Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 10

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 10
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939 Þeir fengu lán í Ameríku, sem gerðu þeim mögulegt að standa við skuldbindingar sínar, endur- reisa iðnaðinn og veita nýjum lífsmætti í allt athafnalíf lands- ins. Atvinnuleysi minnkaði stór- kostlega, ráðizt var í ýmsar verk- legar framkvæmdir og fylgi naz- ista og kommúnista var hverf- andi lítið. En árið 1929 hófust nýjar þrengingar. Gengi marks- ins var ekki talið öruggt. Þrátt fyrir hækkaða forvexti átti sér stað gífurlegur fjárflótti úr bönk- unum. Atvinnuvegirnir þörfnuð- ust lánsfjár, atvinnuleysi óx og skattar hækkuðu. Við þessi skilyrði fóru kosning- arnar 1930 fram. Báðir öfgaflokk- arnir, einkum þó nazistar, unnu stórkostlega á. Erfiðleikar þjóð- arinnar höfðu skapað ofbeldis- mönnunum nægilega góðan jarð- veg til þess að kollvarpa rótlausu lýðstjórnarskipulagi, sem reis á legg við hin verstu skilyrði og hafði aldrei fengið tækifæri til að sýna mátt hins þrautreynda lýðræðis meðal þroskaðra þjóða. Áframhaldandi fjárhagsvandræði, fjárflótti úr bönkunum og van- traust erlendra fjármálamanna á Þýzkalandi, ruddi svo úr vegi síðustu hindrununum fyrir valda- töku Adolf Hitlers. Vonleysi al- mennings og baráttuaðferðir naz- istanna færðu Hitler enn stór- kostlegri sigur árið eftir, og í árs- byrjun 1932 myndaði hann stjórn. Þar með var þýzka lýðveldið liðið undir lok og einveldi komið í staðinn. 8 Hér að framan hefir verið stutt- lega rakin saga þýzka lýðveldis- ins. Hér á eftir skal enn geta nokkurra staðreynda, sem ásamt framansögðu taka af öll tvímæli um, að örlög þýzka lýðveldisins eru ekki ósigur fyrir lýðræðið eða sönnun um ágæti einræðisins. Það er búið að minna á skilyrðin, sem lýðveldið hafði skapazt við. En það hefir ekki verið minnzt á, að það var langur vegur frá því, að þjóðin væri einhuga um að taka upp þetta stjórnarform. Töluverð- ur hluti hennar vildi enga breyt- ingu, og það fólk var ávallt á móti lýðveldinu. Kommúnistar vildu skipta um stjórnarform, en þeir vildu ekki lýðræði, heldur rúss- neska einvaldsfyrirkomulagið. Og þeir voru ávallt í andstöðu við lýðveldið. — Viss hluti borgara- stéttarinnar hafði skapað og við- haldið æfintýrasögn um hinn „ó- sigrandi“ þýzka her, sem með sviksamlegum brögðum hefði ver- ið ginntur til að leggja niður vopnin 1918. Og þegar nazistar fara að láta verulega til sín taka, verður einmitt þessi fullyrðing sterkasta vopnið, í baráttu þeirra. Hvert eitt mótlæti, sem þjóðirj varð fyrir, var túlkað á þessa leið i þingræðið, „nóvemberskipulagið“, er orsök allra okkar vandræða. Þýzki herinn beið ekki lægra hlut í ófriðnum mikla, en þjóðin var svikin í hendur óvina sinna, sem sviptu hana öllum lífsmöguleik- um með nauðungarsamningunum; í Versölum. — Fylgi nazistannai sýnir greinilega, hver áhrif þessií

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.