Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 46

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 46
VAKA 2. árg. . Jan.-marz 1939 reist hafa verið, hefir meginhluta styrksins verið varið til húsabygg- inga en ræktunin látin sitja á hakanum. Fyrir því verða þessi býli aldrei jafn byggileg og ella gæti orðið. Verðmæti bygging- anna hefir aldrei verið í réttu hlutfalli við verðmæti landsins og þær því jörðinni ofviða. Og þess eru e. t. v. dæmi, að með ný- býlisstofnun hafi fremur verið seilzt eftir því að búa í nýju húsi, en tryggja afkomu sína með sjálf- stæðri þátttöku í framleiðslu- störfum. Til landnáms þarf fyrst og fremst að velja dugandi, at- orkusamt fólk, sem fúslega tekur á sig byrjunarörðugleika land- nemans og markvíst býr sig undir að verða sjálfstætt og óháð. Vera má, að einhverjir komi til, sem segja að byggingar úr torfi, timbri og járni verði ekki ódýrari en varanlegar steinbygg- ingar, þegar allt kemur til alls. Að þessu sinni er ekki rúm til að ræða þetta atriði ýtarlega hér, en það mun óhætt að fullyrða, að þessi staðhæfing hefir ekki við rök að styðjast. Sveinbjörn Jóns- son byggingameistari hefir nokk- uð rætt þetta mál og fært gild rök að því, að hægt er að byggja húsakynni í sveitum landsins, er yrðu ódýrari en þau, sem nú eru reist þar að tilhlutun þess opin- bera. Og það væri a. m. k. full þörf á að gera fleiri og víðtækari tilraunir í þessu efni, en nú er gert. Nú skal látið útrætt um þetta mál að sinni. Fyrir mér vakir 44 nokkuð hið sama og höfundur Hávamála túlkar í erindinu, sem ég hefi valið að einkunnarorðum fyrir þessari grein. Hver og einn einstaklingur verður að bjargast fyrst og fremst vegna eigin at- orku og hagsýni. Það er ekki hraustum mönnum og vinnufær- um samboðið, að varpa allri á- hyggju um eigin hag og afkomu upp á aðra. Ónotaðir möguleikar íslands kalla á nýja landnáms- menn. Hið opinbera á að rétta hér fram örvandi hönd, en krefj- ast samtímis mikils af einstak- lingunum, landnámsmönnunum. Og hvorugur þessi aðili má gera sér í hugarlund, að á fyrstu árun- um geti allt leikið í lyndi, að allt sé hægt að veita sér og allar kröf- ur verði uppfylltar. Meginhugs- unin, sem á að móta störf þeirra og framkvæmdir, á að vera sú, að „bú es betra en biðja sé“ og „blóðugt es hjarta þeims biðja skal sér í mál hvert matar“. — Sjálfstæð þátttaka í framleiðslu- störfunum, þótt í smáu sé, á að vera metnaðarmál dugandi manna. Með því vaxa þeir og verða menn að meiri, og komast hjá hinu ömurlega hlutskipti þurfamannsins. Ég hefi vakið máls á þessu í Vöku, af því að mér finnst eðlilegt að Vökumenn íslands haldi hátt á lofti þeim sjónarmiðum, sem þessi grein er rituð út frá. Hér er um að ræða aðkallandi mál, sem þjóðin á að geta sameinazt um án tillits til skiptingar í póli- tíska flokka, og hér er þörf á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.