Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 30

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 30
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939 árlega til að byggja hús yfir fólk- ið í hinum stærri bæjum, þar sem atvinnuskilyrðin hafa minnkað og engar líkur eru til að aukinn fólksfjöldi verði tij annars en auka vandræði þeirra, sem fyrir eru. Til alls þessa liggja margar samverkandi orsakir, en höfuð- orsökin er það ósamræmi, sem orðið hefir milli framleiðslu og launakjara. Að ráða bætur á ástandinu, er örðugt verk, og verður ekki gert með neinum smávægilegum ráð- stöfunum. Það er þó víst, að eitt af því, sem brýnust þörf er á að taka til rækilegrar athugunar, er með hverjum hætti líklegast er að koma heilbrigðu jafnvægi á viðskiptahag og fjármálalega vel- ferð einstaklinga og stétta innan þjóðfélagsins, þannig að líkur séu til, að vinnuafl allra landsmanna sé notað til að hagnýta auðlindir landsins smáar sem stórar, og eigi þurfi sí og æ að standa deilur um, hve mikið þessi og hinn eigi að bera úr býtum. Til þess að unnt sé að komast eitthvað í ná- munda við það takmark, er nauð- synlegt að sjá um, að engin stétt hafi þau sérréttindi, að hennar hagur sé tryggður, þó að öllum öðrum gangi illa. Það þarf að hafa áhrif á hagsæld allra, ef efnahagsstarfsemi þjóðarinnar gengur'vel, og það verður líka að ganga út yfir allar stéttir að ein- hverju leyti, ef illa gengur. Þetta má ekki gerast með ein- hverri fáránlegri allsherjar sam- 28 ábyrgð, ekki með ríkisrekstri eða þjóðnýtingu, sem verkar lamandi á ábyrgðartilfinningu einstak- linga og stétta, heldur verður spilið að ganga eftir föstum regl- um, þar sem vel unnið verk er metið og vanrækslur og ábyrgðar- leysi kemur fyrst og harðast niður á þeim, sem um slíkt gerir sig sekan. Að koma því kerfi á, sem þessu takmarki nær, er aðkallandi verk- efni fyrir alla landsins beztu menn, hvort sem þeir eru í þess- um flokki eða hinum og hver á- hrif sem það í bili kann að hafa á þeirra persónulega hag. Það er margþætt, flókið og vandasamt mál, sem grípur inn í öll okkar stjórnmál og allt okkar þjóðlíf frá yztu ströndum til innstu dala. Einn meginþáttur þess skal hér mjög lauslega gerður að um- talsefni. Landaurareikningurinn gamli var merkilegt fjármálakerfi. Hann var byggður að öðrum þræði á notagildi framleiðslu- vörunnar, en að h'inu leyti á verðgildi hennar á yfirstandandi tíma. Með honum var ákveðið fast hlutfall milli gildis allra framleiðsluvara landsins og einn- ig hins fullvaxna búpenings. Með þeim hætti var skapaður verð- mælir sem gilti í öllu viðskipta- lífi innanlands. Einingin var ein alin, er skiptist í reikningi í tvo fiska. í eitt hundrað af landsvísu þurfti 120 álnir og 240 fiska. Gjöld til þess opinbera voru reiknuð í álnum og gjöld fyrir verk opin-

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.