Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 80
78
merkja 150 m. Vörður þessar eiga að bera saman alla leið upp
undir vör. I vörinni er möl og klappir. Lending þessi er talin
ágæt og oft verið notuð sem neyðarlending.
i. LANDAKOT
Lendingin er fyrir neðan íbúðarliúsið Landakot. Leiðarmerki
eru 2 vörður, upp úr þeim er sundtré, hæð 12 m. Neðri varðan
stendur norðarlega á Landakotstúni 6 m. frá sjó, efri varðan er
uppi í heiði, fjarlægð milli merkja er 800 m. Inn sundið eiga vörð-
ur þessar að bera saman, og eru þær þá í beinni stefnu á Keilir.
Stefnu þessari er haldið upp undir lendingu, er þá beygt til
hægri handar og stefnt austan til við salthús það, er stendur fyr-
ir ofan lendinguna upp i vör. En varast þarf flúð þá sem er
fyrir miðri vör, og er betra einkum í norðanátt að fara að aust-
anverðu við hana. 1 vörinni er sandur möl og klappir. Hún er
talin góð, en bezt með hálfföllnum sjó.
j. ÞÓRUSTAÐIR
Lendingin er í norður frá bænum Þóruslaðir. Leiðarmerki
eru þau sömu og í Landakoti, farið sama sund, og beygt til vinstri
handar upp í vörina. í lendingunni er sandur og klappir, hún
er talin ljetri með háum sjó.
k. FLEKKUVÍK
Flekkuvík er skammt fyrir utan Minni-Vatnsleysu. Lendingin
er spölkorn austur frá bænum, stefna hennar er V. Leiðarmerkin
eru 3 vörður, og er hver þeirra 2 m. á hæð. Neðsta varðan stendur
á sjávarkampi, önnur er fyrir ofan túngarð, en sú þriðja uppi í
heiði 1000 m. frá sjó, milli merkja eru 500 m. Vörður þessar
eiga allar að bera saman i sömu stefnu þegar sundið er tekið,
og er þeirri stefnu haldið upp undir vör. í lendingunni er
möl og klappir, það er talin góð lending, en betri með hálf-
föllnum sjó.
6. Garðahreppur.
7. BESSASTAÐAHKEPPUR
a. BESSASTAÐIR (Seylan).
A Alftanesi eru margar lendingar, en flestar þeirra eru freffl-
ur slæmar, helzt vegna þess, að þeim hefir svo lítið verið haldið
við, síðan útgerð á opnum bátum lagðist niður, og leiðarmerki
fallið niður. Þess vegna verður hér aðeins lýst leiðinni inn a
Seyluna við Hessaslaði, enda er það aðal þrautalendingin á Álfta-
nesi. Það er talið að leiðin byrji Grótta um Snðurnesvörðu á Sei-