Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 22
VAKA 2. árg. . Jan.-marz 1039
brugðið um rótleysi, kæruleysi og
jafnvel leti. Það er ekki alveg að
ósekju, en til þess liggja eðlilegar
orsakir, og skal ekki komið inn á
þær hér. En það er trú mín að
allir ungir menn, á aldrinum frá
aldrinum 16—21 árs, hefðu gott
af að eyða nokkrum mánuðum af
þeim æfihluta sínum til kaup-
lausrar vinnu undir aga og
kennslu. Ég hugsa mér þegn-
skylduvinnuna, til að byrja með,
framkvæma á þann hátt, að hún
yrði eingöngu notuð til vegagerða,
bæði nýlagningu og viðhalds.
Hver maður fái skírteini að lokn-
um vinnutíma, er veiti honum
kosningarétt á lögaldri. Ungar
stúlkur ættu á sama aldursskeiði
að inna af hendi þegnskyldu-
vinnu, t. d. við garðrækt og skóg-
rækt.
III.
íslendingar eru fámenn og fá-
tæk þjóð í stóru en auðugu landi.
Aðrar þjóðir efast um, að við get-
um rekið bú okkar hér sjálfstætt.
Ennþá er ekki fengin reynsla fyrir
því. Okkur er að ýmsu leyti líkt
farið og fátækum frumbýling, er
setzt hefir á stóra og góða jörð,
þar sem aðeins nokkur hinna
nauðsynlegu húsa eru sæmilega
byggð, rétt byrjað á að rækta
túnkraga kringum bæinn, sem þó
er soltinn vegna áburðarskorts.
Engjavegirnir slæmir og sumstað-
ar ófærir. Bústofninn mjög mis-
jafn. Aðeins nokkur hluti kúnna
mjólka fyrir fóðrinu. Kjöt dilk-
20
anna stenzt ekki keppni á frjáls-
um markaði, mest vegna síns
vaxtarlags. Hestarnir litlir, illa
byggðir, gutlarar, sem hægt er að
sitja á á milli bæja og smala
heima- og heiðalönd með, en ó-
nýtir og illa tamdir til annarra
bústarfa.
Ungi bóndinn tekur lán. Hann
heldur verkafólk á taxtakaupi.
Hann bætir við einu húsi, leggur
nýjan vegarspotta, stækkar túnið
og kaupir kynbótadýr, sem drepst.
— Enn vantar hann fé, bæði í
sjálfs síns þarfir og til að að halda
búrekstrinum í heild í horfinu.
Nú er honum neitað um nýtt lán
og erfiðleikarnir vaxa, fram-
kvæmdirnar stöðvast, og eyðslu-
eyririnn er þrotinn. — Hvað á
hann nú að taka fyrir? — Á hann
að hlaupa frá öllu saman, t. d. í
vinnumennsku til Nýja-Sjálands?
Eða á hann að helga jörðinni, er
hann býr á, krafta sína og líf?
— Ef hann finngur enga innri
þörf hjá sér til þess að leggja
sjálfan sig í sölurnar fyrir lífs-
starf sitt, flosnar hann upp.
Hingað til hefir það ekki þótt
karlmannlegt að hlaupa í felur
fyrir örðugleikunum, og íslend-
ingar hafa skammazt sín fyrir
slíkt. En hvað gerum við íslend-
ingar í dag? Hvernig bregðumst
við nú við, synir íslands og dætur,
þeim erfiðleikum, sem óneitan-
lega steðja að? Hversu mikið
vill íslenzk æska leggja á sig til
að leysa þau mörgu verkefni, sem
bíða? Vill hún vinna nokkur
dagsverk að vegagerð, brúargerð,