Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 82
£0
frá stöðinni. Skaxnmt fyrir austan bryggjuna er vör, sem nú er
lögð niSur.
e. HRÓLFSKÁLI
Lendingin er i SV frá bœjarhúsunum, stefna hennar er frá
SA—NV. Leiðarmerki eru: Staurinn á Valhúsinu á að bera í
vestasta bæjarhúsið, og er þeirri stefnu haldið, þar til að beygt
er til NV upp í vör. í vörinni er klöpp. Bezt er að lenda þegar
sjór er hálffallinn lit, eða þegar klettaraninn, sem er að vestan-
verðu við vörina, er kominn upp úr sjó. Lending þessi var oft
notuð sem neyðarlending áður fyi-, meðan útgerð á opnum bát-
um var stunduð þaðan, en sem nú er lögð niður. Nú er lending-
in aðeins notuð af mönnum sem stunda hrognkelsaveiði eða róa
út á grunnmið á sumrin. Beint niður frá bænurn var önnur lend-
ing sem ekki hefir verið notuð í mörg ár, enda mikið lakari
lending en hin.
f. BAKKI
Lendingar eru tvær á fíakk'a, önnur er h.u.b. 50 m.fyrir vestan
bæinn. Stefna frá N. til S. Leiðarmerki eru engin. í lendingunni
er möl. Að veslanverðu við vörina er klöpp, en að austanverðu er
hlaðinn kampur, úr honum er dálítið hrunið. Lendingin er talin
góð og nothæf sem neyðarlending, en er lítið notuð síðan útgerð á
opnum bátum hætti. Hin lendingin er fyrir austan bæinn, stefna
S.-N. Leiðarmerki eru engin, en stefnan upp í vörina er á miðjan
kálgarðsvegginn. Kampar eru báðum megin vararinnar. í lend-
ingunni er möl. Lending þessi er ágæt, en er xiú lítið notuð sið*
an róðrar á opnum bátum lögðust niður.
g. TJARNARSUND VIÐ SELTJÖRN
Þar er lent í malarkömbunum fyrir norðan Knopsborgar-
bakka í NV. frá Nesstofu. Leiðarmei’ki eru: Staur sem stóð a
Knopsborgarbakkanum, er bera skyldi i staurinn á Valhúsinu-
Stefnan er h. u. b. frá V. til A. Bezt er að lenda þarna um flóð,
því út af sundinu eru grynningar, áður en komið er inn í Tjörn-
ina. Meðan litgerð á opnum bátum var í blóma, lentu menn þar
oft í landsynningi og austanátt. 1 vestanátt er brimasamt, og er
þá betra að lenda í Vatnavik (sbr. !.).
K GRÓTTA
Lendingin er að suðaustanverðu á eynni Gróttu, fyrir neðan
sjávarhús sem stendur þar á sjávarbakkanum. Þegar lent er þar
sunnan á eynni eins og áður er getið um, er farið svokallað
,,Tjarnarsund“, (sbr. g.). í lendingunnni er möl; hún er bezt uin
flóð, en ekki nothæf sem neyðarlending. Áður fyrr var lending