Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 86
13. Skilamannahreppur.
14. Innri-Akraneshreppur.
15. Ytri-Akraneshreppur.
16. Leirár- og Melahreppur.
17. Álftaneshreppur.
18. Hraunshreppur.
19. STAÐARSVEIT
a. KROSSAR
Vörin er vestantil við Krossabæinn, þar er lent við svokallaða
Fiskhellu. Leiðarmerki eru: Grjótvarða, sem stendur á sjávar-
bakkanum, 2 m. á hæð, á að bera í íbúðarhúsið á Krossum, seni
stendur 60 m. ofar. Eftir þessum merkjum er haldið inn á móts
við Hylsker, þá er beygt til vesturs, og haldið á tvær vörður, sem
þá bera saman, og alla leið inn i vör. Vörður þessar, sem eru
hvor um sig tæpir 2 m. á hæð, standa i svipaðri fjarlæg'ð frá
sjó og hin leiðarmerkin. Á djúpleiðinni eru engir boðar né
grynningar, en á grunnleiðinni eru smáklappir, sem flýtur yfir
undir eins og' hækkar i sjó. Lendingin er talin ágæt, engu síður
um fjöru en flóð, og er alinennt talin iíflending.
b. FÚLAVÍK
Lendingin er við klöpp austanvert við Kirkjuhólsbæin'1-
Leiðarmerki eru: Grjótvarða á sjávarbakkanum 3 m. á hæð, upP
úr henni stendur tré, 1 m. á hæð. Varða þessi á að bera í vörðu
sem stendur uppi í holti 2 m. á hæð. Neðri varðan stendur 20
m. frá sjó, en milli merkja er 800 m. Leiðarstefnan er norð-
austur, þráðbein framan úr djúpi, og alla leið inn á miðja vik.
þar er beygt lítið eitt til austurs fyrir blindsker, og svo aftur tek-
in sama lína beint í land.
c. TRAÐIR
Lendingin er vestan til við TraSabæinn. í lendingunni er niöl
og klappir. Leiðarmerki eru tvær vörður; neðri varðan stendui
á sjávarbakkanum, en hin uppi í túni; fjarlægðin á milli þeirra
er 80 m. Vörður þessar eiga að bera saman, og er þeirri stefnu
haldið inn á móts við skerjatanga, svokallað Tangarhöfuð,
er þá beygt litið eitt til vesturs, og stefnt á tvær vörður, seni þu
eiga að bera saman, og þeirri stefnu lialdið alla leið í land.