Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 117
115
b. ISÓLFSSKÁLI (Gvendarvör).
Lendingin er í suður frá íbúðarhúsinu, bað er vík á milli
skerja, og lón þegar inn er komið. Þar eru engin sérstök leiðar-
merki. í vörinni er sandur og grjót, og klappir báðum megin.
Hún er ckki nothæf sem neyðarlending. Lendingin er nú iögð
niður sakir erfiðra aðdrátta; hún hefir elcki verið notuð síðast-
liðin 20 ár.
c. HRAUNSVÖR (Suðurvör).
Suðuruör er í SA frá íbúðarhúsinu Hraun og er bás eða
vík inn i klappirnar, meðfram svokölluðum Vatnstanga að vest-
anverðu. Vörin á milli klappanna er rúmlega skipsbreidd. Leið-
armerki inn Hraunssnnd eru: Varða í túnjarðinum, norðan við
ibúðarhúsið, á að bera í stall framan í Þorbirni, eftir þessum
merkjum er haldið, þar til komið er inn undir vörina, þá á
varðan að losna vel við vesturendann á Þorbirni. Varðan er 2
m. á hæð og upp úr henni er tré, hún stendur 200—300 m.
frá sjó, en frá henni og upp að Þorbirni eru um 3 km. í lend-
ingunni er grjót og klappir, hún er bezt um fjóru, en er annars
talin slæm, og er notuð aðeins seinnipart vertíðar og á sumrin,
og alls ekki nothæf sem neyðarlending. Norðanvert við Suðnr-
vör er stundum með háum sjó í útsynningi lent í svokallaðri
Norðurvör eða liót, sem eru tvö vik inn í klappirnar fyrir norðan
Suðurvör.
d. ÞORKÖTLUSTAÐIR (Buðlunguvör).
Lendingin er í suður frá Þorkötlnstöðttm. Leiðarmerki eru:
Túnsvarðan i trémerkið, sem aftur á að bera í tvær vörður uppi
í lieiði. Eftir þessum fjórum merkjum í einni línu er farið alla
leið upp undir vör, þá er farið í ýmsum krókum, sem aðeins er
fært vel kunnugum. 1 lendingunni er grjót og klappir, hún er
betri með lágum sjó, en er annars talin slæm lending.
e. ÞORKÖTLUSTAÐANES (Höfn).
Lendingin er í suðaustur frá ibúðarhúsinu Höfn. Leiðin
liggur inn með svokölluðu Suðurvararskeri sem er á vinstri
hönd þegar inn er farið. Leiðarmerki eru: Á djúpsundinu eiga
fjórar vörður að bera saman í einni línu. Buðlunguvarðan sem
er 30 m. frá sjó á að bera í trémerki ofan við Þorkötlustaðabæi,
og þessi merki aftur í tvær vörður uppi í heiði, skal halda á
þessi merki, unz varðan sunnan við Höfn i Þorkötlustaðanesi
ber i aðra vörðn, er stendur vestar og leugra uppi í ncsinu, er
þá stefnt á þessar vörður, þar til komið er inn undir Suðurvar-
arsker, h.u. b. 400 m. frá landi, er þá beygt til hægri og upp í
vör. Með lágum sjó eru klappir í vörinni, en grjót og möl með