honum
er Króahraunsboði, leiðin inn á höfnina er á milli þessara
tveggja síðast nefndu boða.
d. SKÁLAVÍK
Lendingin er í vík milli Skálavíkurtanga að austan, og Skötu-
i(uiga að vestan. Lenda sltal austast í víkinni, eins nærri og hægt
er klöpp þeirri, sem liggur meðfram allri víkinni að austan-
'erðu. Leiðarmerki eru engin. Vestanverðu við höfnina cr
Kvalnesboði, og Gunnarsboði fram af (suður af) Gunnarsskeri,
°g falla ])eir saman í miklu brimi. Lending þessi er ekki talin
' ríothæf nema í færu veðri.
L