Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 89
87
23. FRÓÐÁRHREPPUR
a. BRIMILSVELLIR
Leiðarmerki eru engin á Brimilsvöllum. Inn í lendinguna
er farið á milli boða eftir beinum sundum, sem mega teljast fær
°<ns lengi og útsjór er, nema þá helzt í norðanátt, en þá er ágætis
lending í Hrísakletti, sem er ca. 500 m. fyrir innan Brimilsvelli.
f lendingunni er sandur og möl. Stefna vestur. Aðeins nothæf
fyrir kunnuga.
b. HRÍSAKLETTUR
Lendingin er niður undan bænum Hrísakletti. Á leiðinni eru
engir boðar né blindsker, dýpi 15—18 m. Stefna suðaustur.
Lendingin er góð, hvernig sem stendur á sjó. Leiðarmerki eru
engin.
24. Eyrarsveit.
25. STYKKISHÓIiMSHREPPIIR
a. SELLÁTUR
Aðallendingin er litill vogur sunnan til á eyjunni. Inn á hann
eru engin leiðarmerki. I lendingunni er sandur; hún er vara-
sóm í sunnan- og suðvestanátt, sérstaklega um fjöru, þvi þá
kemur upp malartangi að vestanverðu, sem ekki flýtur yfir. í
suðlægri átt getur orðið ófært að lenda i vognum, og má þá
fenda norðvestan á eyjunni. Þar er möl og hrein lending.
b. HÖSKULDSEY
Lendingin er vogur vestan á eyjunni. Leiðarmerki eru litill
l'lettur niður i fjöru, sem fer hér um bil í kaf um stórstraums-
ftóð, á að bera í norðurvegginn á skemmu, sem stendur upp und-
yn lendingunni, kallað „Vaðbergið í skemmuvegginn“.
1 lendingunni er sandur, möl og klappir. Rif er þvert yfir
v°ginn framantil, sejn verður þurt um stórstraumsfjöru. Inn á
v°ginn verður að beygja inn á milli tveggja tanga, og er þvi ekki
'laegt að halda beina stefnu i lendinguna. Lendingin er talin
slaein brimlending, og er alveg ófær í vestanstormi. Við eyjuna
°r hægt að lenda á þremur stöðum:
f- í vognum.
1 svonefndum „Hellir“, sem er í SV. og V., en ekki er hægt að
bjarga þar bát, nema þá mjög litlum og með nægum mann-
afla.