Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 16

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 16
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939 Við sjáum oft á aftni sem eld í vestri kvikna. Við hlustum yfir hafið, og hugir okkar vikna. Að heiman heim þið siglduð og hlutuð óskaleiði. Nú Ijómar fyrir landi hinn logagyllti reiði. Og farmurinn er fegri en fyt í Austurvegi. Svo innilegar óskir á Islands heiðursdegi. Og ef þið hafið efast um íslands móðurhendur, þá lítið yfir landið. Nú Ijóma fjöll og strendur. Þið sjáið eilíft sumar við sjónum ykkar blasa. Hver sveit er enn í œsku með angan lyngs og grasa. Þetta kvæði var ort árið 1930. Nú hefir Björgvin Guðmundsson tónskáld gert við það einkar geðþekkt lag, sem væntanlega verður birt í næsta hefti fJíþku. Síðan munu Vökumenn gefa lag og ljóð út sérprentað. — Ýmsir hafa fundið til þess, að skortur væri á söng sem þessum. Nú er úr því bætt. Eftirleiðis mun þessi söngur verða sunginn alstaðar þar, sem Vestur-ís- lendinga er minnzt. Þeir munu einnig syngja hann, er þeir minnast heima- landsins og móðurþjóðarinnar. Að heiman heim þið siglið. Og hjartans þakkir okkar. Það logar ennþá eldur, sem út á djúpið lokkar. Þið berið kœra kveðju frá koti, stekk og heiðum þeim Islands börnum öllum, sem eru á Vesturleiðum. 14 - . V 1

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.