Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 96
94
57. Kaldrananeshreppur.
58. Hrófbergshreppur.
59. KIRKJUBÓLSHREPPUR
a. TUNGUGRÖF
Lendingin er vogur, sem liggur í norðaustur frá bænum. —
Leiðarmerki eru engin, en fara skal að norðanverðu við Tungu-
grafarhúlma, austanvert við tangann, sem er í vognum, upp að
efsta tóftarbrotinu, sem er inn á tanganum. í vognum eru engir
boðar né grynningar. Lending þessi er talin ágæt.
b. HEYDALSVÍK (Fagravík).
Lendingin er fyrir innan nátthagann, sem er undir tangan-
um, næst fyrir innan hina lendinguna, sem áður er getið. -—
Leiðarmerki eru engin, en fara skal rétt með skerjagarðinuin,
og upp með innsta skerinu. Lending þessi er notuð þegar ekki
er hægt að lenda í Naustavíkur-lendinga.
c. HEYDALSÁ
Lendingin er niður undan búð, sem stendur við sjóinn í svo-
kallaðri Nautavík. Sunnan til i víkinni eru grynningar og flúðir,
og verður þess vegna að halda norðarlega inn vikina, en þegar
klettur sá, sem er suðaustur af búðinni, ber i hana, þá er beygt
upp i lendinguna. Milli klettsins og búðarinnar er ca 8 m. —•-
Lending þessi er talin slæm.
d. SMÁHAMRAR
Lendingin er vogur beint niður af bænum Smúhamrar. Leið-
armerki er hjallur með járnþaki, sem stendur við sjóinn, og skal
stefna á innra norðurhorn hans. Varast skal að lenda að aust-
anverðu við flúð þá, er gengur frain að austanverðu við lend-
inguna og myndar svokallaðan Ytrivog, heldur skal fara upP
með flúðinni, að norðanverðu, og nær henni en vesturtangan-
um, því að við hann er flúð ofantil i vogsmynninu.
e. HVALSÁ
Lendingin eru niður undan Hvalsárdranga, sem stendur undir
höfðahorninu, fyrir norðan bæinn. í lendingunni er stórgci'1
malargrjót, og klappir báðum megin. Þegar farið er inn sundið,
skal gæta þess, að fara sem næst eystri flúðinni, þvi strauniu1
liggur frá henni og ber norður. Norðaustur frá lendingunni